31.1.06

byrjunarörðugleikar...

hva...smá byrjunarörðugleikar... hvað er það á milli vina...
held alla vega að ég sé búin að laga linkana... linkur... af hverju ekki tengi.. hækjur... humm..

ekki mikið sem sveiflast í dag... nema horið sem hangir úr nefinu á mér... verð að losa mig við þessa kvefdrullu... lítið gaman að vera hóstandi og hnerrandi allan daginn...

búin að fá það staðfest að ég fæ íbúðina 4 mars en ég ætla ekki að gera neitt af viti í henni fyrr en eftir inntökuprófin... þau ganga alveg fyrir... er búin að velja 3 eintöl en er að böglast með það síðasta... kemur í ljós...
verð bara að fara að æfa mig... finnst ég allt of kærulaus... gengur ekki... bara gengur ekki!

spark í rassinn...

20.1.06

vegir liggja...

til allra átta... og það má sko með sanni segja...
þessi fór þangað, hinn fór eitthvað annað og hey, þessi þarna fór ekki neitt, og enn einn fór til baka...
við erum öll á leiðinni eitthvert... en hvert? hver veit það svosem...? við tökum einhverja stefnu... hvort sem við fylgjum henni lengur eða skemur... það er svo margt sem glepur á leiðinni... auðvelt að fara af sporinu, eða skipta um skoðun, taka hliðarspor, skipta um akgrein... eða fara vetrarveginn svo maður festi sig ekki í snjó...
það er svo margt í boði! endalausar krosssgötur... endalausar spurningar...
... ég held að besti kosturinn í stöðunni sé einfaldlega bara að halda áfram... staðna ekki, bakka ekki... heldur halda ótrauður áfram... það bíður manns allstaðar eitthvað spennandi... og úr því maður valdi þessa leið, hvort sem maður nú beint valdi eða ekki, þá má maður ekki lifa í fortíðinni og vera eitthvað í bakkgír... það er bara að taka næsta skref og sjá hvað gerist... fæst höfum við beint planað það sem við erum að gera... eða stefnum á ... það bara gerðist... eitt í kjölfar annars... af því við gerum þetta þá gerum við hitt...
og einmitt þess vegna gott fólk... en ég hef ekki verið að flagga því neitt fyrr... ætla ég að segja ykkur að ég er búin að fjárfesta í íbúð... og það var sko ekkert á planinu!! nei nei... ég ætlaði að skoða heiminn! en ég get alveg gert það líka... bara ekki í dag eða á morgun... já, ég keypti sem sagt með honum karli föður mínum íbúð á Bræðraborgarstígnum... risíbúð... mjög fín... held ég... hum... maður getur alltaf verið að fá bakþanka... en eins og ég sagði... halda ótrauður áfram og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér...
vinir manns fara út í heim... en þeir koma aftur...! og aðrir ganga í hjónaband, eignast börn...
við erum öll að fullorðnast... en það er bara gaman...
við tókum öll okkar stefnu, okkar leið að takmarkinu... og allar leiðir eru góðar leiðir ef við látum okkur líða vel á leiðinni...
ég verð að hætta núna... er að fara í söngtíma...
já... talandi um óvænta stefnu... ég sem ekkert þorði að opna munninn ákvað að gera eitthvað í málunum og nú er ég að læra að þenja raddböndin og góla eins og varúlfur... hihi... allt getur gerst... allt er hægt... bara ef viljinn er fyrir hendi...
... og svo er bara að treysta á guð og lukkuna...

10.1.06

og svo sveiflast hatturinn...

og hatturinn sveiflast svo... í þessu sveiflukennda veðri sem ríkir á voru ástkæra fróni... farsældar...
merkilegt hvað allt er annars sveiflukennt... pendúllinn á klukku sveiflast... hárið á manni sveiflast í vindinum, skapið sveiflast, vísitalan sveiflast, fasteignaverð sveiflast, mannfjöldatölur sveiflast, hitatölur sveiflast, tískan sveiflast...
...og í hvert einasta skipti sem ég ætla að skrifa sveiflast skrifa ég svieflast... sem sagt... stafirnir sveiflast...
en fyrst og fremst sveiflast allt eftir því hvernig maður sjálfur sveiflast... það er að segja hið innra sjálf... svo við gerumst háfleigari...
sveiflum við okkur ekki bara á fund á fimtudaginn... og fund hjá Agga á morgun... sjáiði bara hvernig vikuplanið sveiflast líka! ég ætlaði á fræðslufund á morgun og á danssýningu á fimmtudag...
best að ákveða sem minnst...

