16.6.08

sól sól skín á mig...

hvar er þessi rigning sem hann er alltaf að spá?
ég bara spyr?

maður er að verða eins og skósóli...
bakaður inn að beini... úff...
ég er sko ekki hitabeltisdýr.. það er á hreinu...
eins og mér finnst yndislegt að hafa sólina þá vil ég nú helst hafa smá golu með líka... annars bara lek ég niður eins og smér...
fyrir utan að ég virðist vera efst á matseðli lítilla vængjaðra kvikinda sem smjatta mikið á eyrum, troða sér í augnkróka og fylla öll vit... ef skordýr eru jafn próteinrík og menn vilja meina þá þarf ég sko engan próteinsjake... hihi...

annars er allt í sóma... og blóma
hleyp um með garðkönnuna á lofti til að kálið mitt soðni ekki áður en það kemst í pottinn...
og hottast á hesti þegar kvöldkolan er komin

þar til næst
sumarkveðjur

3 comments:

harp said...

ohh hvað það hljómar vel þetta líf þitt, farðu nú að skottast í kaffi, er mætt í Höfðatorgið og Kristín er þar líka, gömul og góð andlit hér;o) en takk fyrir kveðjuna á blogginu mínu, koss á kinn og ofurknús
Harpa

Spólan said...

hmmm... biddu thetta hljomar eins og a Indlandi... thessir med mjuku fyllingunni eru bestir... netknus, en bara thar til bradum...
Fraenks

Anonymous said...

Hæ Ólöf mín! Gott að heyra að sólin skíni heima :) Ég er samt innilega sammála þér, ég vil líka hafa smá golu, því annars verður alltof heitt! Ég er enn að venjast hitanum hérna...hann fer víst hækkandi... úff! En hlakka til að sjá þig í brúðkaupi eftir rúmar 2 vikur ;)