21.11.06

skildi það vera...

jólahjól?!
alveg ótrúlegt hvað tíminn líður! strax komin hjólajólajólahjól á markaðinn og jólapakkakrakkapakkar og piparkökur og postulín og sætabrauð og kerti fín...
aldrei meiri jólasala og búðakallaeigandagræðgin aldrei meiri og jólavöruhjólbörurnar aldrei á betri dekkjum svo þær endist lengur og komist á göturnar fyrr... byrjum fyrr!
fyrr en varir fyrnist bara jólaheimsumbóla jólaboðskapurinn!
og hver ætlar þá að syngja í englakórnum englaröddum blíðum?
líður að helgum tíðum?
eða líður að gjaldþrotaheimilisstútfulltafpökkumogdótararíi tíðum...

bíðum!
bíðum og sjáum hvað setur... ég trúi ekki öðru en að undir öllu þessu prjáli, punti, pökkum og jólakáli leynist örlítið ljós og friður í hjarta og þakklæti og gleði fyrir hátíð bjarta.

ég er hætt að kvarta!

3.10.06

eyrnatappa takk!

hafið þið opnað eyrun nýlega???
nei, ég er nú ekki hissa! það er alveg nóg að hafa opið í hálfa gátt eins og ástandið er amk hér í Reykjavíkinni! þvílík læti! við vorum að leiða hvort annað blindandi um miðbæinn í morgun til að virkja skynjun okkar á umhverfinu með heyrn... en það var bara hávaði! endalaus byggingahljóð og framkvæmdir... bílatraffík... smíðar... loftræstingar... búðarkassar... skvaldur... kaffikvarnir og hróp og köll... fuglasöngurinn heyrðist varla og það var vonlaust að fara niður að sjó við Sæbrautina til að heyra í öldunum...
eyrun voru full af suði... stanslausu áreyti...
svo opnaði maður augun og var búin að loka á hávaðan að stórum hluta um leið... maður velur að heyra ekki nærri allt því það væri bara of mikið! geðveiki...
en ég mæli með að þið prófið... fara bara niður í bæ, setjast og loka augunum... hvað heyriði? og eins bara þar sem þið eruð... að loka eyrunum um stund og vita hvort einhverstaðar er að finna hljóðlátan stað... frelsi frá skarkalanum...

svo finnst fólki skrítið hvað við erum stressuð og æst alltaf...

21.9.06

hoppiddiskopp...

hversu dásamlegt er það að veltast um á gólfinu
og það er bara sjálfsagður hlutur...
að hoppa, skoppa, skríða, kalla, hvísla...
af því að kennarinn vill að maður geri það...

af því að það er það sem maður á að gera!

að hlaupa um í eigin tölvuleik, safna berjum og sprengja blöðrur... og vera samt í skólanum!

það er draumur að vera í skólanum!

4.8.06

OG...

ég þrammaði Laugarveginn!!!

já, á tveimur dögum þrammaði ég Laugarveginn milli Landmannalauga og Þórsmerkur... andaði að mér friðsælu fjallalofti.. óð ár og læki... sökk í sand... þræddi götur... upp í móti.. niður í móti.. hlykkjóttar og skrykkjóttar... steinsofnaði í tjaldinu með sand á milli tánna og könguló í hárinu... í sól og regni með bakpokann á bakinu..

...góðir landsmenn, þetta er lífið!

18.7.06

þetta gerði ég...

síðustu daga...
og vikur...

ég mjólkaði kýrnar..
gaf kálfunum..
reið út og tamdi hesta..
horfði á hesta..
mokaði skít..
mokaði meiri skít..
var í heyskap..
sló garðinn..
undirbjó afmæli með ömmu..
vann á skrifstofu..
tók á móti heysýnum..
var ritari..
pikkaði inn einkunnir..
prentaði út einkunnir..
þjónaði til borðs..
tók niður pantanir..
smíðaði með pabba..

og núna.. núna á ég að vera að lesa...
ég horfi á bókastaflann og hugsa... humm... skildi ég komast í gegn um staflann... best að hefjast handa...
og svona er ég líka dugleg... bara ekki einu sinni byrjuð að lesa..
sit og blogga og á að vera að lesa...

þetta gerði ég í sumar:
ég átti að vera að lesa

13.7.06

eða ætti ég heldur að kalla það...

að fá flugur í höfuðið?!?!?

18.6.06

gripin eldmóði..

Hvað er það sem gerist þegar heilinn yfirfyllist af ákveðnu verkefni og ekkert kemst að annað...?
Þegar flæðir út um öll vit þessi ákafa löngun til að læra og gera og hella sér út í eitthvað...
Þegar maður er viss um að þetta sé málið...

Ég er svolítið þessi sem verð gripinn áköfum draumórum af og til...
kannski aðeins oftar en af og til...

ég er nefnilega þannig gerð að ég er alltaf að uppgötva hjólið... já, þetta ætla ég að gera! þetta ætla ég að hella mér út í!
... og svo líður og bíður og áður en ég veit af er ég búin að finna ný mál... ný ský til að svífa á ... nýja drauma...

og alltaf er það jafn fjarstæðukennt...

en einhverstaðar undir niðri blunda eldri og staðfastari draumar... eldar sem aldrei slokkna...
Háfleyg og áköf gleymi ég þeim stundum...
...gleymi þeim stundum svo að ég fer fram úr sjálfri mér í einhverju draumkenndu móki, viss um að ég hafi hitt naglann á höfuðið, brotlendi svo og botna ekkert í því..

