hver sagði að súkkulaðirúsínur vaxi ekki á tjám?
hver hélt því fram að pottar væru ekki nothæfir sem inniskór?
hverjum datt í hug að standa á tveimur fótum þegar maður hefur tvær hendur?!
stærsta hindrunin í líf manns er maður sjálfur!
ef mig langar að dansa við bleikan fíl, hver segir þá að bleikir fílar séu ekki til?
rökhugsunin..
skynsemin...
iss piss...
það er ekkert sem segir að ég geti ekki dansað við ímyndaðan bleikan fíl!
eða bangsa..
eða alvöru afrískan fíl með rauðu hundana!
nema skvett hafi verið úr málningarfötu yfir hann...
af hverju setur maður ekki bara stundum rökhugsun og "rétt og rangt" hugsun á pásu og hleypir óheftu ímyndunarafli, sköpunarkrafti og ótæmandi lífgleði að...
af hverju ræktar maður ekki bara súkkulaðirúsínutré í garðinum hjá sér?!
ég bara spyr!
2.2.09
2.1.09
Í upphafi árs
í upphafi árs fara menn gjarnan yfir farinn veg.
Ég ætla bara að líta fram á veginn.
Áramótaheitin eru óteljandi en um fram allt þetta: NJÓTTU
þá á ég að sjálfsögðu ekki við að éta rjómapönnukökur og rússnest blinis á hverjum degi... hahaha... það er nú ekki kreppumatur... nei, ég meina bara að njóta þess sem er...
og þess sem maður er...
svo mín ósk til þín á nýju ári er þessi:
að þú njótir þess að vera sá sem þú ert, með öllum og öllu því sem hver stund hefur að geyma!
Gleðilegt nýtt ár!
Ég ætla bara að líta fram á veginn.
Áramótaheitin eru óteljandi en um fram allt þetta: NJÓTTU
þá á ég að sjálfsögðu ekki við að éta rjómapönnukökur og rússnest blinis á hverjum degi... hahaha... það er nú ekki kreppumatur... nei, ég meina bara að njóta þess sem er...
og þess sem maður er...
svo mín ósk til þín á nýju ári er þessi:
að þú njótir þess að vera sá sem þú ert, með öllum og öllu því sem hver stund hefur að geyma!
Gleðilegt nýtt ár!
23.12.08
Gleðileg jól!
Elsku hjartans vinir!
það er margt sem ég hef vanrækt þetta árið... Vini mína, fjölskyldu, heilsuna, heimilið, áhugamálin, bloggið, sjálfa mig...
brostin athyggli...
blind á bókina...
gullfiskaminni...
svolítið mikil óreiða á öllu...!
það er víst ekkert nýtt!
Einhverstaðar segir: Lengi má manninn bæta.
Það ætla ég svo sannarlega að vona að sé rétt! og það er einlægt markmið mitt fyrir lífið að vera stöðugt að bæta mig... það er þá alltaf örlítil von um að ég hringi kannski örlítið oftar á næsta ári... eða kíki í heimsókn, eða sendi jólakort!!!
kannski tekst mér að læra loksins alminnilega á gítarinn, kannski fer ég oftar á hestbak, á fjöll... kannski verð ég skipulagðari og stundvísari, kannski verð ég sparsamari, kannski verð ég glaðari, sáttari í sálinni...
og kannski verð ég bara sama gamla tuggan sem er búin að lofa gulli og grænum skóum svo oft og svo oft...
svo oft og svo oft hefur púkinn setið á öxlinni á mér...
svo oft og svo oft hef ég hlýtt honum...
í mörg ár hef ég gengið með hann í maganum..
í mörg ár hef ég kennt honum um ófarir mínar
í mörg ár hef ég búið honum skjól og nært hann og alið...
í mörg ár hef ég ekki verið nema hálf... og aldrei alveg ég sjálf..
ég ætla alltaf að losna við hann... svo ég geti verið betri... svo ég geti verið góð við alla sem eru góðir við mig... svo ég geti endurgjaldað alla þessa vinsemd og hlýju... svo ég verði alminnileg manneskja..
en hann er alltaf þarna...
mig langar að eiga fleiri góðar minningar en slæmar...
fleiri gleðistundir...
hlæja meira..
ef maður hefur markmið sín skýr og geymir þau vel í hjarta sínu og stefnir á þau ótrauður þá nást þau einn daginn... bara ef maður vill það nógu mikið... og hreyfir sig í áttina að þeim!
ég á mér markmið
og ég stefni ótrauð á það..
Elsku vinir mínir, elsku fjölskylda mín, elsku allir!
Mér þykir óendanlega vænt um ykkur! þið eruð mér mjög mikils virði!
það er ómetanlegt að vita að maður getur fengið alls staðar faðmlag, góð ráð, bros...
ég bið ykkur að fyrirgefa mér allar fýlustundirnar... óþolinmæðina... að ég hringi ekki... kem ekki... skil ekki...
það kemur að því!
ég veit það...
ég veit það af því að það er alltaf að glitta meira og meira í gömlu góðu Ólöfu... óstjórnlega stríðna en feimna grallaraspóann sem bullar út í eitt, fíflast og hlær... amk. við hátíðleg tækifæri...
og með því óska ég ykkur Gleðirlegra jóla!!!!
megi komandi ár vera full af kátínu og þroska og allir ykkar dagar umvafðir ljósi og kærleika!
það er margt sem ég hef vanrækt þetta árið... Vini mína, fjölskyldu, heilsuna, heimilið, áhugamálin, bloggið, sjálfa mig...
brostin athyggli...
blind á bókina...
gullfiskaminni...
svolítið mikil óreiða á öllu...!
það er víst ekkert nýtt!
Einhverstaðar segir: Lengi má manninn bæta.
