ja mikil ósköp, mikil ósköp!
Þá verð ég víst að fara að bretta upp ermar og hripa reglulega nokkrar línur hérna á bloggið...
æ, hundskömmin... hún vellti úr ruslafötunni hérna við hliðina á mér... það sem þetta dýr tekur upp á ... rétt áðan hljóp ég á eftir henni inn í stofu þar sem hún var farin að dinglast með pónýhesta litlu frænku og nú er hún flækt í tölvusnúrunni...
garmurinn atarna...
þetta er hún Fóa Feykirófa... sem á að læra að sækja kýrnar...
humm... það verður eitthvað..
jæja... ég hef það ekki lengra að sinni... þarf að ná í skottið á henni...
9.9.07
26.8.07
smá...
mig langaði eiginlega bara að vita hvort nokkur lesi þetta blogg... humm... þögn er sama og samþykki... bíst ég við...
svo mótmælið harðlega kæru vinir!!
svo mótmælið harðlega kæru vinir!!
8.6.07
ef þú smælar framan í heiminn..
.. þá smælar heimurinn framan í þig!
þessi ljóðlína Megasar er mér mjög hugleikin þessa dagana. Kannski af því ég umgengst svo margar sálir sem geta enga aðra björg sér veitt en að brosa þegar allar aðrar bjargir eru bannaðar.
..og það gerir svo mikið fyrir okkur brosið.. mest þegar við gefum það öðrum..
bara eitt gott ráð til þín! ef ólundin er að drepa þig, þröngvaðu þér þá til að brosa með því að setja penna þversum upp í þig...
vittu til, eftir smá stund kemur brosið af sjálfu sér... þó ekki sé nema bara út af athæfinu einu saman!
þessi ljóðlína Megasar er mér mjög hugleikin þessa dagana. Kannski af því ég umgengst svo margar sálir sem geta enga aðra björg sér veitt en að brosa þegar allar aðrar bjargir eru bannaðar.
..og það gerir svo mikið fyrir okkur brosið.. mest þegar við gefum það öðrum..
bara eitt gott ráð til þín! ef ólundin er að drepa þig, þröngvaðu þér þá til að brosa með því að setja penna þversum upp í þig...
vittu til, eftir smá stund kemur brosið af sjálfu sér... þó ekki sé nema bara út af athæfinu einu saman!
6.3.07
undir hverjum hatti...
er höfuð!
inni í hverju höfði...
er hugsun!
Bak við hverja hugsun...
er önnur hugsun!
Grunnur hugsunar...
er hugarsmíð heilans!
Heilinn..
er völundarhús!
Völundarhús...
eru verkefni, eru leikur sem þú tekur þátt í!
þinn leikur að taka þátt í og rata í gegn um...
þitt val hvort þú stoppar og strandar í lokuðu sundi...
eða finnur nýja leið gegn um kjarrið!
inni í hverju höfði...
er hugsun!
Bak við hverja hugsun...
er önnur hugsun!
Grunnur hugsunar...
er hugarsmíð heilans!
Heilinn..
er völundarhús!
Völundarhús...
eru verkefni, eru leikur sem þú tekur þátt í!
þinn leikur að taka þátt í og rata í gegn um...
þitt val hvort þú stoppar og strandar í lokuðu sundi...
eða finnur nýja leið gegn um kjarrið!
13.1.07
svo dansa limirnir...
...sem orkan leyfir!
jæja.. þá er maður bara kominn í viðgerðarhlé...
setja bensín á gripinn... skipta um dekk og svona...
fínpússa mann...
það er nefnilega merkilegt nokk lítið hægt að gera orkulaus...
viljinn fleytir manni langt en það er kannski svolítið erfitt að kalla það dans ef bara litli putti dansar og ekkert annað fylgir með... ef þið skiljið hvað ég er að fara...
en hæ hó, þetta er allt í rétta átt...
og eins gott fyrir ykkur að hafa varann á þegar ég kem úr viðgerðarhlénu og ralla framm úr ykkur á urrandi siglingu... ég er nefnilega svakalegur ökuþór!!! .. nee en ég næ nú alla vega í skottið á ykkur... vitiði til!
þangað til...
veriði dugleg að dansa
jæja.. þá er maður bara kominn í viðgerðarhlé...
setja bensín á gripinn... skipta um dekk og svona...
fínpússa mann...
það er nefnilega merkilegt nokk lítið hægt að gera orkulaus...
viljinn fleytir manni langt en það er kannski svolítið erfitt að kalla það dans ef bara litli putti dansar og ekkert annað fylgir með... ef þið skiljið hvað ég er að fara...
en hæ hó, þetta er allt í rétta átt...
og eins gott fyrir ykkur að hafa varann á þegar ég kem úr viðgerðarhlénu og ralla framm úr ykkur á urrandi siglingu... ég er nefnilega svakalegur ökuþór!!! .. nee en ég næ nú alla vega í skottið á ykkur... vitiði til!
þangað til...
veriði dugleg að dansa
21.11.06
skildi það vera...
jólahjól?!
alveg ótrúlegt hvað tíminn líður! strax komin hjólajólajólahjól á markaðinn og jólapakkakrakkapakkar og piparkökur og postulín og sætabrauð og kerti fín...
aldrei meiri jólasala og búðakallaeigandagræðgin aldrei meiri og jólavöruhjólbörurnar aldrei á betri dekkjum svo þær endist lengur og komist á göturnar fyrr... byrjum fyrr!
fyrr en varir fyrnist bara jólaheimsumbóla jólaboðskapurinn!
og hver ætlar þá að syngja í englakórnum englaröddum blíðum?
líður að helgum tíðum?
eða líður að gjaldþrotaheimilisstútfulltafpökkumogdótararíi tíðum...
bíðum!
bíðum og sjáum hvað setur... ég trúi ekki öðru en að undir öllu þessu prjáli, punti, pökkum og jólakáli leynist örlítið ljós og friður í hjarta og þakklæti og gleði fyrir hátíð bjarta.
