23.12.08

Gleðileg jól!

Elsku hjartans vinir!

það er margt sem ég hef vanrækt þetta árið... Vini mína, fjölskyldu, heilsuna, heimilið, áhugamálin, bloggið, sjálfa mig...

brostin athyggli...
blind á bókina...
gullfiskaminni...

svolítið mikil óreiða á öllu...!

það er víst ekkert nýtt!

Einhverstaðar segir: Lengi má manninn bæta.
Það ætla ég svo sannarlega að vona að sé rétt! og það er einlægt markmið mitt fyrir lífið að vera stöðugt að bæta mig... það er þá alltaf örlítil von um að ég hringi kannski örlítið oftar á næsta ári... eða kíki í heimsókn, eða sendi jólakort!!!
kannski tekst mér að læra loksins alminnilega á gítarinn, kannski fer ég oftar á hestbak, á fjöll... kannski verð ég skipulagðari og stundvísari, kannski verð ég sparsamari, kannski verð ég glaðari, sáttari í sálinni...
og kannski verð ég bara sama gamla tuggan sem er búin að lofa gulli og grænum skóum svo oft og svo oft...

svo oft og svo oft hefur púkinn setið á öxlinni á mér...
svo oft og svo oft hef ég hlýtt honum...

í mörg ár hef ég gengið með hann í maganum..
í mörg ár hef ég kennt honum um ófarir mínar
í mörg ár hef ég búið honum skjól og nært hann og alið...
í mörg ár hef ég ekki verið nema hálf... og aldrei alveg ég sjálf..

ég ætla alltaf að losna við hann... svo ég geti verið betri... svo ég geti verið góð við alla sem eru góðir við mig... svo ég geti endurgjaldað alla þessa vinsemd og hlýju... svo ég verði alminnileg manneskja..
en hann er alltaf þarna...

mig langar að eiga fleiri góðar minningar en slæmar...
fleiri gleðistundir...
hlæja meira..

ef maður hefur markmið sín skýr og geymir þau vel í hjarta sínu og stefnir á þau ótrauður þá nást þau einn daginn... bara ef maður vill það nógu mikið... og hreyfir sig í áttina að þeim!

ég á mér markmið
og ég stefni ótrauð á það..

Elsku vinir mínir, elsku fjölskylda mín, elsku allir!
Mér þykir óendanlega vænt um ykkur! þið eruð mér mjög mikils virði!
það er ómetanlegt að vita að maður getur fengið alls staðar faðmlag, góð ráð, bros...

ég bið ykkur að fyrirgefa mér allar fýlustundirnar... óþolinmæðina... að ég hringi ekki... kem ekki... skil ekki...

það kemur að því!
ég veit það...

ég veit það af því að það er alltaf að glitta meira og meira í gömlu góðu Ólöfu... óstjórnlega stríðna en feimna grallaraspóann sem bullar út í eitt, fíflast og hlær... amk. við hátíðleg tækifæri...

og með því óska ég ykkur Gleðirlegra jóla!!!!
megi komandi ár vera full af kátínu og þroska og allir ykkar dagar umvafðir ljósi og kærleika!

20.10.08

Siggi var úti...

...á þekju í fyrirlestrartíma í dag!  alveg satt!
facebook spacebook... hvað er nú það??? eins og Richard Shechner sé ekki miklu meira spennandi??!?!
já... ég ætla að segja ykkur svolítið frá honum Sigga bekkjarbróður
ég lofaði því nefnilega í dag...
hann er stór...
bara næstum jafn stór og ég!
og hann er kátur og rosa klár í bolta
og hann er kisa... eins og ég... það segir Ólöf íþróttakennari a.m.k. ... af því við erum svo snör og fim í snúningum... en hann er meira svona heimilisköttur... ekki villiköttur eins og ég... 
það er samt allt í lagi.. hann er nefnilega svona heimilisköttur sem fer stundum út og labbar allan hringinn í kring um húsið!!!
svo er hann líka feikna söngvari! Það komast sko ekki margir með tærnar þar sem hann hefur hælana hvað það varðar!  
og hann er sniðugur...
rosa sniðugur!
og tekur sig með eindæmum vel út í matrósarfötum!!!  svo ég tali nú ekki um á mótórhjóli í leðurjakka!

yfir og út
enginn með stút (á munninum þó Snæja raddkennari yrði eflaust bara ánægð með það... eins mikinn spíss og hægt er... helst yddara!)


