7.12.05

að missa sig...

...í jólastessinu... Mér finnst eins og allir séu annað hvort að missa sig... eða missa af jólunum...
kannski er það bara af því að ég er að upplifa svolítið öðruvísi aðventu, eða kannski er það bara af því að það er raunin... en allir eru einhvernveginn að keppast við að kaupa...
... hlaupa upp og niður laugarveginn, fylla kringluna, tæma Ikea og hreynsa upp lagerinn í Epal...
eins og allir vita þá koma engin jól ef það er ekki nýr sófi, nýtt stofuborð, búið að flísaleggja baðið, kaupa jólaföt á alla familíuna, veglegar jólagjafir sem staflast í virki utan um jólatréð svo það sést ekki að þú fékkst ekki besta heldur næstbesta tréð og baka amk 8 sortir af smákökum... sér dress fyrir jólaglöggið og annað fyrir áramótin... svo eru það jólakortin... það verður að fara með fjölskylduna í myndatöku og senda svo öllum mynd í jólakortinu svo þeir muni nú örugglega hvernig þú lítur út því þú hefur verið svo bissí undanfarið að þú hefur ekki mátt vera að því að kíkja í heimsókn... textann verður svo bara að vera prentaður í... enginn tími fyrir kortaskrif...
...er þetta virkilega svona...
auðvitað er voðalega notalegt að vita að húsið er hreint og geta gætt sér á smákökum og mjólk á kvöldin... auðvitað er ósköp gaman að vita að þú gafst frænku einmitt dýra flotta bollastellið sem hún óskaði sér... eða frænda verkfærasettið sem hann vantaði svo nauðsynlega...
... en þau hefðu örugglega verið jafn glöð þó þú hefðir bara sent kort eða kannski pakka af jólate...
ég held að við verðum samt að stilla öllu í hóf...
ég held að mitt í þessu fári sé mikilvægast að vera með fjölskyldunni, horfa í kertalogann og hlýða á jólalögin í útvarpinu...

og finna svo hvernig jólin fylla hjartað á aðfangadagskvöld... ekki þegar þú snæðir steikina, vinnur möndlugjöfina, eða opnar stærsta pakkann... heldur þegar allt þetta stúss er afstaðið og þú sest niður í rólegheitum til að lesa jólakortin þín... og finnur að þarna úti er einhver að hugsa til þín... einhver sem í öllu jólafárinu gaf sér tíma til að skrifa þér kveðju og óska þér gleðilegra jóla.

ég bíst við því að það sem ég er að segja er ... að við kaupum ekki jólin á einn eða annan hátt... við gleðjum ekki endilega mest með því að gefa sem mest... eða... jú, kannski, en bara í öðrum skilningi... því við gefum mest með því að gefa okkur tíma fyrir þá sem okkur þykir vænt um... hvort sem er með ánægjulegri samverustund eða fallegri jólakveðju í umslagi sem berst inn um bréfalúguna...

og þar með er þessu jólarausi mínu lokið...! maður verður bara svo meðvitaður um þetta fár þegar maður er svona mitt í hringiðunni...
... stundum væri svo gott að vera bara heima hjá kúnum í sveitinni...
...þær vita sko hvað þær baula...

No comments: