28.11.05

?

af hverju birtist það sem ég var að skrifa ekki á forsíðunni minni??? ég botna ekkert í þessu bloggi stundum!
ojæja...

að vera það sem maður er...

fólk er alltaf í einhverju kapphlaupi við að vera eitthvað... eitthvað annað en það sem það er...
öllum liggur svo mikið á að verða eitthvað að þeir týna sjálfum sér á leiðinni...
ég fór á Harry Potter um helgina. Ég var sko ekki svikin...! Harry Potter stendur fyrir sínu...
alveg sama hversu hörð keppnin um eldbikarinn var... alltaf var hann tilbúinn að fórna honum fyrir vini sína...! og það er sko meira en margur getur sagt... það er nefnilega hægt að öðlast orðstýr með öðru en stórsigrum og merkilegheitum... það má líka öðlast orðstýr með einlægni og vináttu...
mér finnst það bara eitthvað svo mikilvægt... að láta hjartað ráða för... og við þurfum að minna okkur á það reglulega! ekki síst núna fyrir jólin... þegar allir eru eitthvað að keppast við að taka jólin með trompi...
svo ég vitni nú í aðra hetju með stórt hjarta... ja hann var það nú reyndar ekki fyrst... en þau komu jólin... jafnvel þótt hann hefði stolið öllu steini léttara úr Þeim bæ... og þá varð Trölla ljóst að þau snérust um eitthvað allt annað en gjafir og jólasteik og skraut og fínerí...
...það er nefnilega svo mikilvægt að vera bara maður sjálfur...
ja... við erum nú flest svolítið tvístígandi þegar kemur að því að skýra hver við erum... hvað við erum... hvernig við erum... en við erum öll... án orða...
... við erum það sem við gerum, það sem við skynjum, skiljum, tjáum... viljum og þráum, hugsum...
... öll okkar hegðun mótar okkur... og þá má spurja... já en er það þá ekki bara að vera maður sjálfur að keppast við að ná á toppinn... fyrst það er það sem mann langar...
æ... sko... jú en samt nei... við látum nefnilega svolítð blekkjast... við látum nefnilega svolítið segja okkur hvað við viljum og hver við erum og hvers við þörfnumst og hvert við stefnum...
samfélagið knýr okkur áfram i stöðugu kapphlaupi...
við óttumst álit annarra...
látum blekkjast af fögrum loforðum...
...látum telja okkur trú um að við þurfum að komast á toppinn til að sýna öllum hvað við erum og hvað við getum og hvers við erum megnug...
... ég held að þeir séu mest megnugastir sem halda áfram að vera þeir sjálfir... sem standa af sér þennan stórsjó... og vakna til móts við hvern dag með það á vörunum að hér er ég... svona er ég og ég þarf ekki að sanna það fyrir neinum, ég er bara ég og ég er bara svona, einmitt eins og ég er...
...af hverju að fá komplexa yfir því að vera ótilhöfð í dag...? hafði einfaldlega ekki tíma til þess... er samt alveg jafn sæt... bara án farða...
... af hverju að afsaka hvað tölvan heima er hægvirk og lengi að opna skjalið...? Þú hefur einfaldlega ekkert við dýrari og fullkomnari tölvu að gera...
... af hverju að afsaka draslið í íbúðinni...? þú hefur bara haft um nóg annað að hugsa..
... af hverju að finnast maður vera heimsins stærsti fáviti og draga sig út úr umræðunni um nýjustu þingsályktunartillöguna..? þú hefur einfaldlega önnur áhugamál...
...af hverju að skammast sín fyrir að vera enn þá í sömu úlpunni 4 veturinn í röð...? hún er einfaldlega svo hlý og góð..!
... af hverju að fá minnimáttarkennd þegar maður mætir verðbréfasalanum og konunni hans með bónuspokann þinn í hendinni...? hey! allt er hey í harðindum!
..það sem ég er að reyna að segja... við erum öll alltaf að miða okkur við aðra, bera okkur saman við aðra og oftar en ekki dregur það bara úr okkur... þannig erum við ómeðvitað að segja undirmeðvitundinni okkar að við séum á einhvern hátt ekki að uppfylla hinar og þessar kröfur og förum ósjálfrátt að reyna að gangast undir þeim...
..og það er einmitt þá sem við hættum að vera það sem við erum..
..en það er aldrei of seint að snúa við...
sjálf hef ég ekki hugmynd um það hver ég er... en ég er ég...! og ég er ekki ég af ástæðulausu... það er nefnilega svo dæmalaust gott að ég er ég og þú ert þú og við erum eins og við erum.. og ekki eins.. því halló... heimurinn væri nú heldur betur einsleitur ef allir væru eins!
og ekki misskilja...
það að vera öðruvísi... það er ekki endilega að vera maður sjálfur ef maður er öðruvísi til að vera öðruvísi...
...fyrir utan að hver er öðruvísi ef enginn er eins...???

við sofum á því... :O)
yfir og út

24.11.05

timi til að vakna...

