30.3.06

?!?!?!?!?!?!?!?!?!?

er það satt?
á að trúa því?
já auðvitað því jólasveinar (eins og ég) lenda mörgu í!

og ég lennti í lukkupottinum!
ójá!

næstu fjögur árin meira að segja!

skil ekki hvað ég hef gert til að verðskulda það!

horfi á allt fólkið sem ég lít upp til og dáist að og finnst vera svo klárt og frábært og ... og botna ekkert í því hvernig ég gæti mögulega verið sambærileg... frambærileg... miðað við þau... eins og þau...

...ég held að þetta sé spurning um eitthvað annað..
hvað?
annað...

ég er jólasveinn...

ef illa fer get ég allavega alltaf verið lærður jólasveinn...

fjögur ár í lhí...

ég klíp mig reglulega til að vita hvort ég sé með fullri meðvitund...

...ja... ég veit staðreyndir... en síast þær inn...

full framtíð af ævintýrum!

...trúir þú því?

22.3.06

hvað er ...

.. á milli draums og vöku?
hvenær er mig að dreyma og hvenær er ég stödd í miðjum hugsunum mínum, upplifunum, raunveruleika?
er draumur þá ekki raunverulegur?
jú... hvernig getur það sem er og það sem er draumur hvoru tveggja verið raunverulegt?
hvað skilur það þá að?
við upplifum drauminn eins og hann sé raunverulegur... alveg eins og við upplifum raunveruleikann...
draumurinn fæðist í kollinum á okkur... alveg eins og hugsanir okkar...
eru draumar hugsanir?
getur blinda dreymt? já, blinda dreymir... en hvað dreymir þá? getur þá dreymt það sem þeir sjá ekki? getur verið að við fæðumst með myndir í hausnum og að við sjáum í raun og veru ekkert! að hlutir sendi bara frá sér árur sem kalla fram mynd í huganum á okkur... hvort sem við erum blind eða ekki...
hvað er að vera blindur?
ef mann dreymir... er maður þá alveg blindur?
það að dreyma er að sjá, eða hvað?
maður sér eitthvað fyrir sér...
maður ímyndar sér...
hvernig er hægt að vera blindur en geta samt séð það sem maður ímyndar sér...?
hvað sér maður þá þegar maður ímyndar sér...?
er hægt að ímynda sér að maður sé blindur?
ef maður hefur ekki upplifað það... hvernig getur maður þá vitað hvernig það er?

hefur þig aldrei dreymt svo raunverulegan draum að þegar þú hugsar til baka veistu ekki hvort þig dreymdi það eða hvort það gerðist í raun og veru?
gerðist það ekki í raun og veru... bara í höfðinu á þér...
eru draumar upprifjun á því sem þú hefur upplifað... sambland af reynslu...?
það getur ekki verið ef blinda dreymir... þá dreymir ekki það sem þeir hafa séð...
..þeir hafa ekki séð...
eru draumar forboðar þess sem koma skal?
hvernig veistu hvað þýðir hvað?
er hægt að ráða drauma?
gilda sömu reglur um merkingu drauma fyrir alla?
er það af því allir vita hvað þeir merkja...?
ég held að það gildi ekki það sama fyrir alla...
ég held að okkur dreymi mest það sem hvílir á huga okkar hverja stundina...
ég hled að það séu engin skil á milli draums og raunveruleika...
draumar eru raunverulegir og raunveruleikinn er draumkenndur...

mig dreymir dagdrauma...
er þá enginn munur á svefni og vöku?
ekki sefur vitund okkar þó við sofum... og okkur dreymi...
og ekki sefur vitund okkar heldur á meðan við vökum... og okkur dreymir dagdrauma...

hverngi veit ég að mig er að dreyma?
er það af því að það fær ekki staðist? af því ég veit betur? af því það er draumur...
hvernig veit ég betur?

skiptist kannski heilinn í draumhvel og vitund???

hef ég þá vitund um drauma mína og dreymir um vitund en hvorugt er í hinu... nei... eða hvað?
ég er orðin ringluð...

kannski er bara fjólublár kærleiksbangsi sem flýgur um á bleikum fíl á milli draums og vitundar...
kannski er bara einmitt ímyndunaraflið á milli draums og vitundar...

