23.2.06

öskrandi og æpandi...

Finnst ykkur aldrei eins og eitthvað sé inn í ykkur öskrandi um að komast út?
Finnst ykkur stundum að þið séuð þurrausinn brunnur og ekkert upp úr ykkur að veiða?
Finnst ykkur eins og einhver hafi læst allt inni og sama hvað þið reynið að brjóta upp lásinn, ekkert gengur... ekkert gerist?

Hvað stjórnar því hvenær maður er eins og opin bók og blaðrar öllu sem maður mögulega hefur frá að segja... eða þarf jafnvel ekkert að segja því það sést á manni hvernig manni líður.. hvað maður er að hugsa... hvað maður er að gera? Hvers vegna getur maður stundum ekki sagt það sem manni liggur á hjarta? Hvers vegna lokar maður á hæfileika sína? Hvers vegna trúir maður ekki á það sem maður er? Hvers vegna er maður eina stundina öskrandi ljón en þá næstu lítill maur á flótta undan stórum þungum fótum?

Það er svo skrítið hvernig við erum. Hvernig við erum völundarhús á upphafs og endis. Hvar á að byrja? Veist þú það? Hvað ertu að hugsa núna og ef þú ert að hugsa það, ertu þá enn þá að hugsa það núna? Ræður þú hvað þú hugsar eða gerist það bara af því bara? Af hverju getum við ráðið sumu en ekki öðru? Ef ég vil ekki hugsa um eitthvað, af hverju poppar það þá aftur og aftur upp í hausnum á mér?

Ef ég vil geta eitthvað, af hverju get ég það ekki, þó ég geti það?
Hvor er sterkari, viljinn eða hugurinn?
Er það kannski vitið?

Hvað er það að vita? Vitum við eitthvað fyrir víst?
Maður má ekki týna sér.

En var maður einhvertíma fundinn?

Innst inni veit maður kannski sínu viti, en út á við vitum við ekki hvernig við munum bregðast við næstu hugmynd. Við ætlum kannski að tækla hana, en þegar hún veður fram í sviðsljósið er aldrei að vita hvað gerist.

3 comments:

Anonymous said...

Can't say I don't know the feeling!
Eyrún

Anonymous said...

takk fyrir bollu

obba

Anonymous said...

Hæ Ólöf gaman að rekast á síðuna þín finnst samt eins og ég hafi rambað hér inn áður veit ekki hvort ég skildi eftir kvitt;) en skemmtilegt blogg og skemmtileg pæling;) hafðu það gott
kv Helga