9.3.08

á morgun

segir sá lati...
og svo kemur morgundagurinn og það er einhvernveginn alltaf betra að fresta hlutunum til næsta dags.. eða er það ekki?
ég veit ekki...
fyrr en varir er liðin vika..
hálfur mánuður, mánuður, tveir..
ár!
og enn þá er best að gera þetta bara á morgun!

hvað ef á morgun væri í gær? þá hefði verið best að gera það í gær... og á morgun hefði verið best að gera það í dag af því á morgun er í dag í gær...
eða myndi maður bara halda áfram að segja hefði þurft að gerast í gær...
það gengur samt ekki upp því þá var það í gær.. og svo fyrradag... og fyrnist að lokum... en samt er það alltaf ógert...
slæm leið!

núna...
núna væri miklu nær! núna er rétti tíminn... núna er best! ef það er ekki best er best að gera það best og ef það er ekki tími er best að finna því tíma, því með lagi má allt við hafa... og það er svo miklu betra á morgun að vera búin eða byrjaður! og það sem meira er... okkur líður betur með sjálf okkur að slá ekki hlutunum á frest...
það er kannski ekki alltaf þægilegt að takast á við verkefnin... þau eru snúin, vaxa okkur í augum, krefjast mikils af okkur... en þau verða ekki flúin! hversu lítil eða stór þau eru... ógert er ógert!
og jafnvel þó verkinu verði ekki lokið á einum degi... hálfnað verk þá hafið er segir einhverstaðar... það er nefnilega oft mesta málið að hafa sig af stað.. svo er eftirleikurinn ekki svo slæmur!

humm.... já! ég ætla að byrja núna! ekki telja mér trú um að á morgun hennti aðstæður betur... eða jafnvel bara að það sé betra að byrja í kvöld...nei... núna er einmitt rétti tíminn! Bara einmitt núna!

ég þarf bara aðeins að gera svolítið annað fyrst...