Þegar allt er einhvernveginn ómögulegt og öfugsnúið kemur alltaf einhver og bjargar manni... ! Hún þarf svo lítið, gleðin, til að vakna af værum svefni...
..ég held hún hafi sofið yfir sig síðustu daga.. en hún vaknaði hress og kát áðan, teygði úr sér um allan kroppinn og veistu... hún hefur eitthvað svo hlýja og notalega nærveru, gleðin.
...hitta gamlan vin, gleðja og vera gladdur...

22.11.05

hver stal kökunni...

...eða ætti ég að segja senunni...
ég var svo mikið að hugsa um það um daginn... hvað fræga fólkið lætur frægðina stundum stíga sér til höfuðs... og ekkert bara fræga fólkið.. líka fólkið sem heldur að það sé frægt af því það komst á síður séð og heyrt...
alla vega ... verandi kaffibarþjónn afgreiðir maður alls kyns fólk... ríka og auralausa... þakkláta og vanþakkláta... og oftar en ekki koma þar þekktir einstaklingar... Sumir eru ekkert nema kurteisin. Spjalla við mann eins og hinir óbreittu kúnnarnir og jafnvel ganntast í manni... yfirleitt er það nú samt á hinn veginn... því miður... þeir eru þurrirr eins og harðfiskur, setja upp merkilegan svip og gæta þess að segja ekki meira við þennan ómerkilega kaffibarþjón en nákvæmlega bara það sem þeir neyðast til að segja... hvaða kaffi þeir ætla að fá.. hvað eru þeir hræddir við?! þetta er fólkið sem er sífelltt í ótta við að einhver steli af þeim senunni... er það ekki???
allar þessar vangaveltur mínar spruttu út frá spurningu minni um það hvort ég vildi verða leikari... ég komst nefnilega að því að eins vænt og mér þykir um alla ástsælu leikarana okkar... þá eru því miður margir þeirra í sífelltu senukapphlaupi... þ.e. að passa kúlið... tapa ekki senunni.... og hey... hvað veit líka svona lásí kaffibarþjónn um listina að leika... ég meina...
það skelfdi mig! já... mig langar ekki að vera eitthvað merkikerti!!! ég er ekki betri en neinn annar... og ég vil ekki halda að ég sé betri en neinn annar! svo hvað er ég þá að pæla í að verða leikari... En hey,,, ekkert er bara svart eða hvítt... það eru líka til leikarar sem bera svolítið meira þroskamerki... og þeir eru sko ekkert að hefja sig yfir okkur hin.. nei... gantast í manni og já... eru bara mannlegir! ... og þá einmitt mundi ég eftir þeim... og þá fór ég að hugsa aftur... og já... ef maður er nógu meðvitaður um þetta... ætli maður geti þá ekki alveg komist hjá því að láta rigna upp í nefið á sér...
ég kemst samt ekki hjá því að vera hrædd... já.. alveg skíthrædd... ekki bara skíthrædd um að komast yfir höfuð ekki inn í leiklistarskóla,... skíthrædd um að vera ekki nógu góð... þá er ég líka skíthrædd um að ef ég nú kemst inn... þá verði ég svo montin með það að ég gleymi öllum í kring um mig og verði eitt stórt ég... í guðana bænum kippiði í mig ef það nokkurtíma mun gerast...!!! ég vil ekki verða svona...
...ég vil bara vera ég... gamla góða Ólöf...
og já... þessum pælingum er síður en svo lokið... það er nefnilega ástæðan.. hver er ástæðan... af hverju lætur fólk frægðina vaxa sér yfir höfðu... eða er það yfirleitt eitthvað frægt... ég meina fréttafólkið í sjónvarpinu er það frægt.. nei, meira þekkt... þekkt andilit... og eru þá þessi merkilegheit kannski engin merkilegheit heldur er fólk kannski að forðast starandi augnaráð almennra borgara sem hugsa hey,, er þetta ekki þessi úr sjónvarpinu... eða hey, þetta er þessi úr sjónvarpinu, vá... hann er líka venjulegur.. ætli ég geti þetta? eða... ooo... ég vildi að ég væri svona... þetta er nefnilega fólkið sem við lítum upp til... oft á tíðum alla vega... fólkið sem við ímyndum okkur að sé svo frábært að vera... en úff.. ekki held ég að það sé svo frábært að fara út úr húsi og þurfa helst að vera með hauspoka til að geta verslað í bónus... eða hvar það nú er sem maður vill drepa niður fæti... ég meina... er það ekki svaka fréttnæmt út af fyrir sig að fara út úr húsi... en hvar var ég nú, já... að vera á flótta... er þetta fólk kannski bara svona þurrt og stíft af því það er í vörn... er að verja sig fyrir stöðugum ágangi okkar...
ætli þetta sé ekki bara allt í bland... þið vitið.. svona sitt lítið af hverju...
...það er bara svo sorglegt þegar svona yndislegt fólk lætur frægðina stíga sér til höfðus og gleymir því hvað það er, hvað það var og hverjir voru þar líka.. við hin...og það er einmitt það sem við ætlum ekki að gera... sama hvort við verðum lögfræðingar, leikarar, stjórnmálamenn, erfðatæknar, fyrirtækjaeigendur,moldríkir bankastjórar, arkitektar, heimavinnandi húsmæður, kennarar eða hvað... við ætlum ekki að gleyma hver við erum!
...jafnvel þó við vitum kannski ekki alveg hver við erum...
og þegar öllu er á botninn hvolft... hver er þá að stela senunni...
ha ég... ekki satt... hver þá? einhver annar stal sennunni af liðinu í gær... ha ég ... já þú... ekki satt... hver þá.. og ef þetta er ekki sagan endalausa... hver þá?