ég er hætt að kvarta!
alveg ótrúlegt hvað tíminn líður! strax komin hjólajólajólahjól á markaðinn og jólapakkakrakkapakkar og piparkökur og postulín og sætabrauð og kerti fín...
aldrei meiri jólasala og búðakallaeigandagræðgin aldrei meiri og jólavöruhjólbörurnar aldrei á betri dekkjum svo þær endist lengur og komist á göturnar fyrr... byrjum fyrr!
fyrr en varir fyrnist bara jólaheimsumbóla jólaboðskapurinn!
og hver ætlar þá að syngja í englakórnum englaröddum blíðum?
líður að helgum tíðum?
eða líður að gjaldþrotaheimilisstútfulltafpökkumogdótararíi tíðum...
bíðum!
bíðum og sjáum hvað setur... ég trúi ekki öðru en að undir öllu þessu prjáli, punti, pökkum og jólakáli leynist örlítið ljós og friður í hjarta og þakklæti og gleði fyrir hátíð bjarta.
ég er hætt að kvarta!
3.10.06
eyrnatappa takk!
hafið þið opnað eyrun nýlega???
nei, ég er nú ekki hissa! það er alveg nóg að hafa opið í hálfa gátt eins og ástandið er amk hér í Reykjavíkinni! þvílík læti! við vorum að leiða hvort annað blindandi um miðbæinn í morgun til að virkja skynjun okkar á umhverfinu með heyrn... en það var bara hávaði! endalaus byggingahljóð og framkvæmdir... bílatraffík... smíðar... loftræstingar... búðarkassar... skvaldur... kaffikvarnir og hróp og köll... fuglasöngurinn heyrðist varla og það var vonlaust að fara niður að sjó við Sæbrautina til að heyra í öldunum...
eyrun voru full af suði... stanslausu áreyti...
svo opnaði maður augun og var búin að loka á hávaðan að stórum hluta um leið... maður velur að heyra ekki nærri allt því það væri bara of mikið! geðveiki...
en ég mæli með að þið prófið... fara bara niður í bæ, setjast og loka augunum... hvað heyriði? og eins bara þar sem þið eruð... að loka eyrunum um stund og vita hvort einhverstaðar er að finna hljóðlátan stað... frelsi frá skarkalanum...
svo finnst fólki skrítið hvað við erum stressuð og æst alltaf...
nei, ég er nú ekki hissa! það er alveg nóg að hafa opið í hálfa gátt eins og ástandið er amk hér í Reykjavíkinni! þvílík læti! við vorum að leiða hvort annað blindandi um miðbæinn í morgun til að virkja skynjun okkar á umhverfinu með heyrn... en það var bara hávaði! endalaus byggingahljóð og framkvæmdir... bílatraffík... smíðar... loftræstingar... búðarkassar... skvaldur... kaffikvarnir og hróp og köll... fuglasöngurinn heyrðist varla og það var vonlaust að fara niður að sjó við Sæbrautina til að heyra í öldunum...
eyrun voru full af suði... stanslausu áreyti...
svo opnaði maður augun og var búin að loka á hávaðan að stórum hluta um leið... maður velur að heyra ekki nærri allt því það væri bara of mikið! geðveiki...
en ég mæli með að þið prófið... fara bara niður í bæ, setjast og loka augunum... hvað heyriði? og eins bara þar sem þið eruð... að loka eyrunum um stund og vita hvort einhverstaðar er að finna hljóðlátan stað... frelsi frá skarkalanum...
svo finnst fólki skrítið hvað við erum stressuð og æst alltaf...
21.9.06
hoppiddiskopp...
hversu dásamlegt er það að veltast um á gólfinu
og það er bara sjálfsagður hlutur...
að hoppa, skoppa, skríða, kalla, hvísla...
af því að kennarinn vill að maður geri það...
af því að það er það sem maður á að gera!
að hlaupa um í eigin tölvuleik, safna berjum og sprengja blöðrur... og vera samt í skólanum!
það er draumur að vera í skólanum!
og það er bara sjálfsagður hlutur...
að hoppa, skoppa, skríða, kalla, hvísla...
af því að kennarinn vill að maður geri það...
af því að það er það sem maður á að gera!
að hlaupa um í eigin tölvuleik, safna berjum og sprengja blöðrur... og vera samt í skólanum!
það er draumur að vera í skólanum!
4.8.06
OG...
ég þrammaði Laugarveginn!!!
já, á tveimur dögum þrammaði ég Laugarveginn milli Landmannalauga og Þórsmerkur... andaði að mér friðsælu fjallalofti.. óð ár og læki... sökk í sand... þræddi götur... upp í móti.. niður í móti.. hlykkjóttar og skrykkjóttar... steinsofnaði í tjaldinu með sand á milli tánna og könguló í hárinu... í sól og regni með bakpokann á bakinu..
...góðir landsmenn, þetta er lífið!
já, á tveimur dögum þrammaði ég Laugarveginn milli Landmannalauga og Þórsmerkur... andaði að mér friðsælu fjallalofti.. óð ár og læki... sökk í sand... þræddi götur... upp í móti.. niður í móti.. hlykkjóttar og skrykkjóttar... steinsofnaði í tjaldinu með sand á milli tánna og könguló í hárinu... í sól og regni með bakpokann á bakinu..
...góðir landsmenn, þetta er lífið!
18.7.06
þetta gerði ég...
síðustu daga...
og vikur...
ég mjólkaði kýrnar..
gaf kálfunum..
reið út og tamdi hesta..
horfði á hesta..
mokaði skít..
mokaði meiri skít..
var í heyskap..
sló garðinn..
undirbjó afmæli með ömmu..
vann á skrifstofu..
tók á móti heysýnum..
var ritari..
pikkaði inn einkunnir..
prentaði út einkunnir..
þjónaði til borðs..
tók niður pantanir..
smíðaði með pabba..
og núna.. núna á ég að vera að lesa...
ég horfi á bókastaflann og hugsa... humm... skildi ég komast í gegn um staflann... best að hefjast handa...
og svona er ég líka dugleg... bara ekki einu sinni byrjuð að lesa..
sit og blogga og á að vera að lesa...
þetta gerði ég í sumar:
ég átti að vera að lesa
og vikur...
ég mjólkaði kýrnar..
gaf kálfunum..
reið út og tamdi hesta..
horfði á hesta..
mokaði skít..
mokaði meiri skít..
var í heyskap..
sló garðinn..
undirbjó afmæli með ömmu..
vann á skrifstofu..
tók á móti heysýnum..
var ritari..
pikkaði inn einkunnir..
prentaði út einkunnir..
þjónaði til borðs..
tók niður pantanir..
smíðaði með pabba..
og núna.. núna á ég að vera að lesa...
ég horfi á bókastaflann og hugsa... humm... skildi ég komast í gegn um staflann... best að hefjast handa...
og svona er ég líka dugleg... bara ekki einu sinni byrjuð að lesa..
sit og blogga og á að vera að lesa...
þetta gerði ég í sumar:
ég átti að vera að lesa
13.7.06
18.6.06
gripin eldmóði..
Hvað er það sem gerist þegar heilinn yfirfyllist af ákveðnu verkefni og ekkert kemst að annað...?
Þegar flæðir út um öll vit þessi ákafa löngun til að læra og gera og hella sér út í eitthvað...
Þegar maður er viss um að þetta sé málið...
Ég er svolítið þessi sem verð gripinn áköfum draumórum af og til...
kannski aðeins oftar en af og til...
ég er nefnilega þannig gerð að ég er alltaf að uppgötva hjólið... já, þetta ætla ég að gera! þetta ætla ég að hella mér út í!
... og svo líður og bíður og áður en ég veit af er ég búin að finna ný mál... ný ský til að svífa á ... nýja drauma...
og alltaf er það jafn fjarstæðukennt...
en einhverstaðar undir niðri blunda eldri og staðfastari draumar... eldar sem aldrei slokkna...
Háfleyg og áköf gleymi ég þeim stundum...
...gleymi þeim stundum svo að ég fer fram úr sjálfri mér í einhverju draumkenndu móki, viss um að ég hafi hitt naglann á höfuðið, brotlendi svo og botna ekkert í því..
það er gott að fyllast eldmóð öðru hvoru... en hvert á hann að beinast??
hver er manns sanni eldmóður og hvað eru fráleitir draumórar?
hvenær beinist orka mín og tími að því sem mér er fyrir bestu, sem mér er ætlað?
hvað er mér ætlað? er manni eitthvað ætlað?
hvenær á maður að láta toga sig niður á jörðina og á maður að gera það yfirleitt?
á maður ekki að dreyma? á maður ekki að reyna sig, fljúga og dreyma, þó svo maður komi yfirleitt niður á jörðina aftur... amk. tímabundið...
ég held stundum að ég reyni of mikið að vera það sem ég held að fólk vilji að ég sé... þá meina ég... að ég reyni of mikið að standa undir væntingum fólksins míns... að ég reyni of mikið.
Ég þarf að vera.
Og af því ég er alltaf að reyna... reyna og mistakast, fljúga og falla, þá leita ég alltaf nýrra drauma, nýrra leiða, í stað þess að hlusta á snarkið í glóð sem enn þá logar innra með mér og segir mér hvar hugur minn er raunverulega falinn.
Hvar er hugur minn raunverulega falinn?
Hvers vegna er svona erfitt að greina á milli þess sem frá manni sjálfum er sprottið, hreint og ómengað af annarra skoðunum og áliti.., og því sem frá öðrum er komið...
Hvað vil ég? og það sem meira er, hver er ég?
Þann dag verð ég hamingjusöm þegar ég kemst að því hvað ég raunverulega vil og hvað ég hef talið mér trú um að ég raunverulega vilji... því þar get ég svo sannarlega skrifað langann lista yfir flugferðir, lengri og styttri, sem allar hafa þó víkkað sjóndeildarhringinn ...
þangað til held ég áfram að svífa um á draumkenndu skýi... telja mér trú um að ég hafi fundið minn stað... held áfram að hella mér út í verkefni sem skila mér aftur á jörðina... held áfram að detta, standa upp og detta...
... það er svo ferlega gaman að fljúga...
...fyllast ákafa, fljúga, detta...
...standa upp aftur full af eldmóð... og detta
Þegar flæðir út um öll vit þessi ákafa löngun til að læra og gera og hella sér út í eitthvað...
Þegar maður er viss um að þetta sé málið...
Ég er svolítið þessi sem verð gripinn áköfum draumórum af og til...
kannski aðeins oftar en af og til...
ég er nefnilega þannig gerð að ég er alltaf að uppgötva hjólið... já, þetta ætla ég að gera! þetta ætla ég að hella mér út í!
... og svo líður og bíður og áður en ég veit af er ég búin að finna ný mál... ný ský til að svífa á ... nýja drauma...
og alltaf er það jafn fjarstæðukennt...
en einhverstaðar undir niðri blunda eldri og staðfastari draumar... eldar sem aldrei slokkna...
Háfleyg og áköf gleymi ég þeim stundum...
...gleymi þeim stundum svo að ég fer fram úr sjálfri mér í einhverju draumkenndu móki, viss um að ég hafi hitt naglann á höfuðið, brotlendi svo og botna ekkert í því..
það er gott að fyllast eldmóð öðru hvoru... en hvert á hann að beinast??
hver er manns sanni eldmóður og hvað eru fráleitir draumórar?
hvenær beinist orka mín og tími að því sem mér er fyrir bestu, sem mér er ætlað?
hvað er mér ætlað? er manni eitthvað ætlað?
hvenær á maður að láta toga sig niður á jörðina og á maður að gera það yfirleitt?