það er gott að fyllast eldmóð öðru hvoru... en hvert á hann að beinast??
hver er manns sanni eldmóður og hvað eru fráleitir draumórar?
hvenær beinist orka mín og tími að því sem mér er fyrir bestu, sem mér er ætlað?
hvað er mér ætlað? er manni eitthvað ætlað?

hvenær á maður að láta toga sig niður á jörðina og á maður að gera það yfirleitt?
á maður ekki að dreyma? á maður ekki að reyna sig, fljúga og dreyma, þó svo maður komi yfirleitt niður á jörðina aftur... amk. tímabundið...

ég held stundum að ég reyni of mikið að vera það sem ég held að fólk vilji að ég sé... þá meina ég... að ég reyni of mikið að standa undir væntingum fólksins míns... að ég reyni of mikið.
Ég þarf að vera.

Og af því ég er alltaf að reyna... reyna og mistakast, fljúga og falla, þá leita ég alltaf nýrra drauma, nýrra leiða, í stað þess að hlusta á snarkið í glóð sem enn þá logar innra með mér og segir mér hvar hugur minn er raunverulega falinn.

Hvar er hugur minn raunverulega falinn?
Hvers vegna er svona erfitt að greina á milli þess sem frá manni sjálfum er sprottið, hreint og ómengað af annarra skoðunum og áliti.., og því sem frá öðrum er komið...
Hvað vil ég? og það sem meira er, hver er ég?

Þann dag verð ég hamingjusöm þegar ég kemst að því hvað ég raunverulega vil og hvað ég hef talið mér trú um að ég raunverulega vilji... því þar get ég svo sannarlega skrifað langann lista yfir flugferðir, lengri og styttri, sem allar hafa þó víkkað sjóndeildarhringinn ...

þangað til held ég áfram að svífa um á draumkenndu skýi... telja mér trú um að ég hafi fundið minn stað... held áfram að hella mér út í verkefni sem skila mér aftur á jörðina... held áfram að detta, standa upp og detta...

... það er svo ferlega gaman að fljúga...
...fyllast ákafa, fljúga, detta...
...standa upp aftur full af eldmóð... og detta

13.6.06

hver á sjens?

...við virðumst alltaf telja að við eigum ekki sjens...
en ef enginn á sjens.. af hverju eru þá allir með öllum...
og ef þeir áttu ekki sjens hvað áttu þeir þá?

biðlund eða örvæntingu?

það hugsa allir glætan ekki ég...
en við eigum öll sömu tækifæri... einhvern sjens..
það er bara spurning hvenær... hvar...

og samt er svo erfitt að trúa því...
svo auðvelt og freistandi að falla í þann volæðispitt að væla ekki ég...

biðlund

biðlund og svolítil trú og svolítið mikið bara að vera og vera maður sjálfur og trúa á sjensinn þegar hann dinglar fyrir framan nefið á manni... því hver er sjensinn ef maður trúir ekki á hann og lokar fyrir honum augunum...

allt getur gerst en ekkert gerist ef maður trúir ekki á það

svolítið mikið að hugsa ekki...
svolítið meira að vera bara...

sjens...

við eigum öll sjens á að eiga sjens... á að eiga sjens...

sjensinn!

22.5.06

nafnakall

af hverju eru allar Þóreyjar dansandi upp um alla veggi? Allir Gummar sérlundaðir? allar Önnur elskulegar, Stínur frændræknar?
af hverju eru allir sem heita Þórarinn stríðnir og freknóttir?
af hverju eru allar Dórur yfirvegaðar?

ég held að nöfn séu engin tilviljun

ég heiti ekki bara Ólöf af því bara...
ég heiti Ólöf með öllu sem því fylgir... samviskupúkanum á öxlinni... þörfinni fyrir að vera sífellt að gera eitthvað... skyldurækninni við fjölskylduna...
allt þetta "Ólafareinkenninn"-dótið sem við nöfnurnar sitjum uppi með...

Allir Hallar eru skemmtilegir...

Maður tengir ákveðin nöfn við ákveðnar persónur.. ákveðin persónueinkenni... visst fas... við berum öll einkenni þess sem við erum. Við getum ekki falið það nema að vissu marki. Strax sem ungabörn höfum við ákveðin áhrif á fólkið í kring um okkur, sendum frá okkur ákveðna strauma, höfum ákveðna áru... það hlítur að hafa áhrif á nafnaval foreldra okkar..

allar sem bera nafnið Íris eru öruggar í fasi...
allir Andrar eru hrekkjóttir...
allir Kárar eru glettnir...
allar Siggur þurfa mikla athygli og sækja hana...
allir Ólar eru rólyndismenn og stærðfræðingar...
Helgi er galgopi..
Ingibjörg er rólegheita manneskja en fær sínu fram...
Eygló er skáld...
Guðrún er dugnaðarforkur...
Atli er óútreiknanlegur...
Ragnheiður er pæja...
Jón segir "já" í tíma og ótíma...
Sara er fiðrildi...
Kolbrún er listaspíra...
Björn sökkvir sér í áhugamál sín af heilum hug...
Sölvi er spegúlant...