19.11.05

vefraus

ég var að hlusta á útvarpið í dag og þar var viðtal við ágæta konu sem ásamt öðrum hefur stundað að íslenska tölvuorð... það er meira að segja búið að gefa út tölvuorðabók... alla vega... að blogga... er sem sagtt að rausa á vefnum... blogg er sem sagt vefraus! hihi... þannig að ég er í raun bara að rausa hérna einhverja vitleysu!!! hvað segið þið um það!? það voru lika fleiri skemtileg orð eins og lýðnet og eitthvað svoleiðis... að skrolla er að skruna...
nóg um það ... ég var að koma úr partý hjá Sigga Arent... það var mjög gaman... við fórum samt fljótlega niður í bæ og ég fór held ég fyrst heim... ég var bara svo þreytt... það var ekki einu sinni sniðugt... geispigeisp...
ég heimsótti líka Hildi... kisurnar hennar eru æði!!! ég eignaðist sko nýja vinkonu þar... hana Ronju!!! og Lottu... þær eru sko algjör kelidýr... krúsilús...
á morgun ætla ég svo heim í sveit., ohh.., hvað ég hlakka til... ég ætla að fara í bíó með litlu frænku... knúsa alla og kissa og svo fer ég með fulla ferðatösku af fötum handa frænda litla frá Alex frænku...
en nú verð ég að fara að koma mér í bólið... ég er úldin eins og ég veit ekki hvað... algjör sibbilubb...
geisp og gól
brátt koma jól...
góða nótt...!

11.11.05

Það held eg nu...

Ég held að einhver sé að reyna að stytta sýninguna um eina senu... tvö síðustu skiptin hefur bara hreinlega vantað eina senu í leikritið! Ljósin fóru alveg með það í gær... en daginn þar á undan, ja... hvað get ég sagt.. nefnum engin nöfn en hún gleymist ekki aftur sú sena... hihihi.... sýningin í gær var samt mjög góð... gott flæði og sumar senurnar hafa hreinlega aldrei verið betri... persónurnar eru svo sannarlega að þroskast innra með okkur enn þá!

já... það held ég nú...

já... og svo er taka tvö í frumsýningarpartý um helgina... fólk var heldur duglegt við að brynna músum síðast... þeir sem ekki misstu það svona upp úr 4 ... hihi... já... eða voru hreinlega alveg úti að aka frá fyrsta sopa... hihihi... það var alla vega ekki ég sem lá hlæjandi í gólfinu í þetta skiptið! ...en svona í alvörunni... þið eruð alveg frábær!
...verst að komast ekki á laugardaginn... ég get varla á mér heilli tekið... hver á þá að halda uppi fjörinu?? ég meina... ef það vantar aðal fjörkálfinn...! eða á ég að segja ölkálfinn... (humm... ég er að átta mig á því núna að þetta var kannski eitthvað sem þið áttuð ekki von á... þ.e. þið sem eruð ekki í Stúdó... hehemm... ég já.. nei.. uss... hihi... uss... púnktur, basta, ræðum það ekki meir..)

10.11.05

ein voða vitlaus...

vá! mér tókst að búa til blogg! Í þessum töluðu orðum er bloggarinn mikli að rifna úr stolti... ég sem venjulega fristi allar tölvur úr amk þriggja metra fjarlægð og þær sem þýðast mig öskra... this program has preformed an illegal operation and must be shut down... Ég er svo glöð! haha... ég er að komast í hóp alvöru tölvunörda... ;O)
en eins og með allar framfarir býr eitthvað að baki... já... sko ég er svo ódugleg við að segja fólki hvað ég er að gera.. hafa samband og svona... það er alltaf svo mikið að gera... en sem sagt... nú getið þið lesið um það og ...
... það sem allt snýst um núna... BLÓÐBERG...!!!!!!! kíktu á http://sl.hi.is og veldu þér sýningardag! þið verðið að koma...! þetta er svo grátlegt! ...hehe... já... grátlegt... þetta er sorgleg sýning... en hey... ég er í henni! og ég er með slaufu í hárinu... er það ekki nóg ástæða til að koma..
uss... ég er með munnræpu og skrifofvirkni á háu stigi.. þetta byrjar ekki vel...

bless á meðan!