11.11.07

allir hafa rett a sinni skoðun...

Ég elska manneskepnuna og misjafnar skoðanir hennar...
...en það getur stundum verið svolítið erfitt að skilja þær!

5.11.07

við gefumst aldrei upp..

þó móti blási!

það er eitthvað svo hvasst þessa dagana... alltaf þessi mótvindur sem feykir manni til og frá á veginum.. rykkir í mann... kemur í kviðum og nánast stoppar mann í þeim hvössustu... þið vitið... þegar maður er alveg að því kominn að öskra á hann að hætta þessu og láta ykkur í friði... leyfa manni að vera í friði!
öskra eins og lungun leyfa...

en hann gleypir öskrið hvort eð er..

þess vegna reyni ég að bíta í tunguna á mér... láta hann ekki koma mér upp rokrassgatinu atarna... anda frekar inn í þetta... það var ég sem lagði af stað út í rokið... ég gat nú alveg sagt mér að það sjálf að það yrði ekki tóm lognmolla...
það er hvergi í lífinu lognmolla...

málið er bara að gefast ekki upp... láta ekki rokið ergja sig... geðvonskan hleypir bara kappi í vindinn og blæs honum þrótt... ekki er það til bóta...
það væri nær að taka vindinum fagnandi... kannski feykir hann manni á vit nýrra ævintýra... kannski út af veginum... en kannski er líka eitthvað spennandi fyrir utan veginn...

hver er líka hrifinn af þessum endalausu beinu breiðu vegum... það eru til aðrar leiðir á leiðarenda! ..af hverju að eiða púðri í að öskra upp í vindinn þegar maður gæti látið hann blása sér kraft í brjóst... styrkja sig..

ég ætla að fylla lungun af þessu ferska lofti og vita hvort ég takist ekki bara á loft... svona blæs hann í dag... sjáum hvert það leiðir mig...