það er alveg sama hvað ég ber saman margar Erlur... þær eiga allar eitthvað sameiginlegt...

stundum kem ég því ekki í orð... en ég skynja það sem er eins... það sem er líkt...
eins og af hverju ein Sandran minnir á einhvern hátt á aðra Söndru.. án þess að nokkuð sé sjáanlegt í fljótu bragði sem gæti tengt þær annað en nafnið...

ég kasta þessu nú bara fram sí svona...
ef til vill hef ég rangt fyrir mér..
ef til vill er eitthvað til í þessu...

En samt eru Eyrún og Eyrún svo svipaðir karakterar...
og Gulli er laumufyndinn eins og Gulli...

...Þóra ákveðin og hress eins og Þóra...

María eins og María... traustur klettur..

11.5.06

hæhó..hæhó..

það er svo undarlega hljótt hérna þar sem ég sit á skrifstofunni og blogga...
ekkert nema rigning og umferðaniður sem berst inn um gluggann...
einstaka sinnum heyri ég prenntarann fara í gang.. fótatak..
og svo aftur þögn...

nudd í úrsérgengnum skrifstofustól heyrist innan af gangi... einstaka glamur í bolla...

stundum muml þegar einhver talar í símann...
talar og talar og talar í símann

síminn hringir bara þegar ég þarf að pissa!

hann hringir alltaf þegar ég fer að pissa... kannski ætti ég að dekka meira vatn...
þá þyrfti ég oftar að pissa og þá myndi síminn kannski hringja oftar...

kannski

ég er sem sagt að vinna á skrifstofu fram í júní..
venjulega hef ég meira að gera... ég var of fljót með verkefnin og var sett á símann... "nei, því miður! ég veit bara ekkert í minn haus... ég er bara hérna... viltu ekki bara hringja aftur á morgun.."

uppgötvaði gleði þess að googla í dag...

mikil gleði... googlaði 3 áratuginn til að finna réttu stemmninguna fyrir árshátíðina okkar á laugardaginn... Stúdentaleikhúsið... bannárin...
þá verður dansað!

kannski ég fari að hætta þessu og haldi áfram að horfa á símann...
hver veit nema hann hringi!

24.4.06

þegar maður missir sig...

við höfum öll okkar kosti og galla...
erum öll misvel gefin...
höfum okkar takmarkanir...
höfum okkar veiku punkta...
höfum okkar áráttu...

sumir eru slúðurblaðafíklar...
aðrir eru kaffifíklar...
sumir láta sér ekki koffeinið nægja...
einhverjir eru kynlífsþrælar...
aðrir þurfa alltaf að vera með tuskuna á lofti...
sumir eru með hreinlætisáráttu...
sumir eru með líkamsrækt á heilanum...
margir eru með bíladellu...
aðrir hunda-, katta- eða hestadellu...
enn aðrir eru með spilafíkn...
spennufíkn...
matarfíkn...
vinnuþrælar...
svefnpurkur...
fullkomnunarsinnar...
frímerkjasafnarar...
peningapúkar eða kaupóðir...
stelsjúkir.... helsjúkir...
allir eru vel sjúkir... á einhvern hátt...

kannastu ekki við það... hvað það er erfitt að hemja sig... halda aftur af sér... reyna að temja sig...
svo lengi sem bremsurnar eru í lagi þá er engin hætta á ferðum... en ef allt fer úr böndunum... jahh...
það getur engin stoppað fyrir okkur... það getur enginn bæt orðinn skaða...

það getur enginn ráðið við það nema við sjálf og ef við ráðum ekki við það sjálf... ?!

rankaðu við þér...
sjáðu hvað þú ert búin að skemma mikið...
svo vaknar maður upp einn morguninn og áttar sig á því að þó að maður nái að krafsa sig upp úr pittinum...
þá er líkamin sár að innan sem utan...
sálin sundurtætt...
æpandi...
og þó að þú gerir allt til þess að láta þau gróa.. skilja þau eftir sig djúp ör...
djúpstæðar minningar...

og þá erum við kannski ekki að tala um koffeinfíkn... eða frímerkjasöfnun...
nema það fari út í öfgafyllstu öfgar...
hver veit...

misstu þig bara ekki vinur minn...

16.4.06

ég er súkkulaði súkkulaði súkkulaði hæna...

...frá síríus... sírius og nóa...
og ef það er satt að maður sé það sem maður borðar... tja, þá er núverandi ástand mitt súkkulaði...

páskar...

ég held að súkkulaði sé hugarástand...
þú veist... maður getur borðað fullt af því og orðið illt.. en maður getur líka borðað lítið og orðið samt mettur... af sælutilfinningu... gleði... sem sagt... hugarástand...

alveg eins og þegar maður vildi ekki borða stappaða saltfiskinn þegar maður var yngri og átti að loka augunum, halda fyrir nefið og hugsa um eitthvað gott á meðan maður tuggði...

súkkulaði...

svo er líka búið að yrkja svo fallega um það..
ég meina... það vita allir að maður er óður í þann sem maður syngur til... þú ert minn sælgætisgrís þú ert minn súkkulað´ís og þú ert sætabrauðsdrengurinn minn...
... mann langar bókstaflega til að éta´nn

... ekki það að maður getur fengið yfir sig nóg af súkkulaði...
eins og allt annað hugarástand er súkkulaði breytilegt...

takk fyrir mig!
og ef þú lest þetta súkkulaðigrísinn minn...
þá er ég komin með nóg af sætabrauði og vil miklu heldur eitthvað bitastæðara...
eins og læri læri... tækifæri!

yfir og út

30.3.06

?!?!?!?!?!?!?!?!?!?

er það satt?
á að trúa því?
já auðvitað því jólasveinar (eins og ég) lenda mörgu í!

og ég lennti í lukkupottinum!
ójá!

næstu fjögur árin meira að segja!

skil ekki hvað ég hef gert til að verðskulda það!

horfi á allt fólkið sem ég lít upp til og dáist að og finnst vera svo klárt og frábært og ... og botna ekkert í því hvernig ég gæti mögulega verið sambærileg... frambærileg... miðað við þau... eins og þau...