...og svo sveiflast frænka og frænka sveiflast svo ...

þetta lag... hvernig gat því lostið svona niður í höfuðið á mér...
yfir og út... ætla að sveifla mér í bólið...!
já, og ef ykkur langar í virkilega gott kaffi, nú þá mæli ég sérstaklega með Java Jampit (eða java djammpittur hihih..) og lífrænu Sídamó frá Kaffitár!!! við vorum sko í kaffismökkun á starfsmannafundinum áðan... smökkuðum 16 mismunandi tegundir... vissir þú til dæmis að þú getur fundið bragð af orkideu í kaffinu þínu?! nei, hélt ekki... ég hef heldur ekki smakkað orkideu... en það er ein hérna í glugganum... svo kannski sveifla ég mér út í glugga eins og Tarzan í trjánum og fæ mér einn bita...
já.. og ef þið eruð í sveiflu eins og ég... nú þá er bara að bregða einhverju á fóninn og taka sveiflu... eða bregða sér á Kaffitár og fá sér Karamellusveiflu... (sem kostar mann reyndar sykursjokk á eftir svo ég mæli ekkert sérstaklega með því... sem sagt sveiflukenndur blóðsykur...)

ég er hætt þessum sveiflum... enda farin að sveiflast eins og hrísla í vindi.... því mér finnst þetta auðvitað svo ferlega skemmtilegt... hihihihi...

en hugsiði bara aðeins út í það... hvað íslenskan er skemmtilegt mál... hvað eitt orð getur gengið á marga vegu... í mismunandi merkingu...

eða verið endurteki endalaust oft...

og svo sveiflast hatturinn...

og hatturinn sveiflast svo... í þessu sveiflukennda veðri sem ríkir á voru ástkæra fróni... farsældar...
merkilegt hvað allt er annars sveiflukennt... pendúllinn á klukku sveiflast... hárið á manni sveiflast í vindinum, skapið sveiflast, vísitalan sveiflast, fasteignaverð sveiflast, mannfjöldatölur sveiflast, hitatölur sveiflast, tískan sveiflast...
...og í hvert einasta skipti sem ég ætla að skrifa sveiflast skrifa ég svieflast... sem sagt... stafirnir sveiflast...
en fyrst og fremst sveiflast allt eftir því hvernig maður sjálfur sveiflast... það er að segja hið innra sjálf... svo við gerumst háfleigari...
sveiflum við okkur ekki bara á fund á fimtudaginn... og fund hjá Agga á morgun... sjáiði bara hvernig vikuplanið sveiflast líka! ég ætlaði á fræðslufund á morgun og á danssýningu á fimmtudag...
best að ákveða sem minnst...

...og svo sveiflast frænka og frænka sveiflast svo ...

þetta lag... hvernig gat því lostið svona niður í höfuðið á mér...
yfir og út... ætla að sveifla mér í bólið...!
já, og ef ykkur langar í virkilega gott kaffi, nú þá mæli ég sérstaklega með Java Jampit (eða java djammpittur hihih..) og lífrænu Sídamó frá Kaffitár!!! við vorum sko í kaffismökkun á starfsmannafundinum áðan... smökkuðum 16 mismunandi tegundir... vissir þú til dæmis að þú getur fundið bragð af orkideu í kaffinu þínu?! nei, hélt ekki... ég hef heldur ekki smakkað orkideu... en það er ein hérna í glugganum... svo kannski sveifla ég mér út í glugga eins og Tarzan í trjánum og fæ mér einn bita...
já.. og ef þið eruð í sveiflu eins og ég... nú þá er bara að bregða einhverju á fóninn og taka sveiflu... eða bregða sér á Kaffitár og fá sér Karamellusveiflu... (sem kostar mann reyndar sykursjokk á eftir svo ég mæli ekkert sérstaklega með því... sem sagt sveiflukenndur blóðsykur...)

