22.11.05

hver stal kökunni...

...eða ætti ég að segja senunni...
ég var svo mikið að hugsa um það um daginn... hvað fræga fólkið lætur frægðina stundum stíga sér til höfuðs... og ekkert bara fræga fólkið.. líka fólkið sem heldur að það sé frægt af því það komst á síður séð og heyrt...
alla vega ... verandi kaffibarþjónn afgreiðir maður alls kyns fólk... ríka og auralausa... þakkláta og vanþakkláta... og oftar en ekki koma þar þekktir einstaklingar... Sumir eru ekkert nema kurteisin. Spjalla við mann eins og hinir óbreittu kúnnarnir og jafnvel ganntast í manni... yfirleitt er það nú samt á hinn veginn... því miður... þeir eru þurrirr eins og harðfiskur, setja upp merkilegan svip og gæta þess að segja ekki meira við þennan ómerkilega kaffibarþjón en nákvæmlega bara það sem þeir neyðast til að segja... hvaða kaffi þeir ætla að fá.. hvað eru þeir hræddir við?! þetta er fólkið sem er sífelltt í ótta við að einhver steli af þeim senunni... er það ekki???
allar þessar vangaveltur mínar spruttu út frá spurningu minni um það hvort ég vildi verða leikari... ég komst nefnilega að því að eins vænt og mér þykir um alla ástsælu leikarana okkar... þá eru því miður margir þeirra í sífelltu senukapphlaupi... þ.e. að passa kúlið... tapa ekki senunni.... og hey... hvað veit líka svona lásí kaffibarþjónn um listina að leika... ég meina...
það skelfdi mig! já... mig langar ekki að vera eitthvað merkikerti!!! ég er ekki betri en neinn annar... og ég vil ekki halda að ég sé betri en neinn annar! svo hvað er ég þá að pæla í að verða leikari... En hey,,, ekkert er bara svart eða hvítt... það eru líka til leikarar sem bera svolítið meira þroskamerki... og þeir eru sko ekkert að hefja sig yfir okkur hin.. nei... gantast í manni og já... eru bara mannlegir! ... og þá einmitt mundi ég eftir þeim... og þá fór ég að hugsa aftur... og já... ef maður er nógu meðvitaður um þetta... ætli maður geti þá ekki alveg komist hjá því að láta rigna upp í nefið á sér...
ég kemst samt ekki hjá því að vera hrædd... já.. alveg skíthrædd... ekki bara skíthrædd um að komast yfir höfuð ekki inn í leiklistarskóla,... skíthrædd um að vera ekki nógu góð... þá er ég líka skíthrædd um að ef ég nú kemst inn... þá verði ég svo montin með það að ég gleymi öllum í kring um mig og verði eitt stórt ég... í guðana bænum kippiði í mig ef það nokkurtíma mun gerast...!!! ég vil ekki verða svona...
...ég vil bara vera ég... gamla góða Ólöf...
og já... þessum pælingum er síður en svo lokið... það er nefnilega ástæðan.. hver er ástæðan... af hverju lætur fólk frægðina vaxa sér yfir höfðu... eða er það yfirleitt eitthvað frægt... ég meina fréttafólkið í sjónvarpinu er það frægt.. nei, meira þekkt... þekkt andilit... og eru þá þessi merkilegheit kannski engin merkilegheit heldur er fólk kannski að forðast starandi augnaráð almennra borgara sem hugsa hey,, er þetta ekki þessi úr sjónvarpinu... eða hey, þetta er þessi úr sjónvarpinu, vá... hann er líka venjulegur.. ætli ég geti þetta? eða... ooo... ég vildi að ég væri svona... þetta er nefnilega fólkið sem við lítum upp til... oft á tíðum alla vega... fólkið sem við ímyndum okkur að sé svo frábært að vera... en úff.. ekki held ég að það sé svo frábært að fara út úr húsi og þurfa helst að vera með hauspoka til að geta verslað í bónus... eða hvar það nú er sem maður vill drepa niður fæti... ég meina... er það ekki svaka fréttnæmt út af fyrir sig að fara út úr húsi... en hvar var ég nú, já... að vera á flótta... er þetta fólk kannski bara svona þurrt og stíft af því það er í vörn... er að verja sig fyrir stöðugum ágangi okkar...
ætli þetta sé ekki bara allt í bland... þið vitið.. svona sitt lítið af hverju...
...það er bara svo sorglegt þegar svona yndislegt fólk lætur frægðina stíga sér til höfðus og gleymir því hvað það er, hvað það var og hverjir voru þar líka.. við hin...og það er einmitt það sem við ætlum ekki að gera... sama hvort við verðum lögfræðingar, leikarar, stjórnmálamenn, erfðatæknar, fyrirtækjaeigendur,moldríkir bankastjórar, arkitektar, heimavinnandi húsmæður, kennarar eða hvað... við ætlum ekki að gleyma hver við erum!
...jafnvel þó við vitum kannski ekki alveg hver við erum...
og þegar öllu er á botninn hvolft... hver er þá að stela senunni...
ha ég... ekki satt... hver þá? einhver annar stal sennunni af liðinu í gær... ha ég ... já þú... ekki satt... hver þá.. og ef þetta er ekki sagan endalausa... hver þá?

2 comments:

Matthías Freyr Matthíasson said...

Veistu...ég held að þú þurfir ekki að hafa neinar áhugggjur af því að þú eigir eftir að verða einhver últramegaútúrflippuðegódrusluégégégégdrottning sem hugsir bara um rassinn á sjálfri þér.......eða hvort að þú sért að missa senuna...þú ert nebbilega sveitastelpa og sveitastelpur eru alltaf ljúfar og góðar.....hugsa að það sé nálægðin við dýrin eða eitthvað... :D:D:D

OFURINGA said...

Eg er alveg sammala med thessi merkikerti...thetta er sorglegt ad sja hvernig folk getur breyst thegar thad verdur fraegt!
En veistu...eg a rosalega erfitt med ad sja thig fyrir mer sem eitthvad merkikerti! Held lika ad thetta se eitthvad sem folk akvedur, og ef thu vilt ekki verda snobbhaena, tha verduru ekki snobbhaena...og hananu...gaggalagooo...