...ég held að þetta sé spurning um eitthvað annað..
hvað?
annað...

ég er jólasveinn...

ef illa fer get ég allavega alltaf verið lærður jólasveinn...

fjögur ár í lhí...

ég klíp mig reglulega til að vita hvort ég sé með fullri meðvitund...

...ja... ég veit staðreyndir... en síast þær inn...

full framtíð af ævintýrum!

...trúir þú því?

22.3.06

hvað er ...

.. á milli draums og vöku?
hvenær er mig að dreyma og hvenær er ég stödd í miðjum hugsunum mínum, upplifunum, raunveruleika?
er draumur þá ekki raunverulegur?
jú... hvernig getur það sem er og það sem er draumur hvoru tveggja verið raunverulegt?
hvað skilur það þá að?
við upplifum drauminn eins og hann sé raunverulegur... alveg eins og við upplifum raunveruleikann...
draumurinn fæðist í kollinum á okkur... alveg eins og hugsanir okkar...
eru draumar hugsanir?
getur blinda dreymt? já, blinda dreymir... en hvað dreymir þá? getur þá dreymt það sem þeir sjá ekki? getur verið að við fæðumst með myndir í hausnum og að við sjáum í raun og veru ekkert! að hlutir sendi bara frá sér árur sem kalla fram mynd í huganum á okkur... hvort sem við erum blind eða ekki...
hvað er að vera blindur?
ef mann dreymir... er maður þá alveg blindur?
það að dreyma er að sjá, eða hvað?
maður sér eitthvað fyrir sér...
maður ímyndar sér...
hvernig er hægt að vera blindur en geta samt séð það sem maður ímyndar sér...?
hvað sér maður þá þegar maður ímyndar sér...?
er hægt að ímynda sér að maður sé blindur?
ef maður hefur ekki upplifað það... hvernig getur maður þá vitað hvernig það er?

hefur þig aldrei dreymt svo raunverulegan draum að þegar þú hugsar til baka veistu ekki hvort þig dreymdi það eða hvort það gerðist í raun og veru?
gerðist það ekki í raun og veru... bara í höfðinu á þér...
eru draumar upprifjun á því sem þú hefur upplifað... sambland af reynslu...?
það getur ekki verið ef blinda dreymir... þá dreymir ekki það sem þeir hafa séð...
..þeir hafa ekki séð...
eru draumar forboðar þess sem koma skal?
hvernig veistu hvað þýðir hvað?
er hægt að ráða drauma?
gilda sömu reglur um merkingu drauma fyrir alla?
er það af því allir vita hvað þeir merkja...?
ég held að það gildi ekki það sama fyrir alla...
ég held að okkur dreymi mest það sem hvílir á huga okkar hverja stundina...
ég hled að það séu engin skil á milli draums og raunveruleika...
draumar eru raunverulegir og raunveruleikinn er draumkenndur...

mig dreymir dagdrauma...
er þá enginn munur á svefni og vöku?
ekki sefur vitund okkar þó við sofum... og okkur dreymi...
og ekki sefur vitund okkar heldur á meðan við vökum... og okkur dreymir dagdrauma...

hverngi veit ég að mig er að dreyma?
er það af því að það fær ekki staðist? af því ég veit betur? af því það er draumur...
hvernig veit ég betur?

skiptist kannski heilinn í draumhvel og vitund???

hef ég þá vitund um drauma mína og dreymir um vitund en hvorugt er í hinu... nei... eða hvað?
ég er orðin ringluð...

kannski er bara fjólublár kærleiksbangsi sem flýgur um á bleikum fíl á milli draums og vitundar...
kannski er bara einmitt ímyndunaraflið á milli draums og vitundar...

9.3.06

kannski

ég er ekki í neinum tengslum við raunveruleikan...
við umheiminn..
það er eins og snúran sem liggur í skjáinn... í gluggann... sé kannski músétin..
...það er einhver útsláttur í henni...
ég næ ekki tengslum við heiminn.. við það sem er að gerast eða ekki að gerast.. við það sem er, en er ekki...
hvað er ef ég veit ekki að það er?
ég stari á skjáinn...
ég var að koma úr prófum og ég skelf og ég stari og ég veit ekki...
ég veit ekki hvort mér gekk vel eða illa..
ég vona
og ég vil...
ég vil mest af öllu að það hafi gengið..
...en ég veit ekki hvort það væri sanngjarnt...
er það sanngjarnt að aðrir verði sárir... að aðrir fái hurðina á nefið á sér...
nei!
ég vil ekki fá vondar fréttir
og svo segja þeir sem allt vita að tíkin mín sé með ofnæmi fyrir nánast öllu fóðri og ég geti lítið gert til að hjálpa henni og þá er eins og ég viti ekkert lengur...
...þá er eins og einhver nuddi hörðu strokleðri við hausinn á mér en ég get ekki þurkað út þessa sáru sterku tilfinningu...
þessa veiku von...
ég vil halda í þessa veiku von!
hún á það besta skilið
og ég á það óraunhæfasta og ævintýralegasta á bak við eyrun...