á maður ekki að dreyma? á maður ekki að reyna sig, fljúga og dreyma, þó svo maður komi yfirleitt niður á jörðina aftur... amk. tímabundið...
ég held stundum að ég reyni of mikið að vera það sem ég held að fólk vilji að ég sé... þá meina ég... að ég reyni of mikið að standa undir væntingum fólksins míns... að ég reyni of mikið.
Ég þarf að vera.
Og af því ég er alltaf að reyna... reyna og mistakast, fljúga og falla, þá leita ég alltaf nýrra drauma, nýrra leiða, í stað þess að hlusta á snarkið í glóð sem enn þá logar innra með mér og segir mér hvar hugur minn er raunverulega falinn.
Hvar er hugur minn raunverulega falinn?
Hvers vegna er svona erfitt að greina á milli þess sem frá manni sjálfum er sprottið, hreint og ómengað af annarra skoðunum og áliti.., og því sem frá öðrum er komið...
Hvað vil ég? og það sem meira er, hver er ég?
Þann dag verð ég hamingjusöm þegar ég kemst að því hvað ég raunverulega vil og hvað ég hef talið mér trú um að ég raunverulega vilji... því þar get ég svo sannarlega skrifað langann lista yfir flugferðir, lengri og styttri, sem allar hafa þó víkkað sjóndeildarhringinn ...
þangað til held ég áfram að svífa um á draumkenndu skýi... telja mér trú um að ég hafi fundið minn stað... held áfram að hella mér út í verkefni sem skila mér aftur á jörðina... held áfram að detta, standa upp og detta...
... það er svo ferlega gaman að fljúga...
...fyllast ákafa, fljúga, detta...
...standa upp aftur full af eldmóð... og detta
13.6.06
hver á sjens?
...við virðumst alltaf telja að við eigum ekki sjens...
en ef enginn á sjens.. af hverju eru þá allir með öllum...
og ef þeir áttu ekki sjens hvað áttu þeir þá?
biðlund eða örvæntingu?
það hugsa allir glætan ekki ég...
en við eigum öll sömu tækifæri... einhvern sjens..
það er bara spurning hvenær... hvar...
og samt er svo erfitt að trúa því...
svo auðvelt og freistandi að falla í þann volæðispitt að væla ekki ég...
biðlund
biðlund og svolítil trú og svolítið mikið bara að vera og vera maður sjálfur og trúa á sjensinn þegar hann dinglar fyrir framan nefið á manni... því hver er sjensinn ef maður trúir ekki á hann og lokar fyrir honum augunum...
allt getur gerst en ekkert gerist ef maður trúir ekki á það
svolítið mikið að hugsa ekki...
svolítið meira að vera bara...
sjens...
við eigum öll sjens á að eiga sjens... á að eiga sjens...
sjensinn!
en ef enginn á sjens.. af hverju eru þá allir með öllum...
og ef þeir áttu ekki sjens hvað áttu þeir þá?
biðlund eða örvæntingu?
það hugsa allir glætan ekki ég...
en við eigum öll sömu tækifæri... einhvern sjens..
það er bara spurning hvenær... hvar...
og samt er svo erfitt að trúa því...
svo auðvelt og freistandi að falla í þann volæðispitt að væla ekki ég...
biðlund
biðlund og svolítil trú og svolítið mikið bara að vera og vera maður sjálfur og trúa á sjensinn þegar hann dinglar fyrir framan nefið á manni... því hver er sjensinn ef maður trúir ekki á hann og lokar fyrir honum augunum...
allt getur gerst en ekkert gerist ef maður trúir ekki á það
svolítið mikið að hugsa ekki...
svolítið meira að vera bara...
sjens...
við eigum öll sjens á að eiga sjens... á að eiga sjens...
sjensinn!
22.5.06
nafnakall
af hverju eru allar Þóreyjar dansandi upp um alla veggi? Allir Gummar sérlundaðir? allar Önnur elskulegar, Stínur frændræknar?
af hverju eru allir sem heita Þórarinn stríðnir og freknóttir?
af hverju eru allar Dórur yfirvegaðar?
ég held að nöfn séu engin tilviljun
ég heiti ekki bara Ólöf af því bara...
ég heiti Ólöf með öllu sem því fylgir... samviskupúkanum á öxlinni... þörfinni fyrir að vera sífellt að gera eitthvað... skyldurækninni við fjölskylduna...
allt þetta "Ólafareinkenninn"-dótið sem við nöfnurnar sitjum uppi með...
Allir Hallar eru skemmtilegir...
Maður tengir ákveðin nöfn við ákveðnar persónur.. ákveðin persónueinkenni... visst fas... við berum öll einkenni þess sem við erum. Við getum ekki falið það nema að vissu marki. Strax sem ungabörn höfum við ákveðin áhrif á fólkið í kring um okkur, sendum frá okkur ákveðna strauma, höfum ákveðna áru... það hlítur að hafa áhrif á nafnaval foreldra okkar..
allar sem bera nafnið Íris eru öruggar í fasi...
allir Andrar eru hrekkjóttir...
allir Kárar eru glettnir...
allar Siggur þurfa mikla athygli og sækja hana...
allir Ólar eru rólyndismenn og stærðfræðingar...
Helgi er galgopi..
Ingibjörg er rólegheita manneskja en fær sínu fram...
Eygló er skáld...
Guðrún er dugnaðarforkur...
Atli er óútreiknanlegur...
Ragnheiður er pæja...
Jón segir "já" í tíma og ótíma...
Sara er fiðrildi...
Kolbrún er listaspíra...
Björn sökkvir sér í áhugamál sín af heilum hug...
Sölvi er spegúlant...
