22.5.06

nafnakall

af hverju eru allar Þóreyjar dansandi upp um alla veggi? Allir Gummar sérlundaðir? allar Önnur elskulegar, Stínur frændræknar?
af hverju eru allir sem heita Þórarinn stríðnir og freknóttir?
af hverju eru allar Dórur yfirvegaðar?

ég held að nöfn séu engin tilviljun

ég heiti ekki bara Ólöf af því bara...
ég heiti Ólöf með öllu sem því fylgir... samviskupúkanum á öxlinni... þörfinni fyrir að vera sífellt að gera eitthvað... skyldurækninni við fjölskylduna...
allt þetta "Ólafareinkenninn"-dótið sem við nöfnurnar sitjum uppi með...

Allir Hallar eru skemmtilegir...

Maður tengir ákveðin nöfn við ákveðnar persónur.. ákveðin persónueinkenni... visst fas... við berum öll einkenni þess sem við erum. Við getum ekki falið það nema að vissu marki. Strax sem ungabörn höfum við ákveðin áhrif á fólkið í kring um okkur, sendum frá okkur ákveðna strauma, höfum ákveðna áru... það hlítur að hafa áhrif á nafnaval foreldra okkar..

allar sem bera nafnið Íris eru öruggar í fasi...
allir Andrar eru hrekkjóttir...
allir Kárar eru glettnir...
allar Siggur þurfa mikla athygli og sækja hana...
allir Ólar eru rólyndismenn og stærðfræðingar...
Helgi er galgopi..
Ingibjörg er rólegheita manneskja en fær sínu fram...
Eygló er skáld...
Guðrún er dugnaðarforkur...
Atli er óútreiknanlegur...
Ragnheiður er pæja...
Jón segir "já" í tíma og ótíma...
Sara er fiðrildi...
Kolbrún er listaspíra...
Björn sökkvir sér í áhugamál sín af heilum hug...
Sölvi er spegúlant...

það er alveg sama hvað ég ber saman margar Erlur... þær eiga allar eitthvað sameiginlegt...

stundum kem ég því ekki í orð... en ég skynja það sem er eins... það sem er líkt...
eins og af hverju ein Sandran minnir á einhvern hátt á aðra Söndru.. án þess að nokkuð sé sjáanlegt í fljótu bragði sem gæti tengt þær annað en nafnið...

ég kasta þessu nú bara fram sí svona...
ef til vill hef ég rangt fyrir mér..
ef til vill er eitthvað til í þessu...

En samt eru Eyrún og Eyrún svo svipaðir karakterar...
og Gulli er laumufyndinn eins og Gulli...

...Þóra ákveðin og hress eins og Þóra...

María eins og María... traustur klettur..

11.5.06

hæhó..hæhó..

það er svo undarlega hljótt hérna þar sem ég sit á skrifstofunni og blogga...
ekkert nema rigning og umferðaniður sem berst inn um gluggann...
einstaka sinnum heyri ég prenntarann fara í gang.. fótatak..
og svo aftur þögn...

nudd í úrsérgengnum skrifstofustól heyrist innan af gangi... einstaka glamur í bolla...

stundum muml þegar einhver talar í símann...
talar og talar og talar í símann

síminn hringir bara þegar ég þarf að pissa!

hann hringir alltaf þegar ég fer að pissa... kannski ætti ég að dekka meira vatn...
þá þyrfti ég oftar að pissa og þá myndi síminn kannski hringja oftar...

kannski

ég er sem sagt að vinna á skrifstofu fram í júní..
venjulega hef ég meira að gera... ég var of fljót með verkefnin og var sett á símann... "nei, því miður! ég veit bara ekkert í minn haus... ég er bara hérna... viltu ekki bara hringja aftur á morgun.."

uppgötvaði gleði þess að googla í dag...

mikil gleði... googlaði 3 áratuginn til að finna réttu stemmninguna fyrir árshátíðina okkar á laugardaginn... Stúdentaleikhúsið... bannárin...
þá verður dansað!

kannski ég fari að hætta þessu og haldi áfram að horfa á símann...
hver veit nema hann hringi!