20.1.06

vegir liggja...

til allra átta... og það má sko með sanni segja...
þessi fór þangað, hinn fór eitthvað annað og hey, þessi þarna fór ekki neitt, og enn einn fór til baka...
við erum öll á leiðinni eitthvert... en hvert? hver veit það svosem...? við tökum einhverja stefnu... hvort sem við fylgjum henni lengur eða skemur... það er svo margt sem glepur á leiðinni... auðvelt að fara af sporinu, eða skipta um skoðun, taka hliðarspor, skipta um akgrein... eða fara vetrarveginn svo maður festi sig ekki í snjó...
það er svo margt í boði! endalausar krosssgötur... endalausar spurningar...
... ég held að besti kosturinn í stöðunni sé einfaldlega bara að halda áfram... staðna ekki, bakka ekki... heldur halda ótrauður áfram... það bíður manns allstaðar eitthvað spennandi... og úr því maður valdi þessa leið, hvort sem maður nú beint valdi eða ekki, þá má maður ekki lifa í fortíðinni og vera eitthvað í bakkgír... það er bara að taka næsta skref og sjá hvað gerist... fæst höfum við beint planað það sem við erum að gera... eða stefnum á ... það bara gerðist... eitt í kjölfar annars... af því við gerum þetta þá gerum við hitt...
og einmitt þess vegna gott fólk... en ég hef ekki verið að flagga því neitt fyrr... ætla ég að segja ykkur að ég er búin að fjárfesta í íbúð... og það var sko ekkert á planinu!! nei nei... ég ætlaði að skoða heiminn! en ég get alveg gert það líka... bara ekki í dag eða á morgun... já, ég keypti sem sagt með honum karli föður mínum íbúð á Bræðraborgarstígnum... risíbúð... mjög fín... held ég... hum... maður getur alltaf verið að fá bakþanka... en eins og ég sagði... halda ótrauður áfram og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér...
vinir manns fara út í heim... en þeir koma aftur...! og aðrir ganga í hjónaband, eignast börn...
við erum öll að fullorðnast... en það er bara gaman...
við tókum öll okkar stefnu, okkar leið að takmarkinu... og allar leiðir eru góðar leiðir ef við látum okkur líða vel á leiðinni...
ég verð að hætta núna... er að fara í söngtíma...
já... talandi um óvænta stefnu... ég sem ekkert þorði að opna munninn ákvað að gera eitthvað í málunum og nú er ég að læra að þenja raddböndin og góla eins og varúlfur... hihi... allt getur gerst... allt er hægt... bara ef viljinn er fyrir hendi...
... og svo er bara að treysta á guð og lukkuna...

4 comments:

OFURINGA said...

Til hamingju med ibudina! Hlakka til ad heimsaekja thig i sumar!

Anonymous said...

hej

hugsa geggjad mikid um til og husid titt og allt tad

er med fina eyrnalokka i dag ... svona gull ... sem vinkona min bjo til ... rosa fin :)

danmork a vel vid mig ... eg se tig alveg fyrir mig her :)
kosy kosy

loveyou
johanna

Anonymous said...

Hae, elsku Olof!
Gaman ad heyra hvad tu ert ad bralla... alltaf eitthvad skemmtileg! Og til hamingju med ibudina:)
Hlakka til ad hitta tig i vor.. og heyra og sja, hvad er buid ad gerast a klakanum.. og list vel a konnunarleidangurinn tinn!:)
knus og kossar
Kristin Inga

Anonymous said...

Bara smá innskot Ólöf mín, en linkarnir þínir á aðra bloggara virka ekki því þú skrifaðir óvart bogspot hjá öllum (í template-inu) í staðinn fyrir blogspot.... Luvya though ;o)