24.4.06

þegar maður missir sig...

við höfum öll okkar kosti og galla...
erum öll misvel gefin...
höfum okkar takmarkanir...
höfum okkar veiku punkta...
höfum okkar áráttu...

sumir eru slúðurblaðafíklar...
aðrir eru kaffifíklar...
sumir láta sér ekki koffeinið nægja...
einhverjir eru kynlífsþrælar...
aðrir þurfa alltaf að vera með tuskuna á lofti...
sumir eru með hreinlætisáráttu...
sumir eru með líkamsrækt á heilanum...
margir eru með bíladellu...
aðrir hunda-, katta- eða hestadellu...
enn aðrir eru með spilafíkn...
spennufíkn...
matarfíkn...
vinnuþrælar...
svefnpurkur...
fullkomnunarsinnar...
frímerkjasafnarar...
peningapúkar eða kaupóðir...
stelsjúkir.... helsjúkir...
allir eru vel sjúkir... á einhvern hátt...

kannastu ekki við það... hvað það er erfitt að hemja sig... halda aftur af sér... reyna að temja sig...
svo lengi sem bremsurnar eru í lagi þá er engin hætta á ferðum... en ef allt fer úr böndunum... jahh...
það getur engin stoppað fyrir okkur... það getur enginn bæt orðinn skaða...

það getur enginn ráðið við það nema við sjálf og ef við ráðum ekki við það sjálf... ?!

rankaðu við þér...
sjáðu hvað þú ert búin að skemma mikið...
svo vaknar maður upp einn morguninn og áttar sig á því að þó að maður nái að krafsa sig upp úr pittinum...
þá er líkamin sár að innan sem utan...
sálin sundurtætt...
æpandi...
og þó að þú gerir allt til þess að láta þau gróa.. skilja þau eftir sig djúp ör...
djúpstæðar minningar...

og þá erum við kannski ekki að tala um koffeinfíkn... eða frímerkjasöfnun...
nema það fari út í öfgafyllstu öfgar...
hver veit...

misstu þig bara ekki vinur minn...

2 comments:

Anonymous said...

óheppin ég að þú varst ekki heima þegar við Jóna ætluðum að kíkja á þig um daginn! en nú veit ég hvar höllin er og get boðið mér seinna í heimsókn til þín ;) takktu svo frá 3ju helgina í júlí fyrir okkur í aðdáendaklúbbnum þínum og kíktu á þessa heimasíðu sem er á bak við mig, you're gonna love it!

Anonymous said...

Saknaði þín á laugardaginn.. :) vonast til að sjá þig sem fyrst.. kv. úr gleðivöllunum