Það ætla ég svo sannarlega að vona að sé rétt! og það er einlægt markmið mitt fyrir lífið að vera stöðugt að bæta mig... það er þá alltaf örlítil von um að ég hringi kannski örlítið oftar á næsta ári... eða kíki í heimsókn, eða sendi jólakort!!!
kannski tekst mér að læra loksins alminnilega á gítarinn, kannski fer ég oftar á hestbak, á fjöll... kannski verð ég skipulagðari og stundvísari, kannski verð ég sparsamari, kannski verð ég glaðari, sáttari í sálinni...
og kannski verð ég bara sama gamla tuggan sem er búin að lofa gulli og grænum skóum svo oft og svo oft...
svo oft og svo oft hefur púkinn setið á öxlinni á mér...
svo oft og svo oft hef ég hlýtt honum...
í mörg ár hef ég gengið með hann í maganum..
í mörg ár hef ég kennt honum um ófarir mínar
í mörg ár hef ég búið honum skjól og nært hann og alið...
í mörg ár hef ég ekki verið nema hálf... og aldrei alveg ég sjálf..
ég ætla alltaf að losna við hann... svo ég geti verið betri... svo ég geti verið góð við alla sem eru góðir við mig... svo ég geti endurgjaldað alla þessa vinsemd og hlýju... svo ég verði alminnileg manneskja..
en hann er alltaf þarna...
mig langar að eiga fleiri góðar minningar en slæmar...
fleiri gleðistundir...
hlæja meira..
ef maður hefur markmið sín skýr og geymir þau vel í hjarta sínu og stefnir á þau ótrauður þá nást þau einn daginn... bara ef maður vill það nógu mikið... og hreyfir sig í áttina að þeim!
ég á mér markmið
og ég stefni ótrauð á það..
Elsku vinir mínir, elsku fjölskylda mín, elsku allir!
Mér þykir óendanlega vænt um ykkur! þið eruð mér mjög mikils virði!
það er ómetanlegt að vita að maður getur fengið alls staðar faðmlag, góð ráð, bros...
ég bið ykkur að fyrirgefa mér allar fýlustundirnar... óþolinmæðina... að ég hringi ekki... kem ekki... skil ekki...
það kemur að því!
ég veit það...
ég veit það af því að það er alltaf að glitta meira og meira í gömlu góðu Ólöfu... óstjórnlega stríðna en feimna grallaraspóann sem bullar út í eitt, fíflast og hlær... amk. við hátíðleg tækifæri...
og með því óska ég ykkur Gleðirlegra jóla!!!!
megi komandi ár vera full af kátínu og þroska og allir ykkar dagar umvafðir ljósi og kærleika!
20.10.08
Siggi var úti...
...á þekju í fyrirlestrartíma í dag! alveg satt!
facebook spacebook... hvað er nú það??? eins og Richard Shechner sé ekki miklu meira spennandi??!?!
já... ég ætla að segja ykkur svolítið frá honum Sigga bekkjarbróður
ég lofaði því nefnilega í dag...
hann er stór...
bara næstum jafn stór og ég!
og hann er kátur og rosa klár í bolta
og hann er kisa... eins og ég... það segir Ólöf íþróttakennari a.m.k. ... af því við erum svo snör og fim í snúningum... en hann er meira svona heimilisköttur... ekki villiköttur eins og ég...
það er samt allt í lagi.. hann er nefnilega svona heimilisköttur sem fer stundum út og labbar allan hringinn í kring um húsið!!!
svo er hann líka feikna söngvari! Það komast sko ekki margir með tærnar þar sem hann hefur hælana hvað það varðar!
og hann er sniðugur...
rosa sniðugur!
og tekur sig með eindæmum vel út í matrósarfötum!!! svo ég tali nú ekki um á mótórhjóli í leðurjakka!
yfir og út
enginn með stút (á munninum þó Snæja raddkennari yrði eflaust bara ánægð með það... eins mikinn spíss og hægt er... helst yddara!)
21.9.08
6.9.08
ég er á leiðinni
alltaf á leiðinni...
að fara að laga bloggið...gef mér bara ekki tíma... þarf að hressa upp á þetta.. setja myndir, laga tengiliðalistann...
og fleira og fleira..
en annars er það að frétta að Ólöf er að vakna til lífsins... skriðin úr sumarhýðinu... farin að vera á meðal fólks... kominn í skólann aftur.. .meira að segja farin að tala mannamál... eða svona... gerir sig alla vega nokkurnvegin skiljanlega... verð að viðurkenna að það voru smá örðuleikar í fystu... enda búin að vera týnd og tröllum gefiin svo lengi...
hver veit nema stelpan bregði sér meira að segja í dansskóna einhvern daginn við gott tækifæri...!
að fara að laga bloggið...gef mér bara ekki tíma... þarf að hressa upp á þetta.. setja myndir, laga tengiliðalistann...
og fleira og fleira..
en annars er það að frétta að Ólöf er að vakna til lífsins... skriðin úr sumarhýðinu... farin að vera á meðal fólks... kominn í skólann aftur.. .meira að segja farin að tala mannamál... eða svona... gerir sig alla vega nokkurnvegin skiljanlega... verð að viðurkenna að það voru smá örðuleikar í fystu... enda búin að vera týnd og tröllum gefiin svo lengi...
hver veit nema stelpan bregði sér meira að segja í dansskóna einhvern daginn við gott tækifæri...!
8.8.08
ammli ammli ammli
jahá... jibbí og joddillijeij!!!
þá er komið að þeim stórmerka árlega viðburði að ég, pottormurinn sjálfur með puntstráið í munnvikunm, á afmæli! já, verð bara hvorki meira né minna en tuttugogss.... uhum.. já og það held ég nú!
blóm og kransar afþakkaðir... en vinsamlegast geriði nú eitthvað ykkur til yndis og ánægju á þessum dýrðar drottins degi!
hef það ekki lengra að sinni...
en ef þið sjáið einhvern hangandi í blöðrubúnti, fljúgandi yfir land og mið á morgun þá er það sennilegast afmælisbarnið að missa sig í dagdraumunum...
