27.12.05

fangi eigin huga

..hver kannast ekki við að týnast í eigin hugarheimi... dreyma dagdrauma þegar skólabækurnar ættu að vera fyrir framan nefið á manni... sökkva í framtíðarplön með sæta stráknum/sætu stelpunni sem maður sá í strætó... gleyma sér í gömlum myndaalbúmum... hanga og gera ekki neitt nema hugsa... hugsa... hugsa...
hvað þá þegar maður festist í hugsunum? kemst ekki út? er fastur í draumum? fastur í óraunveruleika? fastur í fangelsi eigin hugarheims... fastur í því sem maður heldur að maður vilji, heldur að sé til bóta, vildi að hefði verið, vildi að væri, hugar... hugsar... hugsar...
og sama hvað þú hugsar mikið um það þá leysist ekki þrautin, hún þyngist bara, flækist... og þú hugsar "hvernig get ég leyst flækjuna" ...? og hún flækist... flækist bara fyrir þér og það gerist ekkert... leysist ekkert...
og þú ert að springa...
uppfullur af hugmyndum, væntingum, óskhyggju, vonum, vonbrygðum, söknuði, tilhlökkunar, kærleika, óendurgoldnum kærleika, draumum, markmiðum, tilfinningum, ótta, óánægju með sjálfan þig...
óánægju með sjálfan þig..
því einhvernveginn stefna allar þessar hugsanir að því að þú verðir betri...
...en hver verður betri af fangelsisvist...? hver verður betri af einverunni í þröngum fangaklefanum sem fyllir mann innilokunarkennd...
og það er alveg sama hvað þú hugsar eða gerir..
...það gerist ekkert...
þú stendur aldrei undir eigin væntingum...

...lykillinn er undir dyramottunni...

allar þessar hugsanir og þér finnst þú vera að springa!

en lykillinn er undir dyramottunni... útidyramottunni...

vinur minn sagði... að maður ætti að berjast fyrir því sem maður vildi.
sumu er ekki hægt að berjast fyrir!
ég vildi að þú læsir þetta!
en ég veit þú lest það ekki...
...því þú gafst upp... fyrir einhverju sem þú vissir ekki hvort þú vildir...
ég veit hvað ég vil...
þú vilt ekki vita það..

ég held ég viti ekki hvað ég vil... af því ég fór að hugsa um það...
við fórum að hugsa um það!

ekki hugsa!

maður á að berjast fyrir því sem maður vill

en ég hef ekki hjarta í að berjast á móti óvopnuðum mönnum...

og ég hugsaði mig í kaf...
og ég er að springa
og það breytir engu... þú átt aldrei eftir að lesa þetta....

No comments: