27.10.07

eitthvað að hugsa um...

hvað er ofbeldi?
hvenær teljast ýtrekaðar ýtingar vera ofbeldi?
hvað er andlegt ofbeldi?
en líkamlegt?
kynferðislegt?
hver er byrtingarmynd þess?
er það einhvertíma ásættanlegt?
hvað má?
hvað má ekki?
er í lagi að stugga við fólki ef þú reiðist?
máttu flengja börnin þín?
en gefa þeim á hann?
hvenær er maki þinn of harðhenntur?
hversu mikið ertu að fyrirgefa?
gengur þú kannski helst til oft á dyrakarma og skápahurðir?
eru vinir þínir alltaf að gera lítið úr þér?
eru það vinir þínir?
af hverju læturu þetta yfir þig ganga?
síðan hvenær var nei eitthvað annað en nei?
hversu langt vilt ÞÚ ganga?
hvar eru þín mörk?
eru þau virt?
hversu oft ert þér kennt um það sem miður fer?
af hverju éturu kúk þegar vinur þinn biður þig um það?
við hvað ertu hræddur?
hver hefur rétt til að vera dónalegur?
eru augnhvarmar þínir tárvotir?
af hverju?

af hverju lætur fólk þetta yfir sig ganga?
er það af því að það vill ekki standa upp og segja hingað og ekki lengra.. bregða fyrir sig höndum, berjast á móti...
nei, þetta var allt saman bara óvart...
og hví skildi maður beita ofbeldi á móti... þá er maður ekkert betri sjálfur...
svo á maður þetta hvort eð er skilið
er það ekki?!?