23.12.08

Gleðileg jól!

Elsku hjartans vinir!

það er margt sem ég hef vanrækt þetta árið... Vini mína, fjölskyldu, heilsuna, heimilið, áhugamálin, bloggið, sjálfa mig...

brostin athyggli...
blind á bókina...
gullfiskaminni...

svolítið mikil óreiða á öllu...!

það er víst ekkert nýtt!

Einhverstaðar segir: Lengi má manninn bæta.
Það ætla ég svo sannarlega að vona að sé rétt! og það er einlægt markmið mitt fyrir lífið að vera stöðugt að bæta mig... það er þá alltaf örlítil von um að ég hringi kannski örlítið oftar á næsta ári... eða kíki í heimsókn, eða sendi jólakort!!!
kannski tekst mér að læra loksins alminnilega á gítarinn, kannski fer ég oftar á hestbak, á fjöll... kannski verð ég skipulagðari og stundvísari, kannski verð ég sparsamari, kannski verð ég glaðari, sáttari í sálinni...
og kannski verð ég bara sama gamla tuggan sem er búin að lofa gulli og grænum skóum svo oft og svo oft...

svo oft og svo oft hefur púkinn setið á öxlinni á mér...
svo oft og svo oft hef ég hlýtt honum...

í mörg ár hef ég gengið með hann í maganum..
í mörg ár hef ég kennt honum um ófarir mínar
í mörg ár hef ég búið honum skjól og nært hann og alið...
í mörg ár hef ég ekki verið nema hálf... og aldrei alveg ég sjálf..

ég ætla alltaf að losna við hann... svo ég geti verið betri... svo ég geti verið góð við alla sem eru góðir við mig... svo ég geti endurgjaldað alla þessa vinsemd og hlýju... svo ég verði alminnileg manneskja..
en hann er alltaf þarna...

mig langar að eiga fleiri góðar minningar en slæmar...
fleiri gleðistundir...
hlæja meira..

ef maður hefur markmið sín skýr og geymir þau vel í hjarta sínu og stefnir á þau ótrauður þá nást þau einn daginn... bara ef maður vill það nógu mikið... og hreyfir sig í áttina að þeim!

ég á mér markmið
og ég stefni ótrauð á það..

Elsku vinir mínir, elsku fjölskylda mín, elsku allir!
Mér þykir óendanlega vænt um ykkur! þið eruð mér mjög mikils virði!
það er ómetanlegt að vita að maður getur fengið alls staðar faðmlag, góð ráð, bros...

ég bið ykkur að fyrirgefa mér allar fýlustundirnar... óþolinmæðina... að ég hringi ekki... kem ekki... skil ekki...

það kemur að því!
ég veit það...

ég veit það af því að það er alltaf að glitta meira og meira í gömlu góðu Ólöfu... óstjórnlega stríðna en feimna grallaraspóann sem bullar út í eitt, fíflast og hlær... amk. við hátíðleg tækifæri...

og með því óska ég ykkur Gleðirlegra jóla!!!!
megi komandi ár vera full af kátínu og þroska og allir ykkar dagar umvafðir ljósi og kærleika!

14 comments:

Anonymous said...

Gleðileg jólin elsku Ólöfin mín! Þú ert yndisleg, aldrei gleyma því!

Þín og alltaf þín bekkjarsystir, Dunda

Anonymous said...

Gleðileg jól elsku vina kæra! -Kolli.

Sævar said...

Gleðileg jól, þú færð víst jólakort á pappír frá okkur.
- Sævar og Auður

Anonymous said...

Gleðileg jól. Ég veit að það kemur að því að markmiðin nást.

-Tryggvi

Anonymous said...

Gleðileg jól kæra systir! - Hjörtur

Anonymous said...

Gleðileg jól elsku besta frænkan mín =)

Vona að þú hafir það gott í nýju íbúðinni þinni. Er enn að leita að borvélinni (sem og svo mörgu öðru) ... verður bara að bjóða mér í nýárskaffi eftir áramót ;)

Hafðu það sem allra best yfir hátíðirnar og skilaðu kveðju í sveitina fyrir mig :] Kíki austur við næsta tækifæri.

Kv. Tóti Frændi Jólabarn!

Anonymous said...

gleðileg jól elsku ólöf. fyrirgefðu að jeg sendi ekki jólakort. þú ert æðisleg. gobbidigobb og fleira skemmtilegt.

Unknown said...

Hafðu það sem allra allra best yfir hátíðirnar elsku Ólöf mín...
Knús í klessu, þúsund kossar og hlýja í hjarta...

Bið að heilsa fjölskyldunni...gleðileg jól til allra...

Þín Ingaló.

Anonymous said...

Hafðu það sem allra best! Hugsa til þín og vona að þú verðir knúsuð í klessu af öllum í kringum þig í kvöld! :D
Þinn bekkjarbróðir Ævar

Anonymous said...

Gleðileg jól litla trippi! - Saga

Anonymous said...

Elsku Ólöf... þú færð nú jólakortið frá mér sent úr Öxarfirðinum þetta árið. Hafðu það gott og mundu hvað þú ert Frábær.
Með von um fleyri hittinga á komandi ári en því sem er að kveðja, Þín vinkona, Eyrún

Sölvinn said...

Þakka kortið! Gleðileg jól!!

Anonymous said...

gleðileg jól elsku Ólöf mín. Mundu að þú ert frábær í alla staði og þegar eitthvað gott og fallegt er sagt um þig þá er verið að meina það þannig að þú átt að vera stolt og segja bara "takk fyrir" og brosa þínu yndislega brosi :) mér þikir endalaust vænt um þig :) RISA knús :) þín Rakel

Anonymous said...

Gleðileg jól Ólöf mín og hamingjuríkt komandi ár 2009 :) Ég vona nú að þú hafir fengið jólakortið frá okkur. Ég hef fulla trú á þér Ólöf að þér takist að losa þig við púkann. Ég hugsa mikið til þín og vona að þér líði vel. Þú ert svo dugleg, þú ert hetjan mín! Hafðu það sem allra best!!