18.6.06

gripin eldmóði..

Hvað er það sem gerist þegar heilinn yfirfyllist af ákveðnu verkefni og ekkert kemst að annað...?
Þegar flæðir út um öll vit þessi ákafa löngun til að læra og gera og hella sér út í eitthvað...
Þegar maður er viss um að þetta sé málið...

Ég er svolítið þessi sem verð gripinn áköfum draumórum af og til...
kannski aðeins oftar en af og til...

ég er nefnilega þannig gerð að ég er alltaf að uppgötva hjólið... já, þetta ætla ég að gera! þetta ætla ég að hella mér út í!
... og svo líður og bíður og áður en ég veit af er ég búin að finna ný mál... ný ský til að svífa á ... nýja drauma...

og alltaf er það jafn fjarstæðukennt...

en einhverstaðar undir niðri blunda eldri og staðfastari draumar... eldar sem aldrei slokkna...
Háfleyg og áköf gleymi ég þeim stundum...
...gleymi þeim stundum svo að ég fer fram úr sjálfri mér í einhverju draumkenndu móki, viss um að ég hafi hitt naglann á höfuðið, brotlendi svo og botna ekkert í því..

það er gott að fyllast eldmóð öðru hvoru... en hvert á hann að beinast??
hver er manns sanni eldmóður og hvað eru fráleitir draumórar?
hvenær beinist orka mín og tími að því sem mér er fyrir bestu, sem mér er ætlað?
hvað er mér ætlað? er manni eitthvað ætlað?

hvenær á maður að láta toga sig niður á jörðina og á maður að gera það yfirleitt?
á maður ekki að dreyma? á maður ekki að reyna sig, fljúga og dreyma, þó svo maður komi yfirleitt niður á jörðina aftur... amk. tímabundið...

ég held stundum að ég reyni of mikið að vera það sem ég held að fólk vilji að ég sé... þá meina ég... að ég reyni of mikið að standa undir væntingum fólksins míns... að ég reyni of mikið.
Ég þarf að vera.

Og af því ég er alltaf að reyna... reyna og mistakast, fljúga og falla, þá leita ég alltaf nýrra drauma, nýrra leiða, í stað þess að hlusta á snarkið í glóð sem enn þá logar innra með mér og segir mér hvar hugur minn er raunverulega falinn.

Hvar er hugur minn raunverulega falinn?
Hvers vegna er svona erfitt að greina á milli þess sem frá manni sjálfum er sprottið, hreint og ómengað af annarra skoðunum og áliti.., og því sem frá öðrum er komið...
Hvað vil ég? og það sem meira er, hver er ég?

Þann dag verð ég hamingjusöm þegar ég kemst að því hvað ég raunverulega vil og hvað ég hef talið mér trú um að ég raunverulega vilji... því þar get ég svo sannarlega skrifað langann lista yfir flugferðir, lengri og styttri, sem allar hafa þó víkkað sjóndeildarhringinn ...

þangað til held ég áfram að svífa um á draumkenndu skýi... telja mér trú um að ég hafi fundið minn stað... held áfram að hella mér út í verkefni sem skila mér aftur á jörðina... held áfram að detta, standa upp og detta...

... það er svo ferlega gaman að fljúga...
...fyllast ákafa, fljúga, detta...
...standa upp aftur full af eldmóð... og detta

13.6.06

hver á sjens?

...við virðumst alltaf telja að við eigum ekki sjens...
en ef enginn á sjens.. af hverju eru þá allir með öllum...
og ef þeir áttu ekki sjens hvað áttu þeir þá?

biðlund eða örvæntingu?

það hugsa allir glætan ekki ég...
en við eigum öll sömu tækifæri... einhvern sjens..
það er bara spurning hvenær... hvar...

og samt er svo erfitt að trúa því...
svo auðvelt og freistandi að falla í þann volæðispitt að væla ekki ég...

biðlund

biðlund og svolítil trú og svolítið mikið bara að vera og vera maður sjálfur og trúa á sjensinn þegar hann dinglar fyrir framan nefið á manni... því hver er sjensinn ef maður trúir ekki á hann og lokar fyrir honum augunum...

allt getur gerst en ekkert gerist ef maður trúir ekki á það

svolítið mikið að hugsa ekki...
svolítið meira að vera bara...

sjens...

við eigum öll sjens á að eiga sjens... á að eiga sjens...

sjensinn!