4.12.05

Gott bara gott, en þu?

"Það er allt í lagi, heimurinn er fullur af vitlausu fólki" ...eins og segir í einhverju góðu leikriti...
En heimurinn er líka fullur af góðu fólki...! og svei mér þá... ég er svo lánsöm að það úir og grúir af því allt í kring um mig!!
ég er strax komin með alvarleg fráhvarfseinkenni frá leikhúslífinu... Anna brýst stundum fram í þörf minni fyrir leiktjáningu... en það er enginn sem svarar... enginn ..."meigstu í buxurnar krakki" ... enginn "afhverju svararu þá ekki.." enginn "það ert ekki þú"...
Mark, Ólöf, Ólöf, Hildur... Ólöf, Hildur, Hildur, Svandís... o.frv. ... einu eftirstöðvar þess eru fjólubláar freknur á lærunum á mér... !
og svo koma jólin...
einhver kvíðablandin tilhlökkun læðist um líkama minn...
það er eins og mig vanti helminnginn af mér... vanti að hengja upp jólaseríuna með pabba, þrífa með ömmu og mömmu, horfa á jólasveininn minn útsaumaða á veggnum telja niður dagana til jóla... finna smákökuylminn hjá mömmu, finna eftirvæntinguna hjá ömmu, sjá kirkjuna upplýsta, fara í fjósið með pabba, hjálpa afa með tréð... það eru jólin mín... fjölskyldan mín...
..og svo hangi ég bara hér í Reykjavík...
ég held samt að það verði gaman að vinna á þorláksmessu og upplifa stemmninguna niður i bæ... annarskonar upplifun... nýtt í reynslubankann...
og þrátt fyrir allt kemst ég nú heim til að skera út laufabrauðið...
jólin koma

ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna..
verð að sofa aðeins í hausinn á mér...

... en aðventuljósið í glugganum mínum lýsir ekki bara upp herbergið...
það lýsir líka upp gamlar hlýjar minningar um jólin

3 comments:

Anonymous said...

oohhh já, ertu búin að breyta svo nú get ég skrifað hér? Gaman, gaman :)
Það var svo gaman hjá okkur öllum um daginn, við skulum reyna að hittast allar aftur einhverntíman eftir jólastressið :)

Anonymous said...

komnar myndir úr skálaferð LOKSINS LOKSINS

http://flickr.com/photos/75072264@N00/

fleiri skemmtó myndir á leiðinni (vonandi;)

OFURINGA said...

Oh...eg elska jolin! Eg verd samt fjarri ollu thessu og fae ad upplifa "svolitid" odruvisi jol! En thad verdur bara gaman!