9.3.06

kannski

ég er ekki í neinum tengslum við raunveruleikan...
við umheiminn..
það er eins og snúran sem liggur í skjáinn... í gluggann... sé kannski músétin..
...það er einhver útsláttur í henni...
ég næ ekki tengslum við heiminn.. við það sem er að gerast eða ekki að gerast.. við það sem er, en er ekki...
hvað er ef ég veit ekki að það er?
ég stari á skjáinn...
ég var að koma úr prófum og ég skelf og ég stari og ég veit ekki...
ég veit ekki hvort mér gekk vel eða illa..
ég vona
og ég vil...
ég vil mest af öllu að það hafi gengið..
...en ég veit ekki hvort það væri sanngjarnt...
er það sanngjarnt að aðrir verði sárir... að aðrir fái hurðina á nefið á sér...
nei!
ég vil ekki fá vondar fréttir
og svo segja þeir sem allt vita að tíkin mín sé með ofnæmi fyrir nánast öllu fóðri og ég geti lítið gert til að hjálpa henni og þá er eins og ég viti ekkert lengur...
...þá er eins og einhver nuddi hörðu strokleðri við hausinn á mér en ég get ekki þurkað út þessa sáru sterku tilfinningu...
þessa veiku von...
ég vil halda í þessa veiku von!
hún á það besta skilið
og ég á það óraunhæfasta og ævintýralegasta á bak við eyrun...

kannski

6.3.06

rokrassgat

menn vilja stundum meina að það séu læti í veðrinu, en ég held að það séu meiri læti í mönnunum...
...ég var að eignast íbúð sem er svo sem ekki frásögu færandi nema hvað að við höfum nýtt okkur það nokkur sem erum að fara í inntökupróf í listaháskólanum að hún er næstum tóm og þess vegna nóg pláss...
eins og gefur að skilja er stundum öskrað og stundum grátið... svona eintöl fyrir inntökupróf eru bara einhvernveginn þannig... tilfinningaþrungin og ægilega dramatísk... eða svo virðist alla vega stundum vera... nema hvað... nágrannar mínir hafa þessar óskapa áhyggjur af því að ég sé að rífast við manninn minn heilu og hálfu dagana... ég leiðrétti að sjálfsögðu þann misskilning en komst að því í kvöld að það er með svo margt... að þeir tala um sem þekkja... að blessaður nágranni minn skellti hurðum og fór öskrandi og æpandi út á götu og kallaði konuna sína öllum illum nöfnum... hann var vel við glas karltuskan og ég hef grun um að það sé nú ekki alltaf lognmolla hjá þeim hjónakornum... það er einhvern veginn bara þannig að sum sambönd eru stormasamari en önnur...
...það er engin tilviljun að við notum veðurlýsingar til að lýsa eigin tilfinningum og tjáningarformi... það er nefnileg með mannskepnuna eins og veðrið að það er ævinlega allra veðra von...
fljótt skipast á skin og skúrir...
það er líka einhvernveginn þannig að sumir eiga erfiðara með að hemja skap sitt en aðrir... og sumum líður hreinlega bara alls ekki sem best... aðrir eru endalaust sólskin og enn aðrir ganga með þrumuský yfir höfðamótunum... sumir eru hvassari en aðrir, hjá einhverjum er alltaf logn og blíða á yfirborðinu en ólgandi hafsjór undir niðri... einn er eins og stormsveipur, annar eins og hvirfilvindur... alltaf þessi asi, alltaf á fullri ferð...
mannlífð er dálítið merkilegt veðrafyrirbrigði...
sjálfskapað ofsaveður eða áunnin sól og blíða... sumir höndla ekki stöku stormviðri, aðrir taka varla eftir þeim... allir hafa sínar hæðir og lægðir og þegar þær mætast milli manna verða til veðrabrigði af öllum stærðum og gerðum...
og svo þegar fárviðrið skellur á þá er ekkert að gera nema snúa rassinum upp í vindinn og láta hvergi á sér bilbug finna... rok er jú bara rok...
verst hvað það lægir seint hjá sumum...
...við gætum sagt að sumt fólk sé með hálfgert rokrassgat...