það er alveg sama hvað ég ber saman margar Erlur... þær eiga allar eitthvað sameiginlegt...
stundum kem ég því ekki í orð... en ég skynja það sem er eins... það sem er líkt...
eins og af hverju ein Sandran minnir á einhvern hátt á aðra Söndru.. án þess að nokkuð sé sjáanlegt í fljótu bragði sem gæti tengt þær annað en nafnið...
ég kasta þessu nú bara fram sí svona...
ef til vill hef ég rangt fyrir mér..
ef til vill er eitthvað til í þessu...
En samt eru Eyrún og Eyrún svo svipaðir karakterar...
og Gulli er laumufyndinn eins og Gulli...
...Þóra ákveðin og hress eins og Þóra...
María eins og María... traustur klettur..
af hverju eru allir sem heita Þórarinn stríðnir og freknóttir?
af hverju eru allar Dórur yfirvegaðar?
ég held að nöfn séu engin tilviljun
ég heiti ekki bara Ólöf af því bara...
ég heiti Ólöf með öllu sem því fylgir... samviskupúkanum á öxlinni... þörfinni fyrir að vera sífellt að gera eitthvað... skyldurækninni við fjölskylduna...
allt þetta "Ólafareinkenninn"-dótið sem við nöfnurnar sitjum uppi með...
Allir Hallar eru skemmtilegir...
Maður tengir ákveðin nöfn við ákveðnar persónur.. ákveðin persónueinkenni... visst fas... við berum öll einkenni þess sem við erum. Við getum ekki falið það nema að vissu marki. Strax sem ungabörn höfum við ákveðin áhrif á fólkið í kring um okkur, sendum frá okkur ákveðna strauma, höfum ákveðna áru... það hlítur að hafa áhrif á nafnaval foreldra okkar..
allar sem bera nafnið Íris eru öruggar í fasi...
allir Andrar eru hrekkjóttir...
allir Kárar eru glettnir...
allar Siggur þurfa mikla athygli og sækja hana...
allir Ólar eru rólyndismenn og stærðfræðingar...
Helgi er galgopi..
Ingibjörg er rólegheita manneskja en fær sínu fram...
Eygló er skáld...
Guðrún er dugnaðarforkur...
Atli er óútreiknanlegur...
Ragnheiður er pæja...
Jón segir "já" í tíma og ótíma...
Sara er fiðrildi...
Kolbrún er listaspíra...
Björn sökkvir sér í áhugamál sín af heilum hug...
Sölvi er spegúlant...
það er alveg sama hvað ég ber saman margar Erlur... þær eiga allar eitthvað sameiginlegt...
stundum kem ég því ekki í orð... en ég skynja það sem er eins... það sem er líkt...
eins og af hverju ein Sandran minnir á einhvern hátt á aðra Söndru.. án þess að nokkuð sé sjáanlegt í fljótu bragði sem gæti tengt þær annað en nafnið...
ég kasta þessu nú bara fram sí svona...
ef til vill hef ég rangt fyrir mér..
ef til vill er eitthvað til í þessu...
En samt eru Eyrún og Eyrún svo svipaðir karakterar...
og Gulli er laumufyndinn eins og Gulli...
...Þóra ákveðin og hress eins og Þóra...
María eins og María... traustur klettur..
11.5.06
hæhó..hæhó..
það er svo undarlega hljótt hérna þar sem ég sit á skrifstofunni og blogga...
ekkert nema rigning og umferðaniður sem berst inn um gluggann...
einstaka sinnum heyri ég prenntarann fara í gang.. fótatak..
og svo aftur þögn...
nudd í úrsérgengnum skrifstofustól heyrist innan af gangi... einstaka glamur í bolla...
stundum muml þegar einhver talar í símann...
talar og talar og talar í símann
síminn hringir bara þegar ég þarf að pissa!
hann hringir alltaf þegar ég fer að pissa... kannski ætti ég að dekka meira vatn...
þá þyrfti ég oftar að pissa og þá myndi síminn kannski hringja oftar...
kannski
ég er sem sagt að vinna á skrifstofu fram í júní..
venjulega hef ég meira að gera... ég var of fljót með verkefnin og var sett á símann... "nei, því miður! ég veit bara ekkert í minn haus... ég er bara hérna... viltu ekki bara hringja aftur á morgun.."
uppgötvaði gleði þess að googla í dag...
mikil gleði... googlaði 3 áratuginn til að finna réttu stemmninguna fyrir árshátíðina okkar á laugardaginn... Stúdentaleikhúsið... bannárin...
þá verður dansað!
kannski ég fari að hætta þessu og haldi áfram að horfa á símann...
hver veit nema hann hringi!
ekkert nema rigning og umferðaniður sem berst inn um gluggann...
einstaka sinnum heyri ég prenntarann fara í gang.. fótatak..
og svo aftur þögn...
nudd í úrsérgengnum skrifstofustól heyrist innan af gangi... einstaka glamur í bolla...
stundum muml þegar einhver talar í símann...
talar og talar og talar í símann
síminn hringir bara þegar ég þarf að pissa!
hann hringir alltaf þegar ég fer að pissa... kannski ætti ég að dekka meira vatn...
þá þyrfti ég oftar að pissa og þá myndi síminn kannski hringja oftar...
kannski
ég er sem sagt að vinna á skrifstofu fram í júní..
venjulega hef ég meira að gera... ég var of fljót með verkefnin og var sett á símann... "nei, því miður! ég veit bara ekkert í minn haus... ég er bara hérna... viltu ekki bara hringja aftur á morgun.."
uppgötvaði gleði þess að googla í dag...
mikil gleði... googlaði 3 áratuginn til að finna réttu stemmninguna fyrir árshátíðina okkar á laugardaginn... Stúdentaleikhúsið... bannárin...
þá verður dansað!
kannski ég fari að hætta þessu og haldi áfram að horfa á símann...
hver veit nema hann hringi!
