6.3.06

rokrassgat

menn vilja stundum meina að það séu læti í veðrinu, en ég held að það séu meiri læti í mönnunum...
...ég var að eignast íbúð sem er svo sem ekki frásögu færandi nema hvað að við höfum nýtt okkur það nokkur sem erum að fara í inntökupróf í listaháskólanum að hún er næstum tóm og þess vegna nóg pláss...
eins og gefur að skilja er stundum öskrað og stundum grátið... svona eintöl fyrir inntökupróf eru bara einhvernveginn þannig... tilfinningaþrungin og ægilega dramatísk... eða svo virðist alla vega stundum vera... nema hvað... nágrannar mínir hafa þessar óskapa áhyggjur af því að ég sé að rífast við manninn minn heilu og hálfu dagana... ég leiðrétti að sjálfsögðu þann misskilning en komst að því í kvöld að það er með svo margt... að þeir tala um sem þekkja... að blessaður nágranni minn skellti hurðum og fór öskrandi og æpandi út á götu og kallaði konuna sína öllum illum nöfnum... hann var vel við glas karltuskan og ég hef grun um að það sé nú ekki alltaf lognmolla hjá þeim hjónakornum... það er einhvern veginn bara þannig að sum sambönd eru stormasamari en önnur...
...það er engin tilviljun að við notum veðurlýsingar til að lýsa eigin tilfinningum og tjáningarformi... það er nefnileg með mannskepnuna eins og veðrið að það er ævinlega allra veðra von...
fljótt skipast á skin og skúrir...
það er líka einhvernveginn þannig að sumir eiga erfiðara með að hemja skap sitt en aðrir... og sumum líður hreinlega bara alls ekki sem best... aðrir eru endalaust sólskin og enn aðrir ganga með þrumuský yfir höfðamótunum... sumir eru hvassari en aðrir, hjá einhverjum er alltaf logn og blíða á yfirborðinu en ólgandi hafsjór undir niðri... einn er eins og stormsveipur, annar eins og hvirfilvindur... alltaf þessi asi, alltaf á fullri ferð...
mannlífð er dálítið merkilegt veðrafyrirbrigði...
sjálfskapað ofsaveður eða áunnin sól og blíða... sumir höndla ekki stöku stormviðri, aðrir taka varla eftir þeim... allir hafa sínar hæðir og lægðir og þegar þær mætast milli manna verða til veðrabrigði af öllum stærðum og gerðum...
og svo þegar fárviðrið skellur á þá er ekkert að gera nema snúa rassinum upp í vindinn og láta hvergi á sér bilbug finna... rok er jú bara rok...
verst hvað það lægir seint hjá sumum...
...við gætum sagt að sumt fólk sé með hálfgert rokrassgat...

4 comments:

Anonymous said...

johanna aka anonymous segir:

nu væri retti timinn til ad koma i heimsokn med myndavelina heyrist mer! ... eda bara ... kannski ... ad fa ad hafa dotid mitt hja ter, sofa tarna og gefa ter peninga i stadinn ;)... kannski... hvad segirdu um tad?

eg er ad skoda mjog spennandi skola i lodnon, kostar marga peninga. er svona honnun og honnunar/listasaga saman i einum pakka... alveg draumur ... en ...
samt er meira heillandi ad koma heim, fara i hi, og leigja med ter ;)
miss you

johanna aka anonymous sem langar ad koma og taka myndir af ollum sem eru ad æfa sig fyrir lhi inntokuprof!

Anonymous said...

Þú ert gullmoli! Það styttist óðum í að ég geti komið í heimsókn ;)
Eyrún

OFURINGA said...

Hahahah....eg hlae mig mattlausa!

Ólöf said...

haha... ég á engan mann! ekki enn hihi... þetta voru bara orð nágrannans!