13.1.07

svo dansa limirnir...

...sem orkan leyfir!

jæja.. þá er maður bara kominn í viðgerðarhlé...
setja bensín á gripinn... skipta um dekk og svona...
fínpússa mann...

það er nefnilega merkilegt nokk lítið hægt að gera orkulaus...
viljinn fleytir manni langt en það er kannski svolítið erfitt að kalla það dans ef bara litli putti dansar og ekkert annað fylgir með... ef þið skiljið hvað ég er að fara...

en hæ hó, þetta er allt í rétta átt...
og eins gott fyrir ykkur að hafa varann á þegar ég kem úr viðgerðarhlénu og ralla framm úr ykkur á urrandi siglingu... ég er nefnilega svakalegur ökuþór!!! .. nee en ég næ nú alla vega í skottið á ykkur... vitiði til!

þangað til...
veriði dugleg að dansa

7 comments:

Anonymous said...

Æ mikið er ég fegin að heyra smá frá þér. Er búin að hugsa mikið til þín undanfarið. Ég veit að þú átt eftir að rúlla rallinu upp, þú ert svo dugleg! Haltu svona áfram :) Hlakka til að sjá þig í vor elskan mín :)

Anonymous said...

Við munum dansa á mislitum skóm.

Anonymous said...

Einn dans við mig... :)

Katrín said...

Manstu eftir því þegar ég sá bara hjarta úr andlitinu þínu? Þú ert dansandi hjarta.. :)

Dansknús og skrilljón dansspor til þín frá mér,

K8.

Anonymous said...

og einn dans við mig mig mig mig mig, einn dans við mig:)
hlakka til þegar spirnan hefst í snjókastinu ;)
knúsi knúsi knús krúsan mín og...
KEEP SMILING :D
þitt knús Rakel

Anonymous said...

Hæ Ólöf mín. Þú ert yndisleg! *knús*

Anonymous said...

hæ ástin mín :) Gott að heyra að þér líður betur og gaman að sjá svona jákvætt blogg frá þér sem er svona mikið þú ;) En ef þig vantar eitthvað... þó það sé ekki nema færð á vegum ;) þá veistu hvar ég er :*
kv.Auður