þá er komið að þeim stórmerka árlega viðburði að ég, pottormurinn sjálfur með puntstráið í munnvikunm, á afmæli! já, verð bara hvorki meira né minna en tuttugogss.... uhum.. já og það held ég nú!
blóm og kransar afþakkaðir... en vinsamlegast geriði nú eitthvað ykkur til yndis og ánægju á þessum dýrðar drottins degi!
hef það ekki lengra að sinni...
en ef þið sjáið einhvern hangandi í blöðrubúnti, fljúgandi yfir land og mið á morgun þá er það sennilegast afmælisbarnið að missa sig í dagdraumunum...
16.6.08
sól sól skín á mig...
hvar er þessi rigning sem hann er alltaf að spá?
ég bara spyr?
maður er að verða eins og skósóli...
bakaður inn að beini... úff...
ég er sko ekki hitabeltisdýr.. það er á hreinu...
eins og mér finnst yndislegt að hafa sólina þá vil ég nú helst hafa smá golu með líka... annars bara lek ég niður eins og smér...
fyrir utan að ég virðist vera efst á matseðli lítilla vængjaðra kvikinda sem smjatta mikið á eyrum, troða sér í augnkróka og fylla öll vit... ef skordýr eru jafn próteinrík og menn vilja meina þá þarf ég sko engan próteinsjake... hihi...
annars er allt í sóma... og blóma
hleyp um með garðkönnuna á lofti til að kálið mitt soðni ekki áður en það kemst í pottinn...
og hottast á hesti þegar kvöldkolan er komin
þar til næst
sumarkveðjur
ég bara spyr?
maður er að verða eins og skósóli...
bakaður inn að beini... úff...
ég er sko ekki hitabeltisdýr.. það er á hreinu...
eins og mér finnst yndislegt að hafa sólina þá vil ég nú helst hafa smá golu með líka... annars bara lek ég niður eins og smér...
fyrir utan að ég virðist vera efst á matseðli lítilla vængjaðra kvikinda sem smjatta mikið á eyrum, troða sér í augnkróka og fylla öll vit... ef skordýr eru jafn próteinrík og menn vilja meina þá þarf ég sko engan próteinsjake... hihi...
annars er allt í sóma... og blóma
hleyp um með garðkönnuna á lofti til að kálið mitt soðni ekki áður en það kemst í pottinn...
og hottast á hesti þegar kvöldkolan er komin
þar til næst
sumarkveðjur
13.5.08
með rassinn upp...
í loft og nefið á kafi í moldarbingnum...
þannig er ég búin að vera síðustu daga! Fyrst tókum við okkur til og hreinsuðum matjurtagarðinn minn... svo hjá pabba og mömmu! stinga upp og moka og setja sand og hænsnaskít og tína hverja einustu illgresisörðu úr beðunum sem við svo sáðum í gulrótum og grænkáli og spínati og klettasalati og svo verða þarna kálhausar og blómkálshausar og brokkolí og kartöflur og radísur og skrautkál og allt sem hugurinn girnist!
og svo eru kryddjurtirar farnar að spretta í pottunum og jarðaberjafræin að vakna...
rabbabarinn er farin að taka við sér..
og graslaukurinn... hellingur af honum... ef einhvern vantar...
og hundasúrur!
rifsber og bláber og sólber...
og alsber...
já, alsber stelpa í sturtu að skola af sér moldarhaugana...
þannig er ég búin að vera síðustu daga! Fyrst tókum við okkur til og hreinsuðum matjurtagarðinn minn... svo hjá pabba og mömmu! stinga upp og moka og setja sand og hænsnaskít og tína hverja einustu illgresisörðu úr beðunum sem við svo sáðum í gulrótum og grænkáli og spínati og klettasalati og svo verða þarna kálhausar og blómkálshausar og brokkolí og kartöflur og radísur og skrautkál og allt sem hugurinn girnist!
og svo eru kryddjurtirar farnar að spretta í pottunum og jarðaberjafræin að vakna...
rabbabarinn er farin að taka við sér..
og graslaukurinn... hellingur af honum... ef einhvern vantar...
og hundasúrur!
rifsber og bláber og sólber...
og alsber...
já, alsber stelpa í sturtu að skola af sér moldarhaugana...
17.4.08
það er margt í mörgu
...í maga Ingibjörgu (eins og pabbi er vanur að segja)
og þannig er það nú bara... það er ekki neitt eitt rétt eða bara eitt sjónarhorn á neitt... allt hefur ólíkar hliðar, misjafna vinkla...
og það gerir það svo skemmtilegt!
og hættulegt!
skemmtilegt af því möguleikarnir eru endalausir! Í alvörunni! ef maður skoðar nógu vel!!!
og það er einmitt hættan... að maður bara eyði vikum og dögum að skoða eitthvað ... aðeins of vel, eitthvað sem kannski ætti ekki að gera svo mikið mál úr...
en stundum þurfum við bara svo mikið að hugsa...
það er t.d. hægt að ákv. bara að fara út í búð og kaupa 1 snúð
en.. það er líka hægt að ákv að fara í bakarí og kaupa snúð
eða fara á næstu bensínstöð því þar fást oft snúðar...
svo má velta fyrir sér hvar sé best að fara, hver geri bestu snúðana, hvort þeir eru nýir, hvort betra sé að fara í þetta bakarí eða hitt, hvaða leið sé best að fara, hvenær dagsins er best að fara, hvernig snúður þetta á að vera, kanilsnúður eða snúður með glassúr og þá hvernig glassúr og er hann úr hvítu hveiti eða heilhveiti og hvað er hann stór og kannski viltu að það sé búið að gera broskall á hann eða kannski langar þig bara ekkert svo mikið í snúð eða langar þig í snúð og hvernig veistu hvað þig langar í og hvað ætlaru að drekka með honum? mjólk eða kókómjólk eða kaffi eða hvað og ætlaru að taka hann með þér heim eða borða hann strax og ætlaru að troða honum í þig eða taka einn bita í einu og hvað ætlarðu að tyggja hvern bita oft og kyngja stórum bita í einu og hvað ef það stendur nú í þér, er þá einhver til að slá á bakið á þér og er þá kannski öruggara að borða hann í búðinni eða bakaríinu eða ætlaru að taka áhættuna og fara heim með hann og njóta hans upp í sófa eða er kannski meira kósí að sitja upp í rúmi með bók eða ætlaru að snæða hann á meðan þú lest moggann inni í eldhúsi eða færðu kannski ekki moggann?