21.9.08

o jæja

hingað kom ég...
en hafði ekkert að segja

6.9.08

ég er á leiðinni

alltaf á leiðinni...
að fara að laga bloggið...gef mér bara ekki tíma... þarf að hressa upp á þetta.. setja myndir, laga tengiliðalistann...
og fleira og fleira..

en annars er það að frétta að Ólöf er að vakna til lífsins... skriðin úr sumarhýðinu... farin að vera á meðal fólks... kominn í skólann aftur.. .meira að segja farin að tala mannamál... eða svona... gerir sig alla vega nokkurnvegin skiljanlega... verð að viðurkenna að það voru smá örðuleikar í fystu... enda búin að vera týnd og tröllum gefiin svo lengi...
hver veit nema stelpan bregði sér meira að segja í dansskóna einhvern daginn við gott tækifæri...!

8.8.08

ammli ammli ammli

jahá... jibbí og joddillijeij!!!
þá er komið að þeim stórmerka árlega viðburði að ég, pottormurinn sjálfur með puntstráið í munnvikunm, á afmæli! já, verð bara hvorki meira né minna en tuttugogss.... uhum.. já og það held ég nú!
blóm og kransar afþakkaðir... en vinsamlegast geriði nú eitthvað ykkur til yndis og ánægju á þessum dýrðar drottins degi!
hef það ekki lengra að sinni...
en ef þið sjáið einhvern hangandi í blöðrubúnti, fljúgandi yfir land og mið á morgun þá er það sennilegast afmælisbarnið að missa sig í dagdraumunum...

16.6.08

sól sól skín á mig...

hvar er þessi rigning sem hann er alltaf að spá?
ég bara spyr?

maður er að verða eins og skósóli...
bakaður inn að beini... úff...
ég er sko ekki hitabeltisdýr.. það er á hreinu...
eins og mér finnst yndislegt að hafa sólina þá vil ég nú helst hafa smá golu með líka... annars bara lek ég niður eins og smér...
fyrir utan að ég virðist vera efst á matseðli lítilla vængjaðra kvikinda sem smjatta mikið á eyrum, troða sér í augnkróka og fylla öll vit... ef skordýr eru jafn próteinrík og menn vilja meina þá þarf ég sko engan próteinsjake... hihi...

annars er allt í sóma... og blóma
hleyp um með garðkönnuna á lofti til að kálið mitt soðni ekki áður en það kemst í pottinn...
og hottast á hesti þegar kvöldkolan er komin

þar til næst
sumarkveðjur

13.5.08

með rassinn upp...

í loft og nefið á kafi í moldarbingnum...

þannig er ég búin að vera síðustu daga! Fyrst tókum við okkur til og hreinsuðum matjurtagarðinn minn... svo hjá pabba og mömmu! stinga upp og moka og setja sand og hænsnaskít og tína hverja einustu illgresisörðu úr beðunum sem við svo sáðum í gulrótum og grænkáli og spínati og klettasalati og svo verða þarna kálhausar og blómkálshausar og brokkolí og kartöflur og radísur og skrautkál og allt sem hugurinn girnist!

og svo eru kryddjurtirar farnar að spretta í pottunum og jarðaberjafræin að vakna...

rabbabarinn er farin að taka við sér..

og graslaukurinn... hellingur af honum... ef einhvern vantar...

og hundasúrur!

rifsber og bláber og sólber...

og alsber...
já, alsber stelpa í sturtu að skola af sér moldarhaugana...

17.4.08

það er margt í mörgu

...í maga Ingibjörgu (eins og pabbi er vanur að segja)

og þannig er það nú bara... það er ekki neitt eitt rétt eða bara eitt sjónarhorn á neitt... allt hefur ólíkar hliðar, misjafna vinkla...
og það gerir það svo skemmtilegt!
og hættulegt!

skemmtilegt af því möguleikarnir eru endalausir! Í alvörunni! ef maður skoðar nógu vel!!!
og það er einmitt hættan... að maður bara eyði vikum og dögum að skoða eitthvað ... aðeins of vel, eitthvað sem kannski ætti ekki að gera svo mikið mál úr...
en stundum þurfum við bara svo mikið að hugsa...