24.4.06
þegar maður missir sig...
við höfum öll okkar kosti og galla...
erum öll misvel gefin...
höfum okkar takmarkanir...
höfum okkar veiku punkta...
höfum okkar áráttu...
sumir eru slúðurblaðafíklar...
aðrir eru kaffifíklar...
sumir láta sér ekki koffeinið nægja...
einhverjir eru kynlífsþrælar...
aðrir þurfa alltaf að vera með tuskuna á lofti...
sumir eru með hreinlætisáráttu...
sumir eru með líkamsrækt á heilanum...
margir eru með bíladellu...
aðrir hunda-, katta- eða hestadellu...
enn aðrir eru með spilafíkn...
spennufíkn...
matarfíkn...
vinnuþrælar...
svefnpurkur...
fullkomnunarsinnar...
frímerkjasafnarar...
peningapúkar eða kaupóðir...
stelsjúkir.... helsjúkir...
allir eru vel sjúkir... á einhvern hátt...
kannastu ekki við það... hvað það er erfitt að hemja sig... halda aftur af sér... reyna að temja sig...
svo lengi sem bremsurnar eru í lagi þá er engin hætta á ferðum... en ef allt fer úr böndunum... jahh...
það getur engin stoppað fyrir okkur... það getur enginn bæt orðinn skaða...
það getur enginn ráðið við það nema við sjálf og ef við ráðum ekki við það sjálf... ?!
rankaðu við þér...
sjáðu hvað þú ert búin að skemma mikið...
svo vaknar maður upp einn morguninn og áttar sig á því að þó að maður nái að krafsa sig upp úr pittinum...
þá er líkamin sár að innan sem utan...
sálin sundurtætt...
æpandi...
og þó að þú gerir allt til þess að láta þau gróa.. skilja þau eftir sig djúp ör...
djúpstæðar minningar...
og þá erum við kannski ekki að tala um koffeinfíkn... eða frímerkjasöfnun...
nema það fari út í öfgafyllstu öfgar...
hver veit...
misstu þig bara ekki vinur minn...
erum öll misvel gefin...
höfum okkar takmarkanir...
höfum okkar veiku punkta...
höfum okkar áráttu...
sumir eru slúðurblaðafíklar...
aðrir eru kaffifíklar...
sumir láta sér ekki koffeinið nægja...
einhverjir eru kynlífsþrælar...
aðrir þurfa alltaf að vera með tuskuna á lofti...
sumir eru með hreinlætisáráttu...
sumir eru með líkamsrækt á heilanum...
margir eru með bíladellu...
aðrir hunda-, katta- eða hestadellu...
enn aðrir eru með spilafíkn...
spennufíkn...
matarfíkn...
vinnuþrælar...
svefnpurkur...
fullkomnunarsinnar...
frímerkjasafnarar...
peningapúkar eða kaupóðir...
stelsjúkir.... helsjúkir...
allir eru vel sjúkir... á einhvern hátt...
kannastu ekki við það... hvað það er erfitt að hemja sig... halda aftur af sér... reyna að temja sig...
svo lengi sem bremsurnar eru í lagi þá er engin hætta á ferðum... en ef allt fer úr böndunum... jahh...
það getur engin stoppað fyrir okkur... það getur enginn bæt orðinn skaða...
það getur enginn ráðið við það nema við sjálf og ef við ráðum ekki við það sjálf... ?!
rankaðu við þér...
sjáðu hvað þú ert búin að skemma mikið...
svo vaknar maður upp einn morguninn og áttar sig á því að þó að maður nái að krafsa sig upp úr pittinum...
þá er líkamin sár að innan sem utan...
sálin sundurtætt...
æpandi...
og þó að þú gerir allt til þess að láta þau gróa.. skilja þau eftir sig djúp ör...
djúpstæðar minningar...
og þá erum við kannski ekki að tala um koffeinfíkn... eða frímerkjasöfnun...
nema það fari út í öfgafyllstu öfgar...
hver veit...
misstu þig bara ekki vinur minn...
16.4.06
ég er súkkulaði súkkulaði súkkulaði hæna...
...frá síríus... sírius og nóa...
og ef það er satt að maður sé það sem maður borðar... tja, þá er núverandi ástand mitt súkkulaði...
páskar...
ég held að súkkulaði sé hugarástand...
þú veist... maður getur borðað fullt af því og orðið illt.. en maður getur líka borðað lítið og orðið samt mettur... af sælutilfinningu... gleði... sem sagt... hugarástand...
alveg eins og þegar maður vildi ekki borða stappaða saltfiskinn þegar maður var yngri og átti að loka augunum, halda fyrir nefið og hugsa um eitthvað gott á meðan maður tuggði...
súkkulaði...
svo er líka búið að yrkja svo fallega um það..
ég meina... það vita allir að maður er óður í þann sem maður syngur til... þú ert minn sælgætisgrís þú ert minn súkkulað´ís og þú ert sætabrauðsdrengurinn minn...
... mann langar bókstaflega til að éta´nn
... ekki það að maður getur fengið yfir sig nóg af súkkulaði...
eins og allt annað hugarástand er súkkulaði breytilegt...
takk fyrir mig!
og ef þú lest þetta súkkulaðigrísinn minn...
þá er ég komin með nóg af sætabrauði og vil miklu heldur eitthvað bitastæðara...
eins og læri læri... tækifæri!
yfir og út
og ef það er satt að maður sé það sem maður borðar... tja, þá er núverandi ástand mitt súkkulaði...
páskar...
ég held að súkkulaði sé hugarástand...
þú veist... maður getur borðað fullt af því og orðið illt.. en maður getur líka borðað lítið og orðið samt mettur... af sælutilfinningu... gleði... sem sagt... hugarástand...
alveg eins og þegar maður vildi ekki borða stappaða saltfiskinn þegar maður var yngri og átti að loka augunum, halda fyrir nefið og hugsa um eitthvað gott á meðan maður tuggði...
súkkulaði...
svo er líka búið að yrkja svo fallega um það..