sko, ég get haldið endalaust áfram...
en einfaldast væri bara að fara og kaupa snúðinn og étann!
sum mál er einfaldlega hægt að flækja um of með að hugsa of mikið um þau...
en svo eru önnur og kannski flóknari (og þó ekki endilega) mál sem getur verið betra að hugsa aðeins um og skoða sem flestar hliðar á áður en maður veður í það...
jájá... en alla vega,
ég segi bara verði ykkur að góðu og...
Ingibjörg?
hver er þessi Ingibjörg? var hún að borða snúð?
hvernig snúð?
og þannig er það nú bara... það er ekki neitt eitt rétt eða bara eitt sjónarhorn á neitt... allt hefur ólíkar hliðar, misjafna vinkla...
og það gerir það svo skemmtilegt!
og hættulegt!
skemmtilegt af því möguleikarnir eru endalausir! Í alvörunni! ef maður skoðar nógu vel!!!
og það er einmitt hættan... að maður bara eyði vikum og dögum að skoða eitthvað ... aðeins of vel, eitthvað sem kannski ætti ekki að gera svo mikið mál úr...
en stundum þurfum við bara svo mikið að hugsa...
það er t.d. hægt að ákv. bara að fara út í búð og kaupa 1 snúð
en.. það er líka hægt að ákv að fara í bakarí og kaupa snúð
eða fara á næstu bensínstöð því þar fást oft snúðar...
svo má velta fyrir sér hvar sé best að fara, hver geri bestu snúðana, hvort þeir eru nýir, hvort betra sé að fara í þetta bakarí eða hitt, hvaða leið sé best að fara, hvenær dagsins er best að fara, hvernig snúður þetta á að vera, kanilsnúður eða snúður með glassúr og þá hvernig glassúr og er hann úr hvítu hveiti eða heilhveiti og hvað er hann stór og kannski viltu að það sé búið að gera broskall á hann eða kannski langar þig bara ekkert svo mikið í snúð eða langar þig í snúð og hvernig veistu hvað þig langar í og hvað ætlaru að drekka með honum? mjólk eða kókómjólk eða kaffi eða hvað og ætlaru að taka hann með þér heim eða borða hann strax og ætlaru að troða honum í þig eða taka einn bita í einu og hvað ætlarðu að tyggja hvern bita oft og kyngja stórum bita í einu og hvað ef það stendur nú í þér, er þá einhver til að slá á bakið á þér og er þá kannski öruggara að borða hann í búðinni eða bakaríinu eða ætlaru að taka áhættuna og fara heim með hann og njóta hans upp í sófa eða er kannski meira kósí að sitja upp í rúmi með bók eða ætlaru að snæða hann á meðan þú lest moggann inni í eldhúsi eða færðu kannski ekki moggann?
sko, ég get haldið endalaust áfram...
en einfaldast væri bara að fara og kaupa snúðinn og étann!
sum mál er einfaldlega hægt að flækja um of með að hugsa of mikið um þau...
en svo eru önnur og kannski flóknari (og þó ekki endilega) mál sem getur verið betra að hugsa aðeins um og skoða sem flestar hliðar á áður en maður veður í það...
jájá... en alla vega,
ég segi bara verði ykkur að góðu og...
Ingibjörg?
hver er þessi Ingibjörg? var hún að borða snúð?
hvernig snúð?
9.3.08
á morgun
segir sá lati...
og svo kemur morgundagurinn og það er einhvernveginn alltaf betra að fresta hlutunum til næsta dags.. eða er það ekki?
ég veit ekki...
fyrr en varir er liðin vika..
hálfur mánuður, mánuður, tveir..
ár!
og enn þá er best að gera þetta bara á morgun!
hvað ef á morgun væri í gær? þá hefði verið best að gera það í gær... og á morgun hefði verið best að gera það í dag af því á morgun er í dag í gær...
eða myndi maður bara halda áfram að segja hefði þurft að gerast í gær...
það gengur samt ekki upp því þá var það í gær.. og svo fyrradag... og fyrnist að lokum... en samt er það alltaf ógert...
slæm leið!
núna...
núna væri miklu nær! núna er rétti tíminn... núna er best! ef það er ekki best er best að gera það best og ef það er ekki tími er best að finna því tíma, því með lagi má allt við hafa... og það er svo miklu betra á morgun að vera búin eða byrjaður! og það sem meira er... okkur líður betur með sjálf okkur að slá ekki hlutunum á frest...
það er kannski ekki alltaf þægilegt að takast á við verkefnin... þau eru snúin, vaxa okkur í augum, krefjast mikils af okkur... en þau verða ekki flúin! hversu lítil eða stór þau eru... ógert er ógert!
og jafnvel þó verkinu verði ekki lokið á einum degi... hálfnað verk þá hafið er segir einhverstaðar... það er nefnilega oft mesta málið að hafa sig af stað.. svo er eftirleikurinn ekki svo slæmur!
humm.... já! ég ætla að byrja núna! ekki telja mér trú um að á morgun hennti aðstæður betur... eða jafnvel bara að það sé betra að byrja í kvöld...nei... núna er einmitt rétti tíminn! Bara einmitt núna!
ég þarf bara aðeins að gera svolítið annað fyrst...
og svo kemur morgundagurinn og það er einhvernveginn alltaf betra að fresta hlutunum til næsta dags.. eða er það ekki?
ég veit ekki...
fyrr en varir er liðin vika..
hálfur mánuður, mánuður, tveir..
