8.11.09

á prjónunum






Jahh.. það er víst alveg rétt að það er kominn tími á nýtt blogg... og svona úr því ég er ekki á fésbókinni heldur þá datt mér í hug að smella hérna inn nokkrum myndum af því sem ég hef verið að dunda mér við.. svona það sem er á prjónunum..

18.4.09

vorið er komið


og grundirnar gróa!
og ég sletti úr klaufunum eins og kálfur út í móa!

ótrúlegt að fyrsta árið í leiklistarskólanum sé að verða búið! ótrúlegt!
og það er kreppa og ég fer bara á kaffihús eins og ég eigi pening... hahaha... þvílík tálsýn... en hvað á maður að gera.. vorið er svo yndislegt og það er svo gott að fagna því!
hvernig á maður líka annars að geta haldið sér vakandi í öllu þessu verkefnafári...

og svo ég villist ekki í þokunni...
þá fékk ég mér vegvísi

4.3.09

bumbufaraldur

þvílík ævintýri!!!
þetta er það sem ég kalla alvarlegan smitfaraldur!
6 bumbur í vinkonuhópnum!
já... ! 6 kraftaverk!
svei mér þá... þetta er bráðsmitandi!
eins gott að passa sig!

þvílík gleði!
þvílík endeimis gleði!

2.2.09

stopp! hugsanavilla!

hver sagði að súkkulaðirúsínur vaxi ekki á tjám?
hver hélt því fram að pottar væru ekki nothæfir sem inniskór?
hverjum datt í hug að standa á tveimur fótum þegar maður hefur tvær hendur?!

stærsta hindrunin í líf manns er maður sjálfur!

ef mig langar að dansa við bleikan fíl, hver segir þá að bleikir fílar séu ekki til?
rökhugsunin..
skynsemin...

iss piss...

það er ekkert sem segir að ég geti ekki dansað við ímyndaðan bleikan fíl!
eða bangsa..
eða alvöru afrískan fíl með rauðu hundana!
nema skvett hafi verið úr málningarfötu yfir hann...

af hverju setur maður ekki bara stundum rökhugsun og "rétt og rangt" hugsun á pásu og hleypir óheftu ímyndunarafli, sköpunarkrafti og ótæmandi lífgleði að...

af hverju ræktar maður ekki bara súkkulaðirúsínutré í garðinum hjá sér?!

ég bara spyr!

2.1.09

Í upphafi árs

í upphafi árs fara menn gjarnan yfir farinn veg.
Ég ætla bara að líta fram á veginn.
Áramótaheitin eru óteljandi en um fram allt þetta: NJÓTTU
þá á ég að sjálfsögðu ekki við að éta rjómapönnukökur og rússnest blinis á hverjum degi... hahaha... það er nú ekki kreppumatur... nei, ég meina bara að njóta þess sem er...
og þess sem maður er...

svo mín ósk til þín á nýju ári er þessi:
að þú njótir þess að vera sá sem þú ert, með öllum og öllu því sem hver stund hefur að geyma!

Gleðilegt nýtt ár!