10.1.06

og svo sveiflast hatturinn...

og hatturinn sveiflast svo... í þessu sveiflukennda veðri sem ríkir á voru ástkæra fróni... farsældar...
merkilegt hvað allt er annars sveiflukennt... pendúllinn á klukku sveiflast... hárið á manni sveiflast í vindinum, skapið sveiflast, vísitalan sveiflast, fasteignaverð sveiflast, mannfjöldatölur sveiflast, hitatölur sveiflast, tískan sveiflast...
...og í hvert einasta skipti sem ég ætla að skrifa sveiflast skrifa ég svieflast... sem sagt... stafirnir sveiflast...
en fyrst og fremst sveiflast allt eftir því hvernig maður sjálfur sveiflast... það er að segja hið innra sjálf... svo við gerumst háfleigari...
sveiflum við okkur ekki bara á fund á fimtudaginn... og fund hjá Agga á morgun... sjáiði bara hvernig vikuplanið sveiflast líka! ég ætlaði á fræðslufund á morgun og á danssýningu á fimmtudag...
best að ákveða sem minnst...

...og svo sveiflast frænka og frænka sveiflast svo ...

þetta lag... hvernig gat því lostið svona niður í höfuðið á mér...
yfir og út... ætla að sveifla mér í bólið...!
já, og ef ykkur langar í virkilega gott kaffi, nú þá mæli ég sérstaklega með Java Jampit (eða java djammpittur hihih..) og lífrænu Sídamó frá Kaffitár!!! við vorum sko í kaffismökkun á starfsmannafundinum áðan... smökkuðum 16 mismunandi tegundir... vissir þú til dæmis að þú getur fundið bragð af orkideu í kaffinu þínu?! nei, hélt ekki... ég hef heldur ekki smakkað orkideu... en það er ein hérna í glugganum... svo kannski sveifla ég mér út í glugga eins og Tarzan í trjánum og fæ mér einn bita...
já.. og ef þið eruð í sveiflu eins og ég... nú þá er bara að bregða einhverju á fóninn og taka sveiflu... eða bregða sér á Kaffitár og fá sér Karamellusveiflu... (sem kostar mann reyndar sykursjokk á eftir svo ég mæli ekkert sérstaklega með því... sem sagt sveiflukenndur blóðsykur...)

ég er hætt þessum sveiflum... enda farin að sveiflast eins og hrísla í vindi.... því mér finnst þetta auðvitað svo ferlega skemmtilegt... hihihihi...

en hugsiði bara aðeins út í það... hvað íslenskan er skemmtilegt mál... hvað eitt orð getur gengið á marga vegu... í mismunandi merkingu...

eða verið endurteki endalaust oft...

4 comments:

OFURINGA said...

Bullid i thér er yndislegt! ég sveiflast oll af hlátri.

Kv. Inga Hlin i laerdomssveiflu.

Anonymous said...

Það er alltaf gaman af pistlunum þínum Ólöf mín! Vildi óska þér til hamingju með íbúðina og vil endilega fræðast frekar um staðsetningu hennar svo ég geti heimsókt þig sem fyrst þegar ég kem aftur heim. Annars seifla ég bara til þín kærri kveðju og vonast til að hitta þig einhverstaðar í ægilegri danssveiflu með vorinu...það er must!
Kveðja, Eyrún.
p.s. Kannski að maður sveifli til þín heimasíðunni hjá manni en hún er http://www.blog.central.is/hvanneyrun Hafðu það svo gorr og vertu dugleg að blogga, líst vel á þetta hjá þér ;o)

Anonymous said...

hæhæ skvísa
Var að heyra að þú hefðir keypt þér íbúð... Hjartanlega til hamingju með íbúðina :) hlakka til að koma í heimsókn þegar að ég flyt.. það er að segja ef manni verður boðið í heimsókn.. :) Hafðu það rosalega gott elskan :) sjáumst síðar..
Ása austfirska ;)

Anonymous said...

Hæ hæ, ... ég kíkti aðeins í heimsókn...... það eru aldeilis pælingar! Gaman af því! Farðu vel með þig og vonandi heyrumst við og sjáumst fljótlega!
bæjó Magga