17.4.08

það er margt í mörgu

...í maga Ingibjörgu (eins og pabbi er vanur að segja)

og þannig er það nú bara... það er ekki neitt eitt rétt eða bara eitt sjónarhorn á neitt... allt hefur ólíkar hliðar, misjafna vinkla...
og það gerir það svo skemmtilegt!
og hættulegt!

skemmtilegt af því möguleikarnir eru endalausir! Í alvörunni! ef maður skoðar nógu vel!!!
og það er einmitt hættan... að maður bara eyði vikum og dögum að skoða eitthvað ... aðeins of vel, eitthvað sem kannski ætti ekki að gera svo mikið mál úr...
en stundum þurfum við bara svo mikið að hugsa...

það er t.d. hægt að ákv. bara að fara út í búð og kaupa 1 snúð
en.. það er líka hægt að ákv að fara í bakarí og kaupa snúð
eða fara á næstu bensínstöð því þar fást oft snúðar...
svo má velta fyrir sér hvar sé best að fara, hver geri bestu snúðana, hvort þeir eru nýir, hvort betra sé að fara í þetta bakarí eða hitt, hvaða leið sé best að fara, hvenær dagsins er best að fara, hvernig snúður þetta á að vera, kanilsnúður eða snúður með glassúr og þá hvernig glassúr og er hann úr hvítu hveiti eða heilhveiti og hvað er hann stór og kannski viltu að það sé búið að gera broskall á hann eða kannski langar þig bara ekkert svo mikið í snúð eða langar þig í snúð og hvernig veistu hvað þig langar í og hvað ætlaru að drekka með honum? mjólk eða kókómjólk eða kaffi eða hvað og ætlaru að taka hann með þér heim eða borða hann strax og ætlaru að troða honum í þig eða taka einn bita í einu og hvað ætlarðu að tyggja hvern bita oft og kyngja stórum bita í einu og hvað ef það stendur nú í þér, er þá einhver til að slá á bakið á þér og er þá kannski öruggara að borða hann í búðinni eða bakaríinu eða ætlaru að taka áhættuna og fara heim með hann og njóta hans upp í sófa eða er kannski meira kósí að sitja upp í rúmi með bók eða ætlaru að snæða hann á meðan þú lest moggann inni í eldhúsi eða færðu kannski ekki moggann?
sko, ég get haldið endalaust áfram...
en einfaldast væri bara að fara og kaupa snúðinn og étann!

sum mál er einfaldlega hægt að flækja um of með að hugsa of mikið um þau...
en svo eru önnur og kannski flóknari (og þó ekki endilega) mál sem getur verið betra að hugsa aðeins um og skoða sem flestar hliðar á áður en maður veður í það...

jájá... en alla vega,
ég segi bara verði ykkur að góðu og...

Ingibjörg?
hver er þessi Ingibjörg? var hún að borða snúð?
hvernig snúð?