24.4.06

þegar maður missir sig...

við höfum öll okkar kosti og galla...
erum öll misvel gefin...
höfum okkar takmarkanir...
höfum okkar veiku punkta...
höfum okkar áráttu...

sumir eru slúðurblaðafíklar...
aðrir eru kaffifíklar...
sumir láta sér ekki koffeinið nægja...
einhverjir eru kynlífsþrælar...
aðrir þurfa alltaf að vera með tuskuna á lofti...
sumir eru með hreinlætisáráttu...
sumir eru með líkamsrækt á heilanum...
margir eru með bíladellu...
aðrir hunda-, katta- eða hestadellu...
enn aðrir eru með spilafíkn...
spennufíkn...
matarfíkn...
vinnuþrælar...
svefnpurkur...
fullkomnunarsinnar...
frímerkjasafnarar...
peningapúkar eða kaupóðir...
stelsjúkir.... helsjúkir...
allir eru vel sjúkir... á einhvern hátt...

kannastu ekki við það... hvað það er erfitt að hemja sig... halda aftur af sér... reyna að temja sig...
svo lengi sem bremsurnar eru í lagi þá er engin hætta á ferðum... en ef allt fer úr böndunum... jahh...
það getur engin stoppað fyrir okkur... það getur enginn bæt orðinn skaða...

það getur enginn ráðið við það nema við sjálf og ef við ráðum ekki við það sjálf... ?!

rankaðu við þér...
sjáðu hvað þú ert búin að skemma mikið...
svo vaknar maður upp einn morguninn og áttar sig á því að þó að maður nái að krafsa sig upp úr pittinum...
þá er líkamin sár að innan sem utan...
sálin sundurtætt...
æpandi...
og þó að þú gerir allt til þess að láta þau gróa.. skilja þau eftir sig djúp ör...
djúpstæðar minningar...

og þá erum við kannski ekki að tala um koffeinfíkn... eða frímerkjasöfnun...
nema það fari út í öfgafyllstu öfgar...
hver veit...

misstu þig bara ekki vinur minn...

16.4.06

ég er súkkulaði súkkulaði súkkulaði hæna...

...frá síríus... sírius og nóa...
og ef það er satt að maður sé það sem maður borðar... tja, þá er núverandi ástand mitt súkkulaði...

páskar...

ég held að súkkulaði sé hugarástand...
þú veist... maður getur borðað fullt af því og orðið illt.. en maður getur líka borðað lítið og orðið samt mettur... af sælutilfinningu... gleði... sem sagt... hugarástand...

alveg eins og þegar maður vildi ekki borða stappaða saltfiskinn þegar maður var yngri og átti að loka augunum, halda fyrir nefið og hugsa um eitthvað gott á meðan maður tuggði...

súkkulaði...

svo er líka búið að yrkja svo fallega um það..
ég meina... það vita allir að maður er óður í þann sem maður syngur til... þú ert minn sælgætisgrís þú ert minn súkkulað´ís og þú ert sætabrauðsdrengurinn minn...
... mann langar bókstaflega til að éta´nn

... ekki það að maður getur fengið yfir sig nóg af súkkulaði...
eins og allt annað hugarástand er súkkulaði breytilegt...

takk fyrir mig!
og ef þú lest þetta súkkulaðigrísinn minn...
þá er ég komin með nóg af sætabrauði og vil miklu heldur eitthvað bitastæðara...
eins og læri læri... tækifæri!

yfir og út