13.5.08

með rassinn upp...

í loft og nefið á kafi í moldarbingnum...

þannig er ég búin að vera síðustu daga! Fyrst tókum við okkur til og hreinsuðum matjurtagarðinn minn... svo hjá pabba og mömmu! stinga upp og moka og setja sand og hænsnaskít og tína hverja einustu illgresisörðu úr beðunum sem við svo sáðum í gulrótum og grænkáli og spínati og klettasalati og svo verða þarna kálhausar og blómkálshausar og brokkolí og kartöflur og radísur og skrautkál og allt sem hugurinn girnist!

og svo eru kryddjurtirar farnar að spretta í pottunum og jarðaberjafræin að vakna...

rabbabarinn er farin að taka við sér..

og graslaukurinn... hellingur af honum... ef einhvern vantar...

og hundasúrur!

rifsber og bláber og sólber...

og alsber...
já, alsber stelpa í sturtu að skola af sér moldarhaugana...

6 comments:

Tryggvi hinn leikbæri said...

Mig langar í graslauk... já og alsbera stelpu, en það er önnur saga.

Anonymous said...

Oh! ég fékk alveg vatn í munninn við þessa lýsingu. Ég hlakka bara til að fá grænmetissúpu hjá þér, jarðarber og hundasúrur!! Nammi namm! :)

Spólan said...

.... spurning að kippa með sér tómötum og rauðlauk og kannski slettu af feta og pínu ólívuolíu og þá er komið grískt salat... ég kem svo og borða í sumar... já og kartöflumús í haust... músin mín... kannski ég troði nokkrum chilli-um í lausa plássið í töskunni hjá mö&pa og svo getur gufan staðið út úr eyrunum hjá okkur... ehaggi???
Hvað er málið með alsberar stelpur??? mar bara roðnar.... :os - held ég sé orðin of indversk!!!
Knús og karrý - hei já og kannski það líka... hehehe

OFURINGA said...

Mmmm..sumar sumar sumar! Það er rosa sniðugt líka að fara alsber í sturtu. Maður verður eitthvað svo hreinn ;o)
En hvernig er umhorfs eftir skjálftann hjá þér? Vona að allt sé í lagi.
Kv. Inga Hlín

Anonymous said...

Thad er greinilegt ad sumarid er ad koma heima a Islandi.

Kv. fra Astraliu (Rakel)

Tryggvi hinn leikbæri said...

Ég kem heim um miðjan júlí og verð fram í miðja ágúst. Verð að vinna og gera leikhús. Sjáumst þá.