ég er hætt þessum sveiflum... enda farin að sveiflast eins og hrísla í vindi.... því mér finnst þetta auðvitað svo ferlega skemmtilegt... hihihihi...

en hugsiði bara aðeins út í það... hvað íslenskan er skemmtilegt mál... hvað eitt orð getur gengið á marga vegu... í mismunandi merkingu...

eða verið endurteki endalaust oft...

6.1.06

kötturinn hefur niu lif...

hvernig stendur á því að okkur er mismunað svona? af hverju fáum við bara eitt líf?
maður spyr sig!? en er það mismunur? eru okkar líf kannski fleiri? hvenær er maður dáinn? hvernig veit maður að maður er í þessu lífi en ekki næsta?! var maður í öðru lífi? man maður kannski bara ekki eftir því?! hvað ef að við höfum í raun fleiri líf en kettir... við bara munum ekki eftir að hafa lifað önnur líf, eða að minsta kosti flest okkar... og þeir sem muna það... þeir eru taldir vera svolítið gaga... en þá spyr ég... hverjum datt í hug að kettir hefðu níu líf? og erum við hin ekki jafn gaga að trúa því?
fuglaflensan nálgast okkur óðum, kjarnorkusprengjur hanga yfir hausnum á okkur, morðóður nágranni okkar njósnar um okkur, börnin okkar eru beitt kynferðislegu ofbeldi í skólanum, áfengið gegnsýrir okkur, neyslubrjálæðið hertekur okkur, fjölmiðlar kaffæra okkur... mikið er þetta dásamlegt! vinsamlegast pantið nógu mörg eintök af þessum lífi!
af hverju gerum við ekki bara gott úr þessu lífi sem við höfum? og hvað er annars líf? erum við búin að gefa orðinu líf fleiri en eina merkingu??? lífið sem rennur í æðum okkar er ekki sama lífið og við teljum hjá kettinum, er það? hvað meinum við þegar við ætlum að lifa lífinu? á kötturinn kannski mörg líf af því að það er sama hvað hann fellur hátt, hann lendir á fótunum, og heldur sínu striki....?
alla jafna gleymir maður því að maður á kannski ekki eftir að sofna á koddanum sínumm það kvöldið... maður tekur það sem sjálfsagðan hlut að verða að minnsta kosti áttræður, ef ekki eldri, því læknavísindunum fer svo fram... tæknin er orðin svo mögnuð... og svo kemur aldrei neitt fyrir mig?! er það nokkuð?!?!
en það er ekkert sjálfsagt að maður sofni á koddanum sínum... og það er heldur ekki sjálfgefið að maður vakni næsta morgun! og svo gerist maður svo kræfur að biðja um mörg líf! hvað er það?
ef hver sekúnda er líf... þá skil ég það...
ef hver mínúta, hver klukkustund er líf... þá skil ég það svo sem...
en ef heil æfi er líf... hvað erum við þá að biðja um?! og af hverju...? hvers vegna erum við að sjá eftir því sem við höfum gert í þessu lífi?! hvers vegna viljum við fá nýtt líf til að gera betur?! bæta fyrir syndir okkar?! er eitthvað vist að við förum betur með það líf? fyrst við gerðum ekki betur í þessu lífi, af hverju ættum við að gera eitthvað betur í því næsta?! og er eitthvað of seint að bæta fyrir gjörðir sínar...? er ekki bara ástæða til að læra af mistökum sínum, læra af reynslu sinni, þakka það sem maður hefur fengið og gera gott úr því sem eftir er... horfa bjartur til framtíðar?! hver þarf níu líf ef hann gerir þetta líf að níu sinnum betra lífi?! bara með því að brosa örlítið oftar... hlæja örlítið meira...
það er alveg eins víst að brjálaður ökufantur keyri mig niður þegar ég labba yfir kringlumýrarbrautina í fyrramálið klukkan níu... en ég ætla ekki að lifa í ótta við það! ég gæti allt eins orðið elliært gamalmenni á Grund... auðvitað vonum við flest öll að við náum háum aldri og upplifum sem mest...
enginn veit sína æfina fyrr en öll er...
en það er undir hverjum og einum komið hvernig hann notar þetta líf.
ég ætla að reyna að brosa meira í dag og enn meira á morgun... og ef ég skildi gleyma því, viltu þá minna mig á það?!

takk fyrir takk og takk fyrir að vera til!