kannski

6.3.06

rokrassgat

menn vilja stundum meina að það séu læti í veðrinu, en ég held að það séu meiri læti í mönnunum...
...ég var að eignast íbúð sem er svo sem ekki frásögu færandi nema hvað að við höfum nýtt okkur það nokkur sem erum að fara í inntökupróf í listaháskólanum að hún er næstum tóm og þess vegna nóg pláss...
eins og gefur að skilja er stundum öskrað og stundum grátið... svona eintöl fyrir inntökupróf eru bara einhvernveginn þannig... tilfinningaþrungin og ægilega dramatísk... eða svo virðist alla vega stundum vera... nema hvað... nágrannar mínir hafa þessar óskapa áhyggjur af því að ég sé að rífast við manninn minn heilu og hálfu dagana... ég leiðrétti að sjálfsögðu þann misskilning en komst að því í kvöld að það er með svo margt... að þeir tala um sem þekkja... að blessaður nágranni minn skellti hurðum og fór öskrandi og æpandi út á götu og kallaði konuna sína öllum illum nöfnum... hann var vel við glas karltuskan og ég hef grun um að það sé nú ekki alltaf lognmolla hjá þeim hjónakornum... það er einhvern veginn bara þannig að sum sambönd eru stormasamari en önnur...
...það er engin tilviljun að við notum veðurlýsingar til að lýsa eigin tilfinningum og tjáningarformi... það er nefnileg með mannskepnuna eins og veðrið að það er ævinlega allra veðra von...
fljótt skipast á skin og skúrir...
það er líka einhvernveginn þannig að sumir eiga erfiðara með að hemja skap sitt en aðrir... og sumum líður hreinlega bara alls ekki sem best... aðrir eru endalaust sólskin og enn aðrir ganga með þrumuský yfir höfðamótunum... sumir eru hvassari en aðrir, hjá einhverjum er alltaf logn og blíða á yfirborðinu en ólgandi hafsjór undir niðri... einn er eins og stormsveipur, annar eins og hvirfilvindur... alltaf þessi asi, alltaf á fullri ferð...
mannlífð er dálítið merkilegt veðrafyrirbrigði...
sjálfskapað ofsaveður eða áunnin sól og blíða... sumir höndla ekki stöku stormviðri, aðrir taka varla eftir þeim... allir hafa sínar hæðir og lægðir og þegar þær mætast milli manna verða til veðrabrigði af öllum stærðum og gerðum...
og svo þegar fárviðrið skellur á þá er ekkert að gera nema snúa rassinum upp í vindinn og láta hvergi á sér bilbug finna... rok er jú bara rok...
verst hvað það lægir seint hjá sumum...
...við gætum sagt að sumt fólk sé með hálfgert rokrassgat...

23.2.06

öskrandi og æpandi...

Finnst ykkur aldrei eins og eitthvað sé inn í ykkur öskrandi um að komast út?
Finnst ykkur stundum að þið séuð þurrausinn brunnur og ekkert upp úr ykkur að veiða?
Finnst ykkur eins og einhver hafi læst allt inni og sama hvað þið reynið að brjóta upp lásinn, ekkert gengur... ekkert gerist?

Hvað stjórnar því hvenær maður er eins og opin bók og blaðrar öllu sem maður mögulega hefur frá að segja... eða þarf jafnvel ekkert að segja því það sést á manni hvernig manni líður.. hvað maður er að hugsa... hvað maður er að gera? Hvers vegna getur maður stundum ekki sagt það sem manni liggur á hjarta? Hvers vegna lokar maður á hæfileika sína? Hvers vegna trúir maður ekki á það sem maður er? Hvers vegna er maður eina stundina öskrandi ljón en þá næstu lítill maur á flótta undan stórum þungum fótum?

Það er svo skrítið hvernig við erum. Hvernig við erum völundarhús á upphafs og endis. Hvar á að byrja? Veist þú það? Hvað ertu að hugsa núna og ef þú ert að hugsa það, ertu þá enn þá að hugsa það núna? Ræður þú hvað þú hugsar eða gerist það bara af því bara? Af hverju getum við ráðið sumu en ekki öðru? Ef ég vil ekki hugsa um eitthvað, af hverju poppar það þá aftur og aftur upp í hausnum á mér?

Ef ég vil geta eitthvað, af hverju get ég það ekki, þó ég geti það?
Hvor er sterkari, viljinn eða hugurinn?
Er það kannski vitið?

Hvað er það að vita? Vitum við eitthvað fyrir víst?
Maður má ekki týna sér.

En var maður einhvertíma fundinn?

Innst inni veit maður kannski sínu viti, en út á við vitum við ekki hvernig við munum bregðast við næstu hugmynd. Við ætlum kannski að tækla hana, en þegar hún veður fram í sviðsljósið er aldrei að vita hvað gerist.

21.2.06

takk fyrir mig...

