21.11.06

skildi það vera...

jólahjól?!
alveg ótrúlegt hvað tíminn líður! strax komin hjólajólajólahjól á markaðinn og jólapakkakrakkapakkar og piparkökur og postulín og sætabrauð og kerti fín...
aldrei meiri jólasala og búðakallaeigandagræðgin aldrei meiri og jólavöruhjólbörurnar aldrei á betri dekkjum svo þær endist lengur og komist á göturnar fyrr... byrjum fyrr!
fyrr en varir fyrnist bara jólaheimsumbóla jólaboðskapurinn!
og hver ætlar þá að syngja í englakórnum englaröddum blíðum?
líður að helgum tíðum?
eða líður að gjaldþrotaheimilisstútfulltafpökkumogdótararíi tíðum...

bíðum!
bíðum og sjáum hvað setur... ég trúi ekki öðru en að undir öllu þessu prjáli, punti, pökkum og jólakáli leynist örlítið ljós og friður í hjarta og þakklæti og gleði fyrir hátíð bjarta.

ég er hætt að kvarta!

5 comments:

Anonymous said...

Nauh! it's alive!! Gaman að heyra loksins e-ð frá þér Ólöf mín :) Hvernig gengur í skólanum og svona?? Hlakka til að sjá þig um jólin :)

OFURINGA said...

Já jóla hvað!? Silfur-glimmer-hreindýr um alla kringlu! Maður getur orðið svolítið þreyttur á þessu.
Samt vil ég náttúrlega minna alla á að fá sér hlýja og góða flíspeysu um jólin! ;o)

Anonymous said...

blessuð...rakst á síðuna þín fyrir einhverjar tilviljun og ákvað bara að kvitta fyrir mig :) ...gangi þér svo vel í skólanum...kv. Rakel ( systir hans Steina, mannsins hennar Svanhildar systur þinnar)

Anonymous said...

Góður punktur, Ólöf mín, þú ert algert gull! ;)
Vona að við sjáumst e-ð í jólafríinu. Ætla að reyna að kíkja eitthvað suður.
Eyrún

Anonymous said...

Jeij she spoke ;) hafðu það gott mín kæra.. vonast til að sjá þig um jólin :9