ár!
og enn þá er best að gera þetta bara á morgun!
hvað ef á morgun væri í gær? þá hefði verið best að gera það í gær... og á morgun hefði verið best að gera það í dag af því á morgun er í dag í gær...
eða myndi maður bara halda áfram að segja hefði þurft að gerast í gær...
það gengur samt ekki upp því þá var það í gær.. og svo fyrradag... og fyrnist að lokum... en samt er það alltaf ógert...
slæm leið!
núna...
núna væri miklu nær! núna er rétti tíminn... núna er best! ef það er ekki best er best að gera það best og ef það er ekki tími er best að finna því tíma, því með lagi má allt við hafa... og það er svo miklu betra á morgun að vera búin eða byrjaður! og það sem meira er... okkur líður betur með sjálf okkur að slá ekki hlutunum á frest...
það er kannski ekki alltaf þægilegt að takast á við verkefnin... þau eru snúin, vaxa okkur í augum, krefjast mikils af okkur... en þau verða ekki flúin! hversu lítil eða stór þau eru... ógert er ógert!
og jafnvel þó verkinu verði ekki lokið á einum degi... hálfnað verk þá hafið er segir einhverstaðar... það er nefnilega oft mesta málið að hafa sig af stað.. svo er eftirleikurinn ekki svo slæmur!
humm.... já! ég ætla að byrja núna! ekki telja mér trú um að á morgun hennti aðstæður betur... eða jafnvel bara að það sé betra að byrja í kvöld...nei... núna er einmitt rétti tíminn! Bara einmitt núna!
ég þarf bara aðeins að gera svolítið annað fyrst...
20.1.08
3.1.08
framundan
um sólgula vegi
ganga glöðum fótum
þeir sem hafaheiðríkju í sinni
en hafi menn lokað
sunnu sína inni
ekki er von á öðru en ...
malbiki
ganga glöðum fótum
þeir sem hafaheiðríkju í sinni
en hafi menn lokað
sunnu sína inni
ekki er von á öðru en ...
malbiki
26.12.07
um stund
Ég velti því fyrir mér hversu margt við gerum sem aðeins veitir okkur ánægju um stund. Að allt í heiminum varir aðeins eitt andartak og svo er það liðið og hið næsta tekur við. Nýtt andartak, nýtt augnablik, ný tilfinning, nýjar aðstæður... allt getur breist á fáeinum sekúndubrotum. Samt er þetta allt í andstæðu við sjálft sig... við leitumst við að gera hluti sem veita okkur langvarandi ánægju, reynum að finna eilífa hamingju, sanna gleði, reynum að treina okkur vellíðunartilfinninguna eins lengi og mögulegt er... samt lifum við í augnablikum... andartökum og allt getur breyst á svipstundu.
Við elltumst við hluti sem veita okkur stundarfró. Við verðum að eignast allt og geta allt og kunna allt og erum í sífelldu kapphlaupi... keppumst við að búa til fullkomna stund... en áttum okkur ekki á því að sú fró mun aðeins endast okkur skammt... aðeins um stund.
Það er svo skrítið hvað maður getur verið að elltast við mínútur og stundir... tilfinningar og þrár... Alltaf er maður að leita að öðru betra... af því maður er aldrei í núinu... þessari stund heldur á höttunum eftir annarri betri... eða í sút og seiru yfir annarri liðinni... þó er hún löngu liðin hjá...
Ég þekki þetta svo vel því í veikindum mínum leitaði ég ýmissa leiða til að finna sælu... eitt stundarkorn... ég tók einn bita af einhverju forboðnu og sætu... og það seig á mig víma... ég tók annann... og annann... og allir voru jafn dásamlegir... en sælan hvarf jafn skjótt og molinn rann ofan í maga... svo ég sótti annann... og annnann... en alltaf hvarf dásemdin jafn fljótt... Víman varði ekki nema eitt augnablik og hvarf jafn skjótt og hún kom... vegna þess að ég var ekki á staðnum... ég var ekki í núinu... ég hugsaði stöðugt um næsta mola.. og næsta... og ég vissi að þegar ég væri búin að troða í mig nógu mörgum molum þá færi puttinn upp í kok... og þá tók við næsta víma... sælan yfir því að geta losað sig við allan þennan óþverra...
og allt var þetta örvæntingarfull leið til að finna hverfa burt frá grámanum og einmannaleikanum um stund. Leið til að fylla upp í tómið í lífinu mínu... því jafnvel í fjölmennasta hóp getur einmannaleikinn heltekið mann... jafnvel innan um fjölskyldu og vini... ef hugurinn er fjarri...
að uppköstunum loknum varð allt svart... sektarkennd og vanlíðan, líkaminn öskraði af sársauka, hugurinn varð svíðandi eiðimörk... sorgir yfir liðnum stundum, kvíði fyrir þeim komandi... og augnablikin liðu hvert af öðru...
Ein stund líður hjá og sú næsta tekur við, eitt bros tekur við af öðru, eitt tár elltir annað...
andartökin taka við hvert af öðru og alltaf er ný stund, nýtt tækifæri til að finna nýja tilfinningu... og nýtt tækifæri til að upplifa þá stund og enga aðra... því þegar við förum að gera það.. þegar við förum að vera í þeirri stund, þá og þegar... þá förum við að uppgötva og finna þessa eilífðarfró sem við öll leitum að...
Gleði í sérhverri stund er röð af gleðistundum, en tapi maður áttum og festist í liðnum eða ókomnum stundum þá missir maður af augnablikinu og missi maður af augnablikinu tapar maður af gleðistund og rífur heildina, tapar áttum... og upplifir aðeins glefsur af hamingju hér og þar...
það er hægara sagt en gert að halda sig við núið... og flest forðumst við það... forðumst að upplifa og dvelja í líðandi stund, forðumst rætur tilfinninga okkar. Allt í kring um okkur eru afvegaleiðandi gylliboð og loforð um betri tíma.
