8.2.06

hvað er bak við hurð...?

hvað er undir rúmi?
ég veit það ekki... annars væri ég varla að spurja...spyrja... ?!
spyrja!
það er svo merkilegt hvað ímyndunaraflið er sterkt... hvað við getum látið okkur detta margt sniðugt... og minna sniðugt... í hug.. hvað við getum hugsað...
það sem við hugsum... eða öllu heldur það sem við ímyndum okkur... er það eitthvað sem við höfum mynd af áður... eða... já, það sem ég er að reyna að segja... Er ekki ímynd búin til úr mörgum bútum af raunmyndum sem eru einhverstaðar í gagnabankanum...? og það er eiginlega svolítið þverstæðukennt.. þvi einmitt börn hafa hvað fjörugasta ímyndunaraflið en með aldrinum rennur af þeim ímyndunarveikin... og raunsæari og jarðbundnari hugmyndir yfirtaka hugann...
... þvílíkt tjón...
ég held að maður ætti að gera allt sem í manns valdi stendur til að halda fast í allt ímyndunarafl sem maður hefur... ég held að það sé mesti styrkur sem hægt er að búa yfir!
... sjáðu bara.. maður getur gert sér hvað sem er í hugarlund... hugsað dreyminn um eitthvað skemmtilegt þegar leiðindin dynja yfir... það þarf ekkert að vera leiðinlegt... í einverunni ímyndar maður sér bara vini.. eða talar við stóla og borð... eða veggina... þeir hafa eyru.. við vitum það öll..
...og þá spyr ég...
hvað er ekki undir rúmi?
því það er mögulega hvað sem er undir rúmi!
áin Volga rennur þar...
snjómaðurinn ógurlegi fékk sér hænublund þar og það má ekki vekja hann...
Hallgerður langbrók ríður þar hesti sínum..
strumparnir byggja brú yfir ána...
stór og feit eiturslanga bíður átekta og ætlar að bíta af þér tærnar ef tær stingast undan sænginni....!
ekki kíkja!
EKKI KÍKJA!
...láttu ímyndunaraflið um að segja þér hvað er bak við hurð...
hvað er bak við hurð?

3 comments:

Anonymous said...

alveg frábært! æðislegt að lesa svona hugleiðingar þegar allt í kring um mann er búið að ákveða hvað maður á að hugsa og meira að segja lítil börn virðast miða alla sína leiki út frá tölvuleikjum, sjónvarpi og öðru fyrirfram ákveðnu... persónulega vil ég líka kenna leikföngum um, hvað varð til dæmis um að geta notað einfalda spýtu á ótal vegu?! nú þarf allt að vera sérmerkt einhverri tískubylgjunni (spiderman, bratz...). kominn tími á að njóta einfaldleikans og þessa dýrmæta ímyndunarafls sem við erum öll með, í misríkum mæli þó.
alltaf gaman að njósna um þig ólöf mín, þú kemur alltaf með skæra liti í annars (stundum) fölan hversdagsleikann.

Anonymous said...

sakna tin ogurlega

Anonymous said...

Bloggin þín eru eins og lítill bútur af regnboganum í annars gráleitann hversdagsleikann! Haltu áfram svona kona ;o)
Eyrún