9.9.07

hundaæði

ja mikil ósköp, mikil ósköp!
Þá verð ég víst að fara að bretta upp ermar og hripa reglulega nokkrar línur hérna á bloggið...
æ, hundskömmin... hún vellti úr ruslafötunni hérna við hliðina á mér... það sem þetta dýr tekur upp á ... rétt áðan hljóp ég á eftir henni inn í stofu þar sem hún var farin að dinglast með pónýhesta litlu frænku og nú er hún flækt í tölvusnúrunni...
garmurinn atarna...
þetta er hún Fóa Feykirófa... sem á að læra að sækja kýrnar...
humm... það verður eitthvað..

jæja... ég hef það ekki lengra að sinni... þarf að ná í skottið á henni...

4 comments:

Anonymous said...

Er Fóa Feykirófa íslensk eða skosk? (aka border collie)? Mér sýnist það nú á lýsingunni að hún sé nú bara lítill hvolpalingur, þau eru svo skemmtilega miklir kjánar, þó mín haldi nú enn eftir 4 ár að hún sé hvolpur, svei mér þá!

Anonymous said...

jamm.. fóa er border collie og óttalegur hvolpur!! algjört yndi!!! svolítið aktív og mjög mótfallinn rigningu... en annars yndi!

Anonymous said...

Hæ skvís! Gaman að sjá að þú ert farin að blogga aftur :) Keep up the good work!

Anonymous said...

hahaha! "mjög mótfallin rigningu" en skemmtilegt :)