En stundarfró veldur aðeins magaverkjum og sárum hálsi, eyddum tönnum og fölnuðum vanga, tómum augum og ákafari þrá eftir einhverju sem veitir þó ekki sé nema augnabliks sælu... einu ljósbroti í svartnættinu...
hve dásamleg er sú stund?? Hve sæl er sú sál sem aðeins finnur gleði í einni stund af hundrað því hún er svo upptekin af þeirri næstu, eða þarnæstu...?
Við njótum ekki einu sinni jólanna! Alla aðventuna keppumst við að undirbúa jólin... það verða nú að vera fín og flott jól... svo koma jólin...hvað gerist þá? þau líða! og þá tekur við áramótaundirbúiningurinn... og áramótin, þau líða...
og nýja árið tekur við með fögur fyrirheit... og það líður... og fyrr en varir eru aftur komin áramót og þú uppgötvar að þú stóðst aldrei við gömlu áramótaheitin... en einsetur þér að gera betur á nýju ári... fyllist bjartsýni um stund... keppist við að sprengja sem flesta og sem flottasta flugelda... gera meira og betra en nágranninn... þeytir þeim öllum upp í loftið og hrósar happi... en hvað skilur það eftir sig annað en spýtnabrak og pappírstættlur... því tókstu nokkuð eftir ljósadýrðinni og fögnuðinum í öllu sprengiæðinu?? dáðist þú að flugeldum nágrannans? Naustu þess að það var heiðskýrt og himinninn flóði í ljósi?
sennilega varstu bara upptekinn af því að koma næstu rettu upp... eða drífa þetta af svo þú kæmist á áramótaballið... ballið sem rennur saman við öll hin böllin af því þú varst svo upptekinn af þvi að gera þetta að besta ballinu að þú drakst of mikið og mannst ekkert eftir því.. frekar en hinum...
nei, þetta hljómar kannski neikvætt... það var ekki ætlunin...
En sé maður vansæll núna kemur það ekki til með að batna þó maður sprengi dýrustu og flottustu flugeldana, eða hámi í sig kökur, eða kaupi dýrar græjur, eða drekki sig fullan, eða dópi sig upp, eða reyki eina sígó í viðbót. Það er bara frestun á vanlíðan... við verðum jafn vansæl, jafnvel vansælli og sakbitnari á eftir...
Ég er bara að segja að við ættum kannski að staldra við... um stund...
og með tímanum reyna að gera það stund eftir stund... eltast ekki við næstu stundir eða harma þær liðnu... að vera bara og gera bara og líða einmitt svona...
um stund
Við elltumst við hluti sem veita okkur stundarfró. Við verðum að eignast allt og geta allt og kunna allt og erum í sífelldu kapphlaupi... keppumst við að búa til fullkomna stund... en áttum okkur ekki á því að sú fró mun aðeins endast okkur skammt... aðeins um stund.
Það er svo skrítið hvað maður getur verið að elltast við mínútur og stundir... tilfinningar og þrár... Alltaf er maður að leita að öðru betra... af því maður er aldrei í núinu... þessari stund heldur á höttunum eftir annarri betri... eða í sút og seiru yfir annarri liðinni... þó er hún löngu liðin hjá...
Ég þekki þetta svo vel því í veikindum mínum leitaði ég ýmissa leiða til að finna sælu... eitt stundarkorn... ég tók einn bita af einhverju forboðnu og sætu... og það seig á mig víma... ég tók annann... og annann... og allir voru jafn dásamlegir... en sælan hvarf jafn skjótt og molinn rann ofan í maga... svo ég sótti annann... og annnann... en alltaf hvarf dásemdin jafn fljótt... Víman varði ekki nema eitt augnablik og hvarf jafn skjótt og hún kom... vegna þess að ég var ekki á staðnum... ég var ekki í núinu... ég hugsaði stöðugt um næsta mola.. og næsta... og ég vissi að þegar ég væri búin að troða í mig nógu mörgum molum þá færi puttinn upp í kok... og þá tók við næsta víma... sælan yfir því að geta losað sig við allan þennan óþverra...
og allt var þetta örvæntingarfull leið til að finna hverfa burt frá grámanum og einmannaleikanum um stund. Leið til að fylla upp í tómið í lífinu mínu... því jafnvel í fjölmennasta hóp getur einmannaleikinn heltekið mann... jafnvel innan um fjölskyldu og vini... ef hugurinn er fjarri...
að uppköstunum loknum varð allt svart... sektarkennd og vanlíðan, líkaminn öskraði af sársauka, hugurinn varð svíðandi eiðimörk... sorgir yfir liðnum stundum, kvíði fyrir þeim komandi... og augnablikin liðu hvert af öðru...
Ein stund líður hjá og sú næsta tekur við, eitt bros tekur við af öðru, eitt tár elltir annað...
andartökin taka við hvert af öðru og alltaf er ný stund, nýtt tækifæri til að finna nýja tilfinningu... og nýtt tækifæri til að upplifa þá stund og enga aðra... því þegar við förum að gera það.. þegar við förum að vera í þeirri stund, þá og þegar... þá förum við að uppgötva og finna þessa eilífðarfró sem við öll leitum að...
Gleði í sérhverri stund er röð af gleðistundum, en tapi maður áttum og festist í liðnum eða ókomnum stundum þá missir maður af augnablikinu og missi maður af augnablikinu tapar maður af gleðistund og rífur heildina, tapar áttum... og upplifir aðeins glefsur af hamingju hér og þar...
það er hægara sagt en gert að halda sig við núið... og flest forðumst við það... forðumst að upplifa og dvelja í líðandi stund, forðumst rætur tilfinninga okkar. Allt í kring um okkur eru afvegaleiðandi gylliboð og loforð um betri tíma.
En stundarfró veldur aðeins magaverkjum og sárum hálsi, eyddum tönnum og fölnuðum vanga, tómum augum og ákafari þrá eftir einhverju sem veitir þó ekki sé nema augnabliks sælu... einu ljósbroti í svartnættinu...
hve dásamleg er sú stund?? Hve sæl er sú sál sem aðeins finnur gleði í einni stund af hundrað því hún er svo upptekin af þeirri næstu, eða þarnæstu...?
