6.1.06

kötturinn hefur niu lif...

hvernig stendur á því að okkur er mismunað svona? af hverju fáum við bara eitt líf?
maður spyr sig!? en er það mismunur? eru okkar líf kannski fleiri? hvenær er maður dáinn? hvernig veit maður að maður er í þessu lífi en ekki næsta?! var maður í öðru lífi? man maður kannski bara ekki eftir því?! hvað ef að við höfum í raun fleiri líf en kettir... við bara munum ekki eftir að hafa lifað önnur líf, eða að minsta kosti flest okkar... og þeir sem muna það... þeir eru taldir vera svolítið gaga... en þá spyr ég... hverjum datt í hug að kettir hefðu níu líf? og erum við hin ekki jafn gaga að trúa því?
fuglaflensan nálgast okkur óðum, kjarnorkusprengjur hanga yfir hausnum á okkur, morðóður nágranni okkar njósnar um okkur, börnin okkar eru beitt kynferðislegu ofbeldi í skólanum, áfengið gegnsýrir okkur, neyslubrjálæðið hertekur okkur, fjölmiðlar kaffæra okkur... mikið er þetta dásamlegt! vinsamlegast pantið nógu mörg eintök af þessum lífi!
af hverju gerum við ekki bara gott úr þessu lífi sem við höfum? og hvað er annars líf? erum við búin að gefa orðinu líf fleiri en eina merkingu??? lífið sem rennur í æðum okkar er ekki sama lífið og við teljum hjá kettinum, er það? hvað meinum við þegar við ætlum að lifa lífinu? á kötturinn kannski mörg líf af því að það er sama hvað hann fellur hátt, hann lendir á fótunum, og heldur sínu striki....?
alla jafna gleymir maður því að maður á kannski ekki eftir að sofna á koddanum sínumm það kvöldið... maður tekur það sem sjálfsagðan hlut að verða að minnsta kosti áttræður, ef ekki eldri, því læknavísindunum fer svo fram... tæknin er orðin svo mögnuð... og svo kemur aldrei neitt fyrir mig?! er það nokkuð?!?!
en það er ekkert sjálfsagt að maður sofni á koddanum sínum... og það er heldur ekki sjálfgefið að maður vakni næsta morgun! og svo gerist maður svo kræfur að biðja um mörg líf! hvað er það?
ef hver sekúnda er líf... þá skil ég það...
ef hver mínúta, hver klukkustund er líf... þá skil ég það svo sem...
en ef heil æfi er líf... hvað erum við þá að biðja um?! og af hverju...? hvers vegna erum við að sjá eftir því sem við höfum gert í þessu lífi?! hvers vegna viljum við fá nýtt líf til að gera betur?! bæta fyrir syndir okkar?! er eitthvað vist að við förum betur með það líf? fyrst við gerðum ekki betur í þessu lífi, af hverju ættum við að gera eitthvað betur í því næsta?! og er eitthvað of seint að bæta fyrir gjörðir sínar...? er ekki bara ástæða til að læra af mistökum sínum, læra af reynslu sinni, þakka það sem maður hefur fengið og gera gott úr því sem eftir er... horfa bjartur til framtíðar?! hver þarf níu líf ef hann gerir þetta líf að níu sinnum betra lífi?! bara með því að brosa örlítið oftar... hlæja örlítið meira...
það er alveg eins víst að brjálaður ökufantur keyri mig niður þegar ég labba yfir kringlumýrarbrautina í fyrramálið klukkan níu... en ég ætla ekki að lifa í ótta við það! ég gæti allt eins orðið elliært gamalmenni á Grund... auðvitað vonum við flest öll að við náum háum aldri og upplifum sem mest...
enginn veit sína æfina fyrr en öll er...
en það er undir hverjum og einum komið hvernig hann notar þetta líf.
ég ætla að reyna að brosa meira í dag og enn meira á morgun... og ef ég skildi gleyma því, viltu þá minna mig á það?!

takk fyrir takk og takk fyrir að vera til!

2 comments:

Ólöf said...

já.. niðurstaðan var sem sagt sú að okkur er ekkert mismunað! þér var úthlutað þessu, segðu takk og vertu ánægður með það sem þú hefur!!!

Anonymous said...

hæ krúsan mín :O) Þetta er svolítið góður punktur eða... kannski hálfgerð ritgerð ;O) En þetta fær mann svo sannarlega til að hugsa :O)
vona að þú hafir það gott engillinn minn :O) við verðum líka endilega að fara hittast
love you
þín frænka Rakel