ég meina... það vita allir að maður er óður í þann sem maður syngur til... þú ert minn sælgætisgrís þú ert minn súkkulað´ís og þú ert sætabrauðsdrengurinn minn...
... mann langar bókstaflega til að éta´nn
... ekki það að maður getur fengið yfir sig nóg af súkkulaði...
eins og allt annað hugarástand er súkkulaði breytilegt...
takk fyrir mig!
og ef þú lest þetta súkkulaðigrísinn minn...
þá er ég komin með nóg af sætabrauði og vil miklu heldur eitthvað bitastæðara...
eins og læri læri... tækifæri!
yfir og út
30.3.06
?!?!?!?!?!?!?!?!?!?
er það satt?
á að trúa því?
já auðvitað því jólasveinar (eins og ég) lenda mörgu í!
og ég lennti í lukkupottinum!
ójá!
næstu fjögur árin meira að segja!
skil ekki hvað ég hef gert til að verðskulda það!
horfi á allt fólkið sem ég lít upp til og dáist að og finnst vera svo klárt og frábært og ... og botna ekkert í því hvernig ég gæti mögulega verið sambærileg... frambærileg... miðað við þau... eins og þau...
...ég held að þetta sé spurning um eitthvað annað..
hvað?
annað...
ég er jólasveinn...
ef illa fer get ég allavega alltaf verið lærður jólasveinn...
fjögur ár í lhí...
ég klíp mig reglulega til að vita hvort ég sé með fullri meðvitund...
...ja... ég veit staðreyndir... en síast þær inn...
full framtíð af ævintýrum!
...trúir þú því?
á að trúa því?
já auðvitað því jólasveinar (eins og ég) lenda mörgu í!
og ég lennti í lukkupottinum!
ójá!
næstu fjögur árin meira að segja!
skil ekki hvað ég hef gert til að verðskulda það!
horfi á allt fólkið sem ég lít upp til og dáist að og finnst vera svo klárt og frábært og ... og botna ekkert í því hvernig ég gæti mögulega verið sambærileg... frambærileg... miðað við þau... eins og þau...
...ég held að þetta sé spurning um eitthvað annað..
hvað?
annað...
ég er jólasveinn...
ef illa fer get ég allavega alltaf verið lærður jólasveinn...
fjögur ár í lhí...
ég klíp mig reglulega til að vita hvort ég sé með fullri meðvitund...
...ja... ég veit staðreyndir... en síast þær inn...
full framtíð af ævintýrum!
...trúir þú því?
22.3.06
hvað er ...
.. á milli draums og vöku?
hvenær er mig að dreyma og hvenær er ég stödd í miðjum hugsunum mínum, upplifunum, raunveruleika?
er draumur þá ekki raunverulegur?
jú... hvernig getur það sem er og það sem er draumur hvoru tveggja verið raunverulegt?
hvað skilur það þá að?
við upplifum drauminn eins og hann sé raunverulegur... alveg eins og við upplifum raunveruleikann...
draumurinn fæðist í kollinum á okkur... alveg eins og hugsanir okkar...
eru draumar hugsanir?
getur blinda dreymt? já, blinda dreymir... en hvað dreymir þá? getur þá dreymt það sem þeir sjá ekki? getur verið að við fæðumst með myndir í hausnum og að við sjáum í raun og veru ekkert! að hlutir sendi bara frá sér árur sem kalla fram mynd í huganum á okkur... hvort sem við erum blind eða ekki...
hvað er að vera blindur?
ef mann dreymir... er maður þá alveg blindur?
það að dreyma er að sjá, eða hvað?
maður sér eitthvað fyrir sér...
maður ímyndar sér...
hvernig er hægt að vera blindur en geta samt séð það sem maður ímyndar sér...?
hvað sér maður þá þegar maður ímyndar sér...?
er hægt að ímynda sér að maður sé blindur?
ef maður hefur ekki upplifað það... hvernig getur maður þá vitað hvernig það er?
hefur þig aldrei dreymt svo raunverulegan draum að þegar þú hugsar til baka veistu ekki hvort þig dreymdi það eða hvort það gerðist í raun og veru?
gerðist það ekki í raun og veru... bara í höfðinu á þér...
eru draumar upprifjun á því sem þú hefur upplifað... sambland af reynslu...?
það getur ekki verið ef blinda dreymir... þá dreymir ekki það sem þeir hafa séð...
..þeir hafa ekki séð...
eru draumar forboðar þess sem koma skal?
hvernig veistu hvað þýðir hvað?
er hægt að ráða drauma?
gilda sömu reglur um merkingu drauma fyrir alla?
er það af því allir vita hvað þeir merkja...?
ég held að það gildi ekki það sama fyrir alla...
ég held að okkur dreymi mest það sem hvílir á huga okkar hverja stundina...
ég hled að það séu engin skil á milli draums og raunveruleika...
draumar eru raunverulegir og raunveruleikinn er draumkenndur...
mig dreymir dagdrauma...
er þá enginn munur á svefni og vöku?
ekki sefur vitund okkar þó við sofum... og okkur dreymi...
og ekki sefur vitund okkar heldur á meðan við vökum... og okkur dreymir dagdrauma...
hverngi veit ég að mig er að dreyma?
er það af því að það fær ekki staðist? af því ég veit betur? af því það er draumur...
hvernig veit ég betur?
skiptist kannski heilinn í draumhvel og vitund???
hef ég þá vitund um drauma mína og dreymir um vitund en hvorugt er í hinu... nei... eða hvað?
