21.2.06

takk fyrir mig...

Takk!
stutt og einfalt orð sem við notum almennt allt of lítið!
... svo einfalt... en ótrúlega erfitt að muna...
og samt er svo margt að þakka...
allt í kring um mig er yndislegt fólk sem er alltaf að hjálpa mér, segja eitthvað uppörvandi við mig, gleðja mig, tala við mig, vinna með mér, fæða mig, hýsa mig... fólk sem er annt um mig og mér er annt um og sem ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að eiga að, fyrir að hafa kynnst... fólkið sem vill gera allt fyrir mig og sem ég vil gera allt fyrir...
takk fyrir mig!
takk fyrir allt!
ég ætla að einsetja mér að nota þetta orð meira! þetta góða orð!
... mér verður alltaf hugsað til ákveðins vinar míns sem notar þetta óspart og er einhver fallegasta manneskja sem ég veit um í öllum heiminum...
falleg sál...
ykkur finnst þetta kannski væmið og klisjukennt en þið skiljið það seinna... einhvern daginn...
þegar þið uppgötvið að þið gleymduð afmæli vinar ykkar, gleymduð að þakka ömmu fyrir kleinurnar sem hún sendi ykkur, gleymduð að þakka fyrir skutlið heim, fyrir að einhver rétti ykkur mjólkurfernuna, fyrir afgreiðsluna, fyrir ... allt þetta smáa sem samt skiptir máli... þegar maður uppgötvar að það er svo sárt að gleyma...
þegar allir muna eftir þér... og þú ert í eigin heimi... hamingjusamur og kærulaus með allt sem þú færð... en gleymir að þakka fyrir það..
mig langar bara að segja takk og ef þú lest þennan póst, takk fyrir það!

4 comments:

Anonymous said...

TAKK Ólöf, og verði þér að góðu fyrir allt það sem við höfum brallað saman og eigum eftir að bralla í framtíðinni. Ég er alveg sammála um það að fólk notar þetta orð engan vegin nógu oft. Við erum stundum ekki nógu þakklát heldur....... finnst mér. En TAKK aftur og við hjálpumst með prófin sit núna heima og er að skoða nokkur leikrit

Anonymous said...

Takk Ólöf mín fyrir að vera eins yndisleg og þú ert. Takk fyrir að vera til og takk fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Megi þær verða mun, mun fleiri í framtíðinni, bæði í náinni og fjarlægðri. Takk fyrir að vera vinkona mín. Mér þykir ólýsanlega vænt um þig.

Anonymous said...

eg ma lika segja svona væmid og fallegt og ædislegt "takk"

takk fyrir jolagjafir a afmælum
takk fyrir afmælisgjafir a jolulm
takk fyrir heita sukkuladibolla
takk fyrir besta blogg i heimi... ekki ykjur... i heimi
takk fyrir fallegu eyrnalokkana
takk fyrir ad leyfa mer ad sakna tin
takk fyrir ad hafa komid eina stutta önn i Idnskolann i hafnarfirdi
takk fyrir ad hafa leyft mer ad kynnast ter
takk fyrir svo margt
takk fyrir ad ætla ad ætla i inntökkuprof i danmörku svo vid getum hist

takk

Ólöf said...

...þetta er svona augnablik þar sem ég er vandræðaleg og veit ekki hvernig ég á að vera... allt þetta góða sem allir segja og manni finnst maður ekki eiga skilið...
... það eru svona augnablik sem maður verður að muna eftir þessu orði þó að í þessu tilfelli finnist mér það ekki nógu stórt og mikið fyrir allt það sem þarf að þakka!

Takk fyrir að lesa bloggið mitt og takk fyrir allt sem þið eruð að segja. Takk!