28.11.05

að vera það sem maður er...

fólk er alltaf í einhverju kapphlaupi við að vera eitthvað... eitthvað annað en það sem það er...
öllum liggur svo mikið á að verða eitthvað að þeir týna sjálfum sér á leiðinni...
ég fór á Harry Potter um helgina. Ég var sko ekki svikin...! Harry Potter stendur fyrir sínu...
alveg sama hversu hörð keppnin um eldbikarinn var... alltaf var hann tilbúinn að fórna honum fyrir vini sína...! og það er sko meira en margur getur sagt... það er nefnilega hægt að öðlast orðstýr með öðru en stórsigrum og merkilegheitum... það má líka öðlast orðstýr með einlægni og vináttu...
mér finnst það bara eitthvað svo mikilvægt... að láta hjartað ráða för... og við þurfum að minna okkur á það reglulega! ekki síst núna fyrir jólin... þegar allir eru eitthvað að keppast við að taka jólin með trompi...
svo ég vitni nú í aðra hetju með stórt hjarta... ja hann var það nú reyndar ekki fyrst... en þau komu jólin... jafnvel þótt hann hefði stolið öllu steini léttara úr Þeim bæ... og þá varð Trölla ljóst að þau snérust um eitthvað allt annað en gjafir og jólasteik og skraut og fínerí...
...það er nefnilega svo mikilvægt að vera bara maður sjálfur...
ja... við erum nú flest svolítið tvístígandi þegar kemur að því að skýra hver við erum... hvað við erum... hvernig við erum... en við erum öll... án orða...
... við erum það sem við gerum, það sem við skynjum, skiljum, tjáum... viljum og þráum, hugsum...
... öll okkar hegðun mótar okkur... og þá má spurja... já en er það þá ekki bara að vera maður sjálfur að keppast við að ná á toppinn... fyrst það er það sem mann langar...
æ... sko... jú en samt nei... við látum nefnilega svolítð blekkjast... við látum nefnilega svolítið segja okkur hvað við viljum og hver við erum og hvers við þörfnumst og hvert við stefnum...
samfélagið knýr okkur áfram i stöðugu kapphlaupi...
við óttumst álit annarra...
látum blekkjast af fögrum loforðum...
...látum telja okkur trú um að við þurfum að komast á toppinn til að sýna öllum hvað við erum og hvað við getum og hvers við erum megnug...
... ég held að þeir séu mest megnugastir sem halda áfram að vera þeir sjálfir... sem standa af sér þennan stórsjó... og vakna til móts við hvern dag með það á vörunum að hér er ég... svona er ég og ég þarf ekki að sanna það fyrir neinum, ég er bara ég og ég er bara svona, einmitt eins og ég er...
...af hverju að fá komplexa yfir því að vera ótilhöfð í dag...? hafði einfaldlega ekki tíma til þess... er samt alveg jafn sæt... bara án farða...
... af hverju að afsaka hvað tölvan heima er hægvirk og lengi að opna skjalið...? Þú hefur einfaldlega ekkert við dýrari og fullkomnari tölvu að gera...
... af hverju að afsaka draslið í íbúðinni...? þú hefur bara haft um nóg annað að hugsa..
... af hverju að finnast maður vera heimsins stærsti fáviti og draga sig út úr umræðunni um nýjustu þingsályktunartillöguna..? þú hefur einfaldlega önnur áhugamál...
...af hverju að skammast sín fyrir að vera enn þá í sömu úlpunni 4 veturinn í röð...? hún er einfaldlega svo hlý og góð..!
... af hverju að fá minnimáttarkennd þegar maður mætir verðbréfasalanum og konunni hans með bónuspokann þinn í hendinni...? hey! allt er hey í harðindum!
..það sem ég er að reyna að segja... við erum öll alltaf að miða okkur við aðra, bera okkur saman við aðra og oftar en ekki dregur það bara úr okkur... þannig erum við ómeðvitað að segja undirmeðvitundinni okkar að við séum á einhvern hátt ekki að uppfylla hinar og þessar kröfur og förum ósjálfrátt að reyna að gangast undir þeim...
..og það er einmitt þá sem við hættum að vera það sem við erum..
..en það er aldrei of seint að snúa við...
sjálf hef ég ekki hugmynd um það hver ég er... en ég er ég...! og ég er ekki ég af ástæðulausu... það er nefnilega svo dæmalaust gott að ég er ég og þú ert þú og við erum eins og við erum.. og ekki eins.. því halló... heimurinn væri nú heldur betur einsleitur ef allir væru eins!
og ekki misskilja...
það að vera öðruvísi... það er ekki endilega að vera maður sjálfur ef maður er öðruvísi til að vera öðruvísi...
...fyrir utan að hver er öðruvísi ef enginn er eins...???

við sofum á því... :O)
yfir og út

5 comments:

Matthías Freyr Matthíasson said...

Veistu....Það er æðislegt að lesa þessa hugleiðingar þínar....

þú ert æði

Atli Sig said...

Þetta eru svakalegar pælingar. Mikill sannleikur í þessarri færslu. Ég held að lífið gangi hreinlega út á að finna hver maður er og skilja sjálfan sig...því hvernig getur maður skilið heiminn ef maður skilur ekki sjálfan sig? Heimurinn er jú ekkert annað en það sem við sjálf skynjum. Eða allaveganna er það eini heimurinn sem við þekkjum af eigin raun. En maður er samt sífellt að breytast eftir því sem lífið heldur áfram og því er maður kannski í endalausri leit að sjálfri sér? Hver veit?

Anonymous said...

Jóhanna said...

ég var í svakalega svipuðum hugleiðingum í strætó um daginn þar sem ég á það til að gera lítið úr sjálfri mér og þykja allt betra sem allir aðrir eru að gera!
en ég áttaði mig á því að eðlisfræði er ekkert endilega betri en myndlist. einfaldlega ekki það sama!
Smátt og smátt lærist það að "rétta leiðin", ef svo má að orði komast, er ekki sama leiðin. Ég á mína "réttu leið" og þú þína o.s.frv.
En að sjálfsögðu getum við farið ranga leið líka. Við meigum ekki halda að ranga leiðin sé rétt fyrir nokkurn mann!!!

ólöf, ég þakka þér skemmtilgar og spekingslegar hugleiðingar. Það er gott fyrir sálina að lesa svona lagað *.*
loveyou

Ólöf said...

Ég fer bara hjá mér!!! það segja allir eitthvað svo fallegt um mig... ég er ekki viss um að ég eigi það skilið... en TAKK! Það yljar mér mjög mikið um hjartarætur!!! mér þykir mjög mjög vænt um það!!! mjög!

Anonymous said...

ég var næstum búin að gleyma hvað þú ert mikil perla! hef ekkert haft mig í frammi við að halda sambandi við ykkur stelpurnar, en þegar ég frétti af blogginu þínu varð ég að kíkja, aðeins að forvitnast um hvar þú værir stödd í tilverunni. svo þegar ég les þetta gat ég ekki stillt mig um að taka þátt í að lofa þær í hástert. vonandi gengur þér allt í haginn, og til hamingju með að vera alltaf þú :o) það þarf stóra manneskju til!