það er t.d. hægt að ákv. bara að fara út í búð og kaupa 1 snúð
en.. það er líka hægt að ákv að fara í bakarí og kaupa snúð
eða fara á næstu bensínstöð því þar fást oft snúðar...
svo má velta fyrir sér hvar sé best að fara, hver geri bestu snúðana, hvort þeir eru nýir, hvort betra sé að fara í þetta bakarí eða hitt, hvaða leið sé best að fara, hvenær dagsins er best að fara, hvernig snúður þetta á að vera, kanilsnúður eða snúður með glassúr og þá hvernig glassúr og er hann úr hvítu hveiti eða heilhveiti og hvað er hann stór og kannski viltu að það sé búið að gera broskall á hann eða kannski langar þig bara ekkert svo mikið í snúð eða langar þig í snúð og hvernig veistu hvað þig langar í og hvað ætlaru að drekka með honum? mjólk eða kókómjólk eða kaffi eða hvað og ætlaru að taka hann með þér heim eða borða hann strax og ætlaru að troða honum í þig eða taka einn bita í einu og hvað ætlarðu að tyggja hvern bita oft og kyngja stórum bita í einu og hvað ef það stendur nú í þér, er þá einhver til að slá á bakið á þér og er þá kannski öruggara að borða hann í búðinni eða bakaríinu eða ætlaru að taka áhættuna og fara heim með hann og njóta hans upp í sófa eða er kannski meira kósí að sitja upp í rúmi með bók eða ætlaru að snæða hann á meðan þú lest moggann inni í eldhúsi eða færðu kannski ekki moggann?
sko, ég get haldið endalaust áfram...
en einfaldast væri bara að fara og kaupa snúðinn og étann!

sum mál er einfaldlega hægt að flækja um of með að hugsa of mikið um þau...
en svo eru önnur og kannski flóknari (og þó ekki endilega) mál sem getur verið betra að hugsa aðeins um og skoða sem flestar hliðar á áður en maður veður í það...

jájá... en alla vega,
ég segi bara verði ykkur að góðu og...

Ingibjörg?
hver er þessi Ingibjörg? var hún að borða snúð?
hvernig snúð?

9.3.08

á morgun

segir sá lati...
og svo kemur morgundagurinn og það er einhvernveginn alltaf betra að fresta hlutunum til næsta dags.. eða er það ekki?
ég veit ekki...
fyrr en varir er liðin vika..
hálfur mánuður, mánuður, tveir..
ár!
og enn þá er best að gera þetta bara á morgun!

hvað ef á morgun væri í gær? þá hefði verið best að gera það í gær... og á morgun hefði verið best að gera það í dag af því á morgun er í dag í gær...
eða myndi maður bara halda áfram að segja hefði þurft að gerast í gær...
það gengur samt ekki upp því þá var það í gær.. og svo fyrradag... og fyrnist að lokum... en samt er það alltaf ógert...
slæm leið!

núna...
núna væri miklu nær! núna er rétti tíminn... núna er best! ef það er ekki best er best að gera það best og ef það er ekki tími er best að finna því tíma, því með lagi má allt við hafa... og það er svo miklu betra á morgun að vera búin eða byrjaður! og það sem meira er... okkur líður betur með sjálf okkur að slá ekki hlutunum á frest...
það er kannski ekki alltaf þægilegt að takast á við verkefnin... þau eru snúin, vaxa okkur í augum, krefjast mikils af okkur... en þau verða ekki flúin! hversu lítil eða stór þau eru... ógert er ógert!
og jafnvel þó verkinu verði ekki lokið á einum degi... hálfnað verk þá hafið er segir einhverstaðar... það er nefnilega oft mesta málið að hafa sig af stað.. svo er eftirleikurinn ekki svo slæmur!

humm.... já! ég ætla að byrja núna! ekki telja mér trú um að á morgun hennti aðstæður betur... eða jafnvel bara að það sé betra að byrja í kvöld...nei... núna er einmitt rétti tíminn! Bara einmitt núna!

ég þarf bara aðeins að gera svolítið annað fyrst...

20.1.08

ég á lítinn skrítinn...

hvernig er þinn skuggi á litinn?

3.1.08

framundan

um sólgula vegi
ganga glöðum fótum
þeir sem hafaheiðríkju í sinni
en hafi menn lokað
sunnu sína inni
ekki er von á öðru en ...
malbiki