ég er orðin ringluð...
kannski er bara fjólublár kærleiksbangsi sem flýgur um á bleikum fíl á milli draums og vitundar...
kannski er bara einmitt ímyndunaraflið á milli draums og vitundar...
hvenær er mig að dreyma og hvenær er ég stödd í miðjum hugsunum mínum, upplifunum, raunveruleika?
er draumur þá ekki raunverulegur?
jú... hvernig getur það sem er og það sem er draumur hvoru tveggja verið raunverulegt?
hvað skilur það þá að?
við upplifum drauminn eins og hann sé raunverulegur... alveg eins og við upplifum raunveruleikann...
draumurinn fæðist í kollinum á okkur... alveg eins og hugsanir okkar...
eru draumar hugsanir?
getur blinda dreymt? já, blinda dreymir... en hvað dreymir þá? getur þá dreymt það sem þeir sjá ekki? getur verið að við fæðumst með myndir í hausnum og að við sjáum í raun og veru ekkert! að hlutir sendi bara frá sér árur sem kalla fram mynd í huganum á okkur... hvort sem við erum blind eða ekki...
hvað er að vera blindur?
ef mann dreymir... er maður þá alveg blindur?
það að dreyma er að sjá, eða hvað?
maður sér eitthvað fyrir sér...
maður ímyndar sér...
hvernig er hægt að vera blindur en geta samt séð það sem maður ímyndar sér...?
hvað sér maður þá þegar maður ímyndar sér...?
er hægt að ímynda sér að maður sé blindur?
ef maður hefur ekki upplifað það... hvernig getur maður þá vitað hvernig það er?
hefur þig aldrei dreymt svo raunverulegan draum að þegar þú hugsar til baka veistu ekki hvort þig dreymdi það eða hvort það gerðist í raun og veru?
gerðist það ekki í raun og veru... bara í höfðinu á þér...
eru draumar upprifjun á því sem þú hefur upplifað... sambland af reynslu...?
það getur ekki verið ef blinda dreymir... þá dreymir ekki það sem þeir hafa séð...
..þeir hafa ekki séð...
eru draumar forboðar þess sem koma skal?
hvernig veistu hvað þýðir hvað?
er hægt að ráða drauma?
gilda sömu reglur um merkingu drauma fyrir alla?
er það af því allir vita hvað þeir merkja...?
ég held að það gildi ekki það sama fyrir alla...
ég held að okkur dreymi mest það sem hvílir á huga okkar hverja stundina...
ég hled að það séu engin skil á milli draums og raunveruleika...
draumar eru raunverulegir og raunveruleikinn er draumkenndur...
mig dreymir dagdrauma...
er þá enginn munur á svefni og vöku?
ekki sefur vitund okkar þó við sofum... og okkur dreymi...
og ekki sefur vitund okkar heldur á meðan við vökum... og okkur dreymir dagdrauma...
hverngi veit ég að mig er að dreyma?
er það af því að það fær ekki staðist? af því ég veit betur? af því það er draumur...
hvernig veit ég betur?
skiptist kannski heilinn í draumhvel og vitund???
hef ég þá vitund um drauma mína og dreymir um vitund en hvorugt er í hinu... nei... eða hvað?
ég er orðin ringluð...
kannski er bara fjólublár kærleiksbangsi sem flýgur um á bleikum fíl á milli draums og vitundar...
kannski er bara einmitt ímyndunaraflið á milli draums og vitundar...
9.3.06
kannski
ég er ekki í neinum tengslum við raunveruleikan...
við umheiminn..
það er eins og snúran sem liggur í skjáinn... í gluggann... sé kannski músétin..
...það er einhver útsláttur í henni...
ég næ ekki tengslum við heiminn.. við það sem er að gerast eða ekki að gerast.. við það sem er, en er ekki...
hvað er ef ég veit ekki að það er?
ég stari á skjáinn...
ég var að koma úr prófum og ég skelf og ég stari og ég veit ekki...
ég veit ekki hvort mér gekk vel eða illa..
ég vona
og ég vil...
ég vil mest af öllu að það hafi gengið..
...en ég veit ekki hvort það væri sanngjarnt...
er það sanngjarnt að aðrir verði sárir... að aðrir fái hurðina á nefið á sér...
nei!
ég vil ekki fá vondar fréttir
og svo segja þeir sem allt vita að tíkin mín sé með ofnæmi fyrir nánast öllu fóðri og ég geti lítið gert til að hjálpa henni og þá er eins og ég viti ekkert lengur...
...þá er eins og einhver nuddi hörðu strokleðri við hausinn á mér en ég get ekki þurkað út þessa sáru sterku tilfinningu...
þessa veiku von...
ég vil halda í þessa veiku von!
hún á það besta skilið
og ég á það óraunhæfasta og ævintýralegasta á bak við eyrun...
kannski
við umheiminn..
það er eins og snúran sem liggur í skjáinn... í gluggann... sé kannski músétin..
...það er einhver útsláttur í henni...
ég næ ekki tengslum við heiminn.. við það sem er að gerast eða ekki að gerast.. við það sem er, en er ekki...
hvað er ef ég veit ekki að það er?
ég stari á skjáinn...
ég var að koma úr prófum og ég skelf og ég stari og ég veit ekki...
ég veit ekki hvort mér gekk vel eða illa..
ég vona
og ég vil...
ég vil mest af öllu að það hafi gengið..
...en ég veit ekki hvort það væri sanngjarnt...
er það sanngjarnt að aðrir verði sárir... að aðrir fái hurðina á nefið á sér...
nei!
ég vil ekki fá vondar fréttir
og svo segja þeir sem allt vita að tíkin mín sé með ofnæmi fyrir nánast öllu fóðri og ég geti lítið gert til að hjálpa henni og þá er eins og ég viti ekkert lengur...
...þá er eins og einhver nuddi hörðu strokleðri við hausinn á mér en ég get ekki þurkað út þessa sáru sterku tilfinningu...
þessa veiku von...
ég vil halda í þessa veiku von!
hún á það besta skilið
og ég á það óraunhæfasta og ævintýralegasta á bak við eyrun...
kannski
Subscribe to:
Posts (Atom)