Við njótum ekki einu sinni jólanna! Alla aðventuna keppumst við að undirbúa jólin... það verða nú að vera fín og flott jól... svo koma jólin...hvað gerist þá? þau líða! og þá tekur við áramótaundirbúiningurinn... og áramótin, þau líða...
og nýja árið tekur við með fögur fyrirheit... og það líður... og fyrr en varir eru aftur komin áramót og þú uppgötvar að þú stóðst aldrei við gömlu áramótaheitin... en einsetur þér að gera betur á nýju ári... fyllist bjartsýni um stund... keppist við að sprengja sem flesta og sem flottasta flugelda... gera meira og betra en nágranninn... þeytir þeim öllum upp í loftið og hrósar happi... en hvað skilur það eftir sig annað en spýtnabrak og pappírstættlur... því tókstu nokkuð eftir ljósadýrðinni og fögnuðinum í öllu sprengiæðinu?? dáðist þú að flugeldum nágrannans? Naustu þess að það var heiðskýrt og himinninn flóði í ljósi?
sennilega varstu bara upptekinn af því að koma næstu rettu upp... eða drífa þetta af svo þú kæmist á áramótaballið... ballið sem rennur saman við öll hin böllin af því þú varst svo upptekinn af þvi að gera þetta að besta ballinu að þú drakst of mikið og mannst ekkert eftir því.. frekar en hinum...
nei, þetta hljómar kannski neikvætt... það var ekki ætlunin...
En sé maður vansæll núna kemur það ekki til með að batna þó maður sprengi dýrustu og flottustu flugeldana, eða hámi í sig kökur, eða kaupi dýrar græjur, eða drekki sig fullan, eða dópi sig upp, eða reyki eina sígó í viðbót. Það er bara frestun á vanlíðan... við verðum jafn vansæl, jafnvel vansælli og sakbitnari á eftir...
Ég er bara að segja að við ættum kannski að staldra við... um stund...
og með tímanum reyna að gera það stund eftir stund... eltast ekki við næstu stundir eða harma þær liðnu... að vera bara og gera bara og líða einmitt svona...
um stund
11.11.07
allir hafa rett a sinni skoðun...
Ég elska manneskepnuna og misjafnar skoðanir hennar...
...en það getur stundum verið svolítið erfitt að skilja þær!
...en það getur stundum verið svolítið erfitt að skilja þær!
5.11.07
við gefumst aldrei upp..
þó móti blási!
það er eitthvað svo hvasst þessa dagana... alltaf þessi mótvindur sem feykir manni til og frá á veginum.. rykkir í mann... kemur í kviðum og nánast stoppar mann í þeim hvössustu... þið vitið... þegar maður er alveg að því kominn að öskra á hann að hætta þessu og láta ykkur í friði... leyfa manni að vera í friði!
öskra eins og lungun leyfa...
en hann gleypir öskrið hvort eð er..
þess vegna reyni ég að bíta í tunguna á mér... láta hann ekki koma mér upp rokrassgatinu atarna... anda frekar inn í þetta... það var ég sem lagði af stað út í rokið... ég gat nú alveg sagt mér að það sjálf að það yrði ekki tóm lognmolla...
það er hvergi í lífinu lognmolla...
málið er bara að gefast ekki upp... láta ekki rokið ergja sig... geðvonskan hleypir bara kappi í vindinn og blæs honum þrótt... ekki er það til bóta...
það væri nær að taka vindinum fagnandi... kannski feykir hann manni á vit nýrra ævintýra... kannski út af veginum... en kannski er líka eitthvað spennandi fyrir utan veginn...
hver er líka hrifinn af þessum endalausu beinu breiðu vegum... það eru til aðrar leiðir á leiðarenda! ..af hverju að eiða púðri í að öskra upp í vindinn þegar maður gæti látið hann blása sér kraft í brjóst... styrkja sig..
ég ætla að fylla lungun af þessu ferska lofti og vita hvort ég takist ekki bara á loft... svona blæs hann í dag... sjáum hvert það leiðir mig...
það er eitthvað svo hvasst þessa dagana... alltaf þessi mótvindur sem feykir manni til og frá á veginum.. rykkir í mann... kemur í kviðum og nánast stoppar mann í þeim hvössustu... þið vitið... þegar maður er alveg að því kominn að öskra á hann að hætta þessu og láta ykkur í friði... leyfa manni að vera í friði!
öskra eins og lungun leyfa...
en hann gleypir öskrið hvort eð er..
þess vegna reyni ég að bíta í tunguna á mér... láta hann ekki koma mér upp rokrassgatinu atarna... anda frekar inn í þetta... það var ég sem lagði af stað út í rokið... ég gat nú alveg sagt mér að það sjálf að það yrði ekki tóm lognmolla...
það er hvergi í lífinu lognmolla...
málið er bara að gefast ekki upp... láta ekki rokið ergja sig... geðvonskan hleypir bara kappi í vindinn og blæs honum þrótt... ekki er það til bóta...
það væri nær að taka vindinum fagnandi... kannski feykir hann manni á vit nýrra ævintýra... kannski út af veginum... en kannski er líka eitthvað spennandi fyrir utan veginn...
hver er líka hrifinn af þessum endalausu beinu breiðu vegum... það eru til aðrar leiðir á leiðarenda! ..af hverju að eiða púðri í að öskra upp í vindinn þegar maður gæti látið hann blása sér kraft í brjóst... styrkja sig..
ég ætla að fylla lungun af þessu ferska lofti og vita hvort ég takist ekki bara á loft... svona blæs hann í dag... sjáum hvert það leiðir mig...
