3.10.06

eyrnatappa takk!

hafið þið opnað eyrun nýlega???
nei, ég er nú ekki hissa! það er alveg nóg að hafa opið í hálfa gátt eins og ástandið er amk hér í Reykjavíkinni! þvílík læti! við vorum að leiða hvort annað blindandi um miðbæinn í morgun til að virkja skynjun okkar á umhverfinu með heyrn... en það var bara hávaði! endalaus byggingahljóð og framkvæmdir... bílatraffík... smíðar... loftræstingar... búðarkassar... skvaldur... kaffikvarnir og hróp og köll... fuglasöngurinn heyrðist varla og það var vonlaust að fara niður að sjó við Sæbrautina til að heyra í öldunum...
eyrun voru full af suði... stanslausu áreyti...
svo opnaði maður augun og var búin að loka á hávaðan að stórum hluta um leið... maður velur að heyra ekki nærri allt því það væri bara of mikið! geðveiki...
en ég mæli með að þið prófið... fara bara niður í bæ, setjast og loka augunum... hvað heyriði? og eins bara þar sem þið eruð... að loka eyrunum um stund og vita hvort einhverstaðar er að finna hljóðlátan stað... frelsi frá skarkalanum...

svo finnst fólki skrítið hvað við erum stressuð og æst alltaf...