Takk!
stutt og einfalt orð sem við notum almennt allt of lítið!
... svo einfalt... en ótrúlega erfitt að muna...
og samt er svo margt að þakka...
allt í kring um mig er yndislegt fólk sem er alltaf að hjálpa mér, segja eitthvað uppörvandi við mig, gleðja mig, tala við mig, vinna með mér, fæða mig, hýsa mig... fólk sem er annt um mig og mér er annt um og sem ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að eiga að, fyrir að hafa kynnst... fólkið sem vill gera allt fyrir mig og sem ég vil gera allt fyrir...
takk fyrir mig!
takk fyrir allt!
ég ætla að einsetja mér að nota þetta orð meira! þetta góða orð!
... mér verður alltaf hugsað til ákveðins vinar míns sem notar þetta óspart og er einhver fallegasta manneskja sem ég veit um í öllum heiminum...
falleg sál...
ykkur finnst þetta kannski væmið og klisjukennt en þið skiljið það seinna... einhvern daginn...
þegar þið uppgötvið að þið gleymduð afmæli vinar ykkar, gleymduð að þakka ömmu fyrir kleinurnar sem hún sendi ykkur, gleymduð að þakka fyrir skutlið heim, fyrir að einhver rétti ykkur mjólkurfernuna, fyrir afgreiðsluna, fyrir ... allt þetta smáa sem samt skiptir máli... þegar maður uppgötvar að það er svo sárt að gleyma...
þegar allir muna eftir þér... og þú ert í eigin heimi... hamingjusamur og kærulaus með allt sem þú færð... en gleymir að þakka fyrir það..
mig langar bara að segja takk og ef þú lest þennan póst, takk fyrir það!

8.2.06

hvað er bak við hurð...?

hvað er undir rúmi?
ég veit það ekki... annars væri ég varla að spurja...spyrja... ?!
spyrja!
það er svo merkilegt hvað ímyndunaraflið er sterkt... hvað við getum látið okkur detta margt sniðugt... og minna sniðugt... í hug.. hvað við getum hugsað...
það sem við hugsum... eða öllu heldur það sem við ímyndum okkur... er það eitthvað sem við höfum mynd af áður... eða... já, það sem ég er að reyna að segja... Er ekki ímynd búin til úr mörgum bútum af raunmyndum sem eru einhverstaðar í gagnabankanum...? og það er eiginlega svolítið þverstæðukennt.. þvi einmitt börn hafa hvað fjörugasta ímyndunaraflið en með aldrinum rennur af þeim ímyndunarveikin... og raunsæari og jarðbundnari hugmyndir yfirtaka hugann...
... þvílíkt tjón...
ég held að maður ætti að gera allt sem í manns valdi stendur til að halda fast í allt ímyndunarafl sem maður hefur... ég held að það sé mesti styrkur sem hægt er að búa yfir!
... sjáðu bara.. maður getur gert sér hvað sem er í hugarlund... hugsað dreyminn um eitthvað skemmtilegt þegar leiðindin dynja yfir... það þarf ekkert að vera leiðinlegt... í einverunni ímyndar maður sér bara vini.. eða talar við stóla og borð... eða veggina... þeir hafa eyru.. við vitum það öll..
...og þá spyr ég...
hvað er ekki undir rúmi?
því það er mögulega hvað sem er undir rúmi!
áin Volga rennur þar...
snjómaðurinn ógurlegi fékk sér hænublund þar og það má ekki vekja hann...
Hallgerður langbrók ríður þar hesti sínum..
strumparnir byggja brú yfir ána...
stór og feit eiturslanga bíður átekta og ætlar að bíta af þér tærnar ef tær stingast undan sænginni....!
ekki kíkja!
EKKI KÍKJA!
...láttu ímyndunaraflið um að segja þér hvað er bak við hurð...
hvað er bak við hurð?

31.1.06

byrjunarörðugleikar...

hva...smá byrjunarörðugleikar... hvað er það á milli vina...
held alla vega að ég sé búin að laga linkana... linkur... af hverju ekki tengi.. hækjur... humm..

ekki mikið sem sveiflast í dag... nema horið sem hangir úr nefinu á mér... verð að losa mig við þessa kvefdrullu... lítið gaman að vera hóstandi og hnerrandi allan daginn...

búin að fá það staðfest að ég fæ íbúðina 4 mars en ég ætla ekki að gera neitt af viti í henni fyrr en eftir inntökuprófin... þau ganga alveg fyrir... er búin að velja 3 eintöl en er að böglast með það síðasta... kemur í ljós...
verð bara að fara að æfa mig... finnst ég allt of kærulaus... gengur ekki... bara gengur ekki!

spark í rassinn...

20.1.06

vegir liggja...

til allra átta... og það má sko með sanni segja...
þessi fór þangað, hinn fór eitthvað annað og hey, þessi þarna fór ekki neitt, og enn einn fór til baka...
við erum öll á leiðinni eitthvert... en hvert? hver veit það svosem...? við tökum einhverja stefnu... hvort sem við fylgjum henni lengur eða skemur... það er svo margt sem glepur á leiðinni... auðvelt að fara af sporinu, eða skipta um skoðun, taka hliðarspor, skipta um akgrein... eða fara vetrarveginn svo maður festi sig ekki í snjó...
það er svo margt í boði! endalausar krosssgötur... endalausar spurningar...
... ég held að besti kosturinn í stöðunni sé einfaldlega bara að halda áfram... staðna ekki, bakka ekki... heldur halda ótrauður áfram... það bíður manns allstaðar eitthvað spennandi... og úr því maður valdi þessa leið, hvort sem maður nú beint valdi eða ekki, þá má maður ekki lifa í fortíðinni og vera eitthvað í bakkgír... það er bara að taka næsta skref og sjá hvað gerist... fæst höfum við beint planað það sem við erum að gera... eða stefnum á ... það bara gerðist... eitt í kjölfar annars... af því við gerum þetta þá gerum við hitt...
og einmitt þess vegna gott fólk... en ég hef ekki verið að flagga því neitt fyrr... ætla ég að segja ykkur að ég er búin að fjárfesta í íbúð... og það var sko ekkert á planinu!! nei nei... ég ætlaði að skoða heiminn! en ég get alveg gert það líka... bara ekki í dag eða á morgun... já, ég keypti sem sagt með honum karli föður mínum íbúð á Bræðraborgarstígnum... risíbúð... mjög fín... held ég... hum... maður getur alltaf verið að fá bakþanka... en eins og ég sagði... halda ótrauður áfram og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér...
vinir manns fara út í heim... en þeir koma aftur...! og aðrir ganga í hjónaband, eignast börn...
við erum öll að fullorðnast... en það er bara gaman...
við tókum öll okkar stefnu, okkar leið að takmarkinu... og allar leiðir eru góðar leiðir ef við látum okkur líða vel á leiðinni...
ég verð að hætta núna... er að fara í söngtíma...
já... talandi um óvænta stefnu... ég sem ekkert þorði að opna munninn ákvað að gera eitthvað í málunum og nú er ég að læra að þenja raddböndin og góla eins og varúlfur... hihi... allt getur gerst... allt er hægt... bara ef viljinn er fyrir hendi...
... og svo er bara að treysta á guð og lukkuna...

10.1.06

og svo sveiflast hatturinn...

og hatturinn sveiflast svo... í þessu sveiflukennda veðri sem ríkir á voru ástkæra fróni... farsældar...
merkilegt hvað allt er annars sveiflukennt... pendúllinn á klukku sveiflast... hárið á manni sveiflast í vindinum, skapið sveiflast, vísitalan sveiflast, fasteignaverð sveiflast, mannfjöldatölur sveiflast, hitatölur sveiflast, tískan sveiflast...
...og í hvert einasta skipti sem ég ætla að skrifa sveiflast skrifa ég svieflast... sem sagt... stafirnir sveiflast...
en fyrst og fremst sveiflast allt eftir því hvernig maður sjálfur sveiflast... það er að segja hið innra sjálf... svo við gerumst háfleigari...
sveiflum við okkur ekki bara á fund á fimtudaginn... og fund hjá Agga á morgun... sjáiði bara hvernig vikuplanið sveiflast líka! ég ætlaði á fræðslufund á morgun og á danssýningu á fimmtudag...
best að ákveða sem minnst...

...og svo sveiflast frænka og frænka sveiflast svo ...

þetta lag... hvernig gat því lostið svona niður í höfuðið á mér...
yfir og út... ætla að sveifla mér í bólið...!
já, og ef ykkur langar í virkilega gott kaffi, nú þá mæli ég sérstaklega með Java Jampit (eða java djammpittur hihih..) og lífrænu Sídamó frá Kaffitár!!! við vorum sko í kaffismökkun á starfsmannafundinum áðan... smökkuðum 16 mismunandi tegundir... vissir þú til dæmis að þú getur fundið bragð af orkideu í kaffinu þínu?! nei, hélt ekki... ég hef heldur ekki smakkað orkideu... en það er ein hérna í glugganum... svo kannski sveifla ég mér út í glugga eins og Tarzan í trjánum og fæ mér einn bita...
já.. og ef þið eruð í sveiflu eins og ég... nú þá er bara að bregða einhverju á fóninn og taka sveiflu... eða bregða sér á Kaffitár og fá sér Karamellusveiflu... (sem kostar mann reyndar sykursjokk á eftir svo ég mæli ekkert sérstaklega með því... sem sagt sveiflukenndur blóðsykur...)

ég er hætt þessum sveiflum... enda farin að sveiflast eins og hrísla í vindi.... því mér finnst þetta auðvitað svo ferlega skemmtilegt... hihihihi...

en hugsiði bara aðeins út í það... hvað íslenskan er skemmtilegt mál... hvað eitt orð getur gengið á marga vegu... í mismunandi merkingu...

eða verið endurteki endalaust oft...

og svo sveiflast hatturinn...

og hatturinn sveiflast svo... í þessu sveiflukennda veðri sem ríkir á voru ástkæra fróni... farsældar...
merkilegt hvað allt er annars sveiflukennt... pendúllinn á klukku sveiflast... hárið á manni sveiflast í vindinum, skapið sveiflast, vísitalan sveiflast, fasteignaverð sveiflast, mannfjöldatölur sveiflast, hitatölur sveiflast, tískan sveiflast...
...og í hvert einasta skipti sem ég ætla að skrifa sveiflast skrifa ég svieflast... sem sagt... stafirnir sveiflast...
en fyrst og fremst sveiflast allt eftir því hvernig maður sjálfur sveiflast... það er að segja hið innra sjálf... svo við gerumst háfleigari...
sveiflum við okkur ekki bara á fund á fimtudaginn... og fund hjá Agga á morgun... sjáiði bara hvernig vikuplanið sveiflast líka! ég ætlaði á fræðslufund á morgun og á danssýningu á fimmtudag...
best að ákveða sem minnst...

...og svo sveiflast frænka og frænka sveiflast svo ...

þetta lag... hvernig gat því lostið svona niður í höfuðið á mér...
yfir og út... ætla að sveifla mér í bólið...!
já, og ef ykkur langar í virkilega gott kaffi, nú þá mæli ég sérstaklega með Java Jampit (eða java djammpittur hihih..) og lífrænu Sídamó frá Kaffitár!!! við vorum sko í kaffismökkun á starfsmannafundinum áðan... smökkuðum 16 mismunandi tegundir... vissir þú til dæmis að þú getur fundið bragð af orkideu í kaffinu þínu?! nei, hélt ekki... ég hef heldur ekki smakkað orkideu... en það er ein hérna í glugganum... svo kannski sveifla ég mér út í glugga eins og Tarzan í trjánum og fæ mér einn bita...
já.. og ef þið eruð í sveiflu eins og ég... nú þá er bara að bregða einhverju á fóninn og taka sveiflu... eða bregða sér á Kaffitár og fá sér Karamellusveiflu... (sem kostar mann reyndar sykursjokk á eftir svo ég mæli ekkert sérstaklega með því... sem sagt sveiflukenndur blóðsykur...)

ég er hætt þessum sveiflum... enda farin að sveiflast eins og hrísla í vindi.... því mér finnst þetta auðvitað svo ferlega skemmtilegt... hihihihi...

en hugsiði bara aðeins út í það... hvað íslenskan er skemmtilegt mál... hvað eitt orð getur gengið á marga vegu... í mismunandi merkingu...

eða verið endurteki endalaust oft...

6.1.06

kötturinn hefur niu lif...

hvernig stendur á því að okkur er mismunað svona? af hverju fáum við bara eitt líf?
maður spyr sig!? en er það mismunur? eru okkar líf kannski fleiri? hvenær er maður dáinn? hvernig veit maður að maður er í þessu lífi en ekki næsta?! var maður í öðru lífi? man maður kannski bara ekki eftir því?! hvað ef að við höfum í raun fleiri líf en kettir... við bara munum ekki eftir að hafa lifað önnur líf, eða að minsta kosti flest okkar... og þeir sem muna það... þeir eru taldir vera svolítið gaga... en þá spyr ég... hverjum datt í hug að kettir hefðu níu líf? og erum við hin ekki jafn gaga að trúa því?
fuglaflensan nálgast okkur óðum, kjarnorkusprengjur hanga yfir hausnum á okkur, morðóður nágranni okkar njósnar um okkur, börnin okkar eru beitt kynferðislegu ofbeldi í skólanum, áfengið gegnsýrir okkur, neyslubrjálæðið hertekur okkur, fjölmiðlar kaffæra okkur... mikið er þetta dásamlegt! vinsamlegast pantið nógu mörg eintök af þessum lífi!
af hverju gerum við ekki bara gott úr þessu lífi sem við höfum? og hvað er annars líf? erum við búin að gefa orðinu líf fleiri en eina merkingu??? lífið sem rennur í æðum okkar er ekki sama lífið og við teljum hjá kettinum, er það? hvað meinum við þegar við ætlum að lifa lífinu? á kötturinn kannski mörg líf af því að það er sama hvað hann fellur hátt, hann lendir á fótunum, og heldur sínu striki....?
alla jafna gleymir maður því að maður á kannski ekki eftir að sofna á koddanum sínumm það kvöldið... maður tekur það sem sjálfsagðan hlut að verða að minnsta kosti áttræður, ef ekki eldri, því læknavísindunum fer svo fram... tæknin er orðin svo mögnuð... og svo kemur aldrei neitt fyrir mig?! er það nokkuð?!?!
en það er ekkert sjálfsagt að maður sofni á koddanum sínum... og það er heldur ekki sjálfgefið að maður vakni næsta morgun! og svo gerist maður svo kræfur að biðja um mörg líf! hvað er það?
ef hver sekúnda er líf... þá skil ég það...
ef hver mínúta, hver klukkustund er líf... þá skil ég það svo sem...
en ef heil æfi er líf... hvað erum við þá að biðja um?! og af hverju...? hvers vegna erum við að sjá eftir því sem við höfum gert í þessu lífi?! hvers vegna viljum við fá nýtt líf til að gera betur?! bæta fyrir syndir okkar?! er eitthvað vist að við förum betur með það líf? fyrst við gerðum ekki betur í þessu lífi, af hverju ættum við að gera eitthvað betur í því næsta?! og er eitthvað of seint að bæta fyrir gjörðir sínar...? er ekki bara ástæða til að læra af mistökum sínum, læra af reynslu sinni, þakka það sem maður hefur fengið og gera gott úr því sem eftir er... horfa bjartur til framtíðar?! hver þarf níu líf ef hann gerir þetta líf að níu sinnum betra lífi?! bara með því að brosa örlítið oftar... hlæja örlítið meira...
það er alveg eins víst að brjálaður ökufantur keyri mig niður þegar ég labba yfir kringlumýrarbrautina í fyrramálið klukkan níu... en ég ætla ekki að lifa í ótta við það! ég gæti allt eins orðið elliært gamalmenni á Grund... auðvitað vonum við flest öll að við náum háum aldri og upplifum sem mest...
enginn veit sína æfina fyrr en öll er...
en það er undir hverjum og einum komið hvernig hann notar þetta líf.
ég ætla að reyna að brosa meira í dag og enn meira á morgun... og ef ég skildi gleyma því, viltu þá minna mig á það?!

takk fyrir takk og takk fyrir að vera til!