22.3.06

hvað er ...

.. á milli draums og vöku?
hvenær er mig að dreyma og hvenær er ég stödd í miðjum hugsunum mínum, upplifunum, raunveruleika?
er draumur þá ekki raunverulegur?
jú... hvernig getur það sem er og það sem er draumur hvoru tveggja verið raunverulegt?
hvað skilur það þá að?
við upplifum drauminn eins og hann sé raunverulegur... alveg eins og við upplifum raunveruleikann...
draumurinn fæðist í kollinum á okkur... alveg eins og hugsanir okkar...
eru draumar hugsanir?
getur blinda dreymt? já, blinda dreymir... en hvað dreymir þá? getur þá dreymt það sem þeir sjá ekki? getur verið að við fæðumst með myndir í hausnum og að við sjáum í raun og veru ekkert! að hlutir sendi bara frá sér árur sem kalla fram mynd í huganum á okkur... hvort sem við erum blind eða ekki...
hvað er að vera blindur?
ef mann dreymir... er maður þá alveg blindur?
það að dreyma er að sjá, eða hvað?
maður sér eitthvað fyrir sér...
maður ímyndar sér...
hvernig er hægt að vera blindur en geta samt séð það sem maður ímyndar sér...?
hvað sér maður þá þegar maður ímyndar sér...?
er hægt að ímynda sér að maður sé blindur?
ef maður hefur ekki upplifað það... hvernig getur maður þá vitað hvernig það er?

hefur þig aldrei dreymt svo raunverulegan draum að þegar þú hugsar til baka veistu ekki hvort þig dreymdi það eða hvort það gerðist í raun og veru?
gerðist það ekki í raun og veru... bara í höfðinu á þér...
eru draumar upprifjun á því sem þú hefur upplifað... sambland af reynslu...?
það getur ekki verið ef blinda dreymir... þá dreymir ekki það sem þeir hafa séð...
..þeir hafa ekki séð...
eru draumar forboðar þess sem koma skal?
hvernig veistu hvað þýðir hvað?
er hægt að ráða drauma?
gilda sömu reglur um merkingu drauma fyrir alla?
er það af því allir vita hvað þeir merkja...?
ég held að það gildi ekki það sama fyrir alla...
ég held að okkur dreymi mest það sem hvílir á huga okkar hverja stundina...
ég hled að það séu engin skil á milli draums og raunveruleika...
draumar eru raunverulegir og raunveruleikinn er draumkenndur...

mig dreymir dagdrauma...
er þá enginn munur á svefni og vöku?
ekki sefur vitund okkar þó við sofum... og okkur dreymi...
og ekki sefur vitund okkar heldur á meðan við vökum... og okkur dreymir dagdrauma...

hverngi veit ég að mig er að dreyma?
er það af því að það fær ekki staðist? af því ég veit betur? af því það er draumur...
hvernig veit ég betur?

skiptist kannski heilinn í draumhvel og vitund???

hef ég þá vitund um drauma mína og dreymir um vitund en hvorugt er í hinu... nei... eða hvað?
ég er orðin ringluð...

kannski er bara fjólublár kærleiksbangsi sem flýgur um á bleikum fíl á milli draums og vitundar...
kannski er bara einmitt ímyndunaraflið á milli draums og vitundar...

4 comments:

Anonymous said...

Mörkin milli drauma og veruleika verða sífellt minni og minni og áður en ég veit af er ég farinn að dreyma á daginn og lifa lífinu á næturna.

Björninn said...

Hei Ólöf. Gaman að sjá þig..

komdu í partí á laugardaginn.

-Bjöss.

Anonymous said...

fyndid. eg var einmitt ad velta fyrir mer... eg man ekki hvort eg var buin ad nefna tad vid tig... hvernig herynalausir lesa!
tvi tegar eg les "heyri eg ordin fyrir mer".

merkilegur heimur vid lifum i. tad eru svo margar spurningar!

k.h. johanna

Anonymous said...

ps. komdu i party næsta laugardag hingad

kh
johanna