27.10.07
eitthvað að hugsa um...
hvað er ofbeldi?
hvenær teljast ýtrekaðar ýtingar vera ofbeldi?
hvað er andlegt ofbeldi?
en líkamlegt?
kynferðislegt?
hver er byrtingarmynd þess?
er það einhvertíma ásættanlegt?
hvað má?
hvað má ekki?
er í lagi að stugga við fólki ef þú reiðist?
máttu flengja börnin þín?
en gefa þeim á hann?
hvenær er maki þinn of harðhenntur?
hversu mikið ertu að fyrirgefa?
gengur þú kannski helst til oft á dyrakarma og skápahurðir?
eru vinir þínir alltaf að gera lítið úr þér?
eru það vinir þínir?
af hverju læturu þetta yfir þig ganga?
síðan hvenær var nei eitthvað annað en nei?
hversu langt vilt ÞÚ ganga?
hvar eru þín mörk?
eru þau virt?
hversu oft ert þér kennt um það sem miður fer?
af hverju éturu kúk þegar vinur þinn biður þig um það?
við hvað ertu hræddur?
hver hefur rétt til að vera dónalegur?
eru augnhvarmar þínir tárvotir?
af hverju?
af hverju lætur fólk þetta yfir sig ganga?
er það af því að það vill ekki standa upp og segja hingað og ekki lengra.. bregða fyrir sig höndum, berjast á móti...
nei, þetta var allt saman bara óvart...
og hví skildi maður beita ofbeldi á móti... þá er maður ekkert betri sjálfur...
svo á maður þetta hvort eð er skilið
er það ekki?!?
hvenær teljast ýtrekaðar ýtingar vera ofbeldi?
hvað er andlegt ofbeldi?
en líkamlegt?
kynferðislegt?
hver er byrtingarmynd þess?
er það einhvertíma ásættanlegt?
hvað má?
hvað má ekki?
er í lagi að stugga við fólki ef þú reiðist?
máttu flengja börnin þín?
en gefa þeim á hann?
hvenær er maki þinn of harðhenntur?
hversu mikið ertu að fyrirgefa?
gengur þú kannski helst til oft á dyrakarma og skápahurðir?
eru vinir þínir alltaf að gera lítið úr þér?
eru það vinir þínir?
af hverju læturu þetta yfir þig ganga?
síðan hvenær var nei eitthvað annað en nei?
hversu langt vilt ÞÚ ganga?
hvar eru þín mörk?
eru þau virt?
hversu oft ert þér kennt um það sem miður fer?
af hverju éturu kúk þegar vinur þinn biður þig um það?
við hvað ertu hræddur?
hver hefur rétt til að vera dónalegur?
eru augnhvarmar þínir tárvotir?
af hverju?
af hverju lætur fólk þetta yfir sig ganga?
er það af því að það vill ekki standa upp og segja hingað og ekki lengra.. bregða fyrir sig höndum, berjast á móti...
nei, þetta var allt saman bara óvart...
og hví skildi maður beita ofbeldi á móti... þá er maður ekkert betri sjálfur...
svo á maður þetta hvort eð er skilið
er það ekki?!?
9.9.07
hundaæði
ja mikil ósköp, mikil ósköp!
Þá verð ég víst að fara að bretta upp ermar og hripa reglulega nokkrar línur hérna á bloggið...
æ, hundskömmin... hún vellti úr ruslafötunni hérna við hliðina á mér... það sem þetta dýr tekur upp á ... rétt áðan hljóp ég á eftir henni inn í stofu þar sem hún var farin að dinglast með pónýhesta litlu frænku og nú er hún flækt í tölvusnúrunni...
garmurinn atarna...
þetta er hún Fóa Feykirófa... sem á að læra að sækja kýrnar...
humm... það verður eitthvað..
jæja... ég hef það ekki lengra að sinni... þarf að ná í skottið á henni...
Þá verð ég víst að fara að bretta upp ermar og hripa reglulega nokkrar línur hérna á bloggið...
æ, hundskömmin... hún vellti úr ruslafötunni hérna við hliðina á mér... það sem þetta dýr tekur upp á ... rétt áðan hljóp ég á eftir henni inn í stofu þar sem hún var farin að dinglast með pónýhesta litlu frænku og nú er hún flækt í tölvusnúrunni...
garmurinn atarna...
þetta er hún Fóa Feykirófa... sem á að læra að sækja kýrnar...
humm... það verður eitthvað..
jæja... ég hef það ekki lengra að sinni... þarf að ná í skottið á henni...
26.8.07
smá...
mig langaði eiginlega bara að vita hvort nokkur lesi þetta blogg... humm... þögn er sama og samþykki... bíst ég við...
svo mótmælið harðlega kæru vinir!!
svo mótmælið harðlega kæru vinir!!
8.6.07
ef þú smælar framan í heiminn..
.. þá smælar heimurinn framan í þig!
þessi ljóðlína Megasar er mér mjög hugleikin þessa dagana. Kannski af því ég umgengst svo margar sálir sem geta enga aðra björg sér veitt en að brosa þegar allar aðrar bjargir eru bannaðar.
..og það gerir svo mikið fyrir okkur brosið.. mest þegar við gefum það öðrum..
bara eitt gott ráð til þín! ef ólundin er að drepa þig, þröngvaðu þér þá til að brosa með því að setja penna þversum upp í þig...
vittu til, eftir smá stund kemur brosið af sjálfu sér... þó ekki sé nema bara út af athæfinu einu saman!
þessi ljóðlína Megasar er mér mjög hugleikin þessa dagana. Kannski af því ég umgengst svo margar sálir sem geta enga aðra björg sér veitt en að brosa þegar allar aðrar bjargir eru bannaðar.
..og það gerir svo mikið fyrir okkur brosið.. mest þegar við gefum það öðrum..
bara eitt gott ráð til þín! ef ólundin er að drepa þig, þröngvaðu þér þá til að brosa með því að setja penna þversum upp í þig...
vittu til, eftir smá stund kemur brosið af sjálfu sér... þó ekki sé nema bara út af athæfinu einu saman!